Færsluflokkur: Tölvur og tækni
8.10.2016 | 13:06
Vindmyllur við Þykkvabæ
Það var áhugaverð aðkoma að Þykkvabæ. Sjálfbær ímynd sem hrífur mann og færist yfir á kartöfluþorpið. Rafmagnið sem myllurnar framleiða er selt inn á kerfi Orku náttúrunnar. Nú vilja Biokraft eigendur vindmyllnanna fjölga myllum og búa til vindmyllugarð. Íbúar Þykkvabæjar eru á móti. Sjónmengun og hljóðmengun eru þeirra helstu rök, þeir vilja búa í sveit en ekki í raforkuveri.
Framleiðslan á að geta fullnægt raforkuþörf um þúsund heimila. Samanlagt afl þeirra 1,2 megavött og áætluð framleiðsla allt að þrjár gígavattstundir á ári.
Mér fannst töff að sjá vindmyllurnar tvær. Við þurfum að nýta öll tækifæri til að framleiða endurnýjanlega orku.
Vindmyllurnar tvær eru danskar, af tegundinni Vestas. Þeir eru festir á 53 metra háa turna. Það þýðir að í hæstu stöðu er hvor mylla liðlega 70 metra há, eða jafnhá Hallgrímskirkju.
30.12.2015 | 11:28
Sýndarveruleiki
Nokkrir spá því að næsta ár, 2016, verði ár sýndarveruleikans, (virtual reality - VR). Hér er mynd af fólki með sýndarveruleikagleraugu að skoða lausn við loftslagsbreytingum með því að bjóða fólki að útiloka raunveruleikann. Sýndarveruleiki gefur notandanum þá hugmynd að hann sé staddur í allt öðrum heimi en hann er í raun staddur í.
Til eru sýndarveruleikagleraugu sem passa fyrir alla smartsíma og breyta símanum í t.d. 3D bíóhús eða þrívíða leikjahöll.
Það er næsta víst að sýndarveruleiki mun skipa stóran sess í afþreygingariðnaði framtíðarinnar.
Verður 2016 svona? Venjulegur maður sker sig úr?
31.12.2014 | 15:39
Holuhraun og Bárðarbunga
Eldgosið í Holuhrauni og jarðskjálftahrina í Bárðarbungu var ein af fréttum ársins. Stefnan er að heimsækja Holuhraun næsta sumar og ganga á Tungnafellsjökul ef mögulegt. Mikið af glæsilegum myndum voru teknar af gosinu í Holuhrauni og fóru um samfélagsmiðla um allan heim.
Leitarniðurstöður á Google sýna hvenær sjónarspilið stóð sem hæst. Mestur fjöldi var 17,6 milljónir en er tæplega 500 þúsund núna. Bárðarbunga byrjaði í 16.100, fór hæst í rúmlega 3 milljónir og er í kringum 600 þúsund um áramót. Eldgosið heldur hægt og hljóðlega áfram, aðeins brennisteinsdíoxíð (SO2) er til ama í hægviðri.
Leitarniðurstöður á Google. Jarðskjálftahrinan hófst 17. ágúst og fyrsta hraungosið í Holuhrauni 29.ágúst. Þann 13. október er hátindurinn en nokkur loftmengun í höfuðborginn á þessum tíma.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2013 | 21:17
ISO 27001 öryggisvottun
Eftirlit á Íslandi er í rúst. Nærtækasta dæmið er hrunið, en þá brugðust eftirlitsstofnanir.
Öflugur miðill ætti nú að kanna hve mörg af 100 stærstu fyrirtækjum Íslands hafa öryggisstefnu og fylgja henni eftir með mælingum. Einnig athyga hvort áhættumat hafi verið framkvæmt, námskeið í öryggisvitnd og þjálfun starfsmanna.
Á Íslandi eru 20 fyrirtæki með ISO27001 öryggisvottun. En öll fyrirtæki í upplýsingatækni eiga að vera með þá vottun.
Viðurkenna skelfileg mistök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt 3.12.2013 kl. 08:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2013 | 14:27
Hringsjá
Landslag yrði lítið virði ef það héti ekki neitt.
Eitt athyglisvert snjallforrit (app) Heitir Hringsjá og er kjörið fyrir göngumanninn. Fyrirtækið Seiður ehf er framleiðandi. Í þessari fyrstu útgáfu er hægt að skoða nöfn 4000 fjalla, jökla, hóla og hæða um allt land.
Ef opið er fyrir GPS-staðsetningu göngumanns, þá er hægt að sjá í snjallsímanum fjöllin í næsta nágrenni og fjarlægð að fjallinu. Hér opnast mikill möguleiki fyrir göngumann að læra ný örnefni og uppfræða aðra göngumenn og auka virði landslagsins.
Í síðustu gönguferð minni prófaði ég snjallforritið. Ekki viðraði vel á hæsta punkti og því nýtti ég mér tæknina ekki en tími Hringsjárinnar mun koma.
Mæli með þessu snjallforriti. Snjöll hugmynd. En verst hversu oft það varð óvirkt og lengi að ræsast.
Svona lítur sjóndeildarhringurinn út frá Hellisheiði séð í norður. Ofan á það bætast svo örnefni fjallanna, hæð og fjarlægð. Loksins er hægt að finna út hvað tindurinn þarna heitir!
19.1.2013 | 23:48
HotBotaðu bara
"Googlaðu bara" er algeng setning í daglegu máli nú til dags.
Ég kíkti í Tölvuheim frá árinn 1998 og þar var grein, Heimsmeistarakeppnin í upplýsingaleit - Bestu leitarvélarnar.
Leitarvélin HotBoot drottnaði yfir markaðnum. AltaVista rokkaði og Yahoo býsna klár. Brittanica var menningarlegasta leitarvélin, LookSmart vefskráin öflug og Lycos bland í poka. Excite pirraði leitarmenn, InfoSeek misheppnuð. WebCrawler meingölluð. En þessar leitarvélar höfðu sína kosti og galla.
Síðar á þessu herrans ári þróuðu Larry Page og Sergey Brin leitarvél sem fékk nafnið Google og allir þekkja í dag. Spurningin er ef þeir hefðu ekki komið til sögunnar, myndum við segna "Hotbotaðu bara"?
23.6.2012 | 15:54
Alan Turing dagurinn
Í dag, laugardaginn 23. júní, er Alan Turing dagurinn. Fyrir öld fæddist Alan Turing (23. júní 1912 7. júní 1954) enskur stærðfræðingur og rökfræðingur. Hann er þekktastur fyrir að finna upp svokallaða Turing-vél, sem er hugsuð vél, sem talin er geta reiknað allt sem reiknirit er til fyrir. Turing vélar hafa reynst mikilvægar fyrir framþróun tölva og tölvunarfræði.
Ef Alan hefði ekki fundið upp Turing-vélina, þá væri saga tölvunarfræðinnar öðruvísi en í dag. Internetið ekki til og því þessi færsla ekki skráð.
Lífshlaup Alan Turings var merkilegt og hann ákærður fyrir samkynhneigð. Leiddi það til þess að hann varð þunglyndur og tók eigið líf á besta aldri.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 15:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2011 | 00:14
Veikleiki í þráðlausum netum
Bloggarinn og forritarinn frá Hollandi, Nick Kursters er orðinn þekktur fyrir að brjóta upp algrímið fyrir þráðlausa beina. Ein vinsælasta greinin sem hann hefur skrifað er um hvernig hægt er að finna út WPA-lykilorð fyrir Thompson SpeedTouch beina en þeir eru mjög algengir hér á landi. Á bloggsíðu Nick's er hægt að framkvæma leit að WPA lykilorði ef SSID-númer beinis er þekkt.
Hugmynd Thompson-manna var að útbúa sérstakt algrím til að útbúa sérstakt lykilorð fyrir hvern beini (router). Bæði SSID nafn beinis og WPA-lykilorð eru á límmiða neðst á tækinu. SSID stendur fyrir Service Set IDentifier eða nafn á staðarneti.
Áður en lengra er haldið er eflaust ágætt að skilgreina skammstafanirnar. WPA/WPA2 er öflug dulkóðun sem byggir á breytanlegum lyklum. WPA2 er sterkust, mun öflugri dulkóðun en WEP.
Hættan er sú að þriðji aðili komist inn á þráðlausa staðarnetið, nýtt sér öryggisholuna, og geti notað tenginguna til að hlaða niður ólöglegu efni eða hlera samskipti. Öll notkun gegnum þráðlaust net verður rakin til IP-númers eiganda þráðlausa netsins jafnvel þótt hann eigi ekki hlut að máli. Í slíkum tilfellum getur hann lent í þeirri sérkennilegu stöðu að þurfa að afsanna óæskilegt athæfi
Lausn er að breyta sjálfgefni uppsetningu beinisins.
Síminn er með góðar leiðbeiningar um hvernig hægt er að breyta uppsetningunni. Einnig er góð regla að slökkva á beini þegar hann er ekki í notkun.
Á vefnum netoryggi.is eru góðar leiðbeiningar um notkun þráðlausra staðarneta.
Hér er mynd af leitaniðurstöðunni á vefnum hjá Nick Kusters. Fyrst er slegið inn SSID númer SpeedTouch beinisins, sex síðustu stafirnir í heitinu eru notaðir. Síðan skilar leitin niðurstöðunni. Neðsta röðin gildir fyrir beininn sem flett var upp.
Hér koma þrjár niðurstöður úr leitinni. Fyrst SSID er þekkt, þá er hægt að finna úr raðnúmer beinisins og reikna út WPA2 lykilinn.
Þetta eru ekki flókin fræði sem þarf til að komast inn í þráðlaus samskipti. Því þarf notandi ávallt að vera vel á verði. En mig grunar að allt of mörg þráðlaus staðarnet séu óvarin hér á landi.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 00:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.4.2011 | 17:43
Risa plástrar hjá Microsoft
Þeir eru stórir plástrarnir frá Microsoft um þessar mundir. Notendur þurf að taka frá drjúgan tíma þegar þeir taka niður tölvurnar og nýir plástrar hlaðast inn til að auka öryggið.
Windows7 á rafreikni mínum í vinnunni tók drjúgan tíma í gær en ég þorði ekki að taka rafmagnið af henni enda var hún í alvarlegu ástandi. Uppfærslurnar voru 20. Alls voru 8 krítískir öryggisgallar lagaðir og þrír meiriháttar.
Windows Vista var með 23 uppfærslur, uppfærði 9 krítískar og 3 meiriháttar öryggisholur.
Stærsta öryggisuppfærslan var þó á Internet Explorer vafranum en alvarlegur öryggisveikleiki var lagaður. Náði hún yfir allar viðurkenndar útgáfur IE, þ.e. #6, #7, #8 og #9.
Microsoft gefur út plástra annan þriðjudag í mánuði hverjum. Nú er spurningin, hvernig verður næsti plásturs-þriðjudagur, 10. maí hjá Microsoft?
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 18:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2011 | 22:39
VíkingLeaks
Það er athyglisverð umræðan um knattspyrnufélagið Víking vegna upplýsingaleka um leikmenn en þjálfarinn hafði skjalfest mat sitt á þeim og var það sent út til allra leikmanna fyrir slysni. En eflaust framkvæma flestir þjálfarar mat á leikmönum en eflaust er það oftast í kollinum á þeim.
Meginþættir í öryggi upplýsinga
Upplýsingar eru verðmætar eignir og þurfa því viðeigandi vernd. Þær geta verið í margs konar formi, t.d. prentaðar eða ritaðar á pappír, geymdar með rafrænum hætti, birtar á filmu eða látnar í ljós í mæltu máli. Ávallt ætti að vernda upplýsingar á viðeigandi hátt óháð þeim leiðum sem farnar eru til að nýta þær eða geyma. Upplýsingaöryggi felur í sér að upplýsingar eru verndaðar fyrir margs konar ógnum í því skyni að tryggja samfelldan rekstur, lágmarka tjón og hámarka árangur. Upplýsingaöryggi má líta á sem leið til að varðveita:
- Leynd (e. confidentiality), þ.e. tryggingu þess að upplýsingar séu aðeins aðgengilegar þeim sem hafa heimild. Vernda þarf viðkvæmar upplýsingar fyrir óleyfilegri birtingu, aðgangi eða hlerun.
- Réttleika (e. integrity), þ.e. að viðhalda nákvæmni og heilleika upplýsinga og vinnsluaðferða. Tryggja þarf að upplýsingar séu réttar og óskemmdar og að hugbúnaður vinni rétt.
- Tiltækileika (e. availability), þ.e. trygging þess að upplýsingar og þjónusta séu aðgengilegar fyrir notendur með aðgangsheimild, þegar þeirra er þörf.
Upplýsingaöryggi er einnig varðveisla á öðrum eiginleikum s.s. rekjanleika upplýsinga, áreiðanleika, óhrekjanleika og ábyrgð
Í dæmi Víkinga hefur leynd upplýsinga verið rofin og það hefur skapað úflúð. En þar sem knattspyrna er leikur í aðra röndina, þá hefur náðst að ræða málin og líklega bæta skaðann. En ef þetta hefðu verið viðkvæmar upplýsingar hvað persónuvernd eða trúnað þá hefði málið orðið alvarlegra.
Fyrirtæki ættu því að innleiða staðla um upplýsingaöryggi er leitast við að tryggja alla ofangreinda þætti með úttekt og endurskoðun á vinnutilhögun viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar. ISO/IEC 27001 er eini staðallinn sem tekur á upplýsingaöryggi.
Tölvur og tækni | Breytt 24.2.2011 kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 233593
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar