Vindmyllur við Þykkvabæ

Það var áhugaverð aðkoma að Þykkvabæ. Sjálfbær ímynd sem hrífur mann og færist yfir á kartöfluþorpið. Rafmagnið sem myllurnar framleiða er selt inn á kerfi Orku náttúrunnar. Nú vilja Biokraft eigendur vindmyllnanna fjölga myllum og búa til vindmyllugarð. Íbúar Þykkvabæjar eru á móti. Sjónmengun og hljóðmengun eru þeirra helstu rök, þeir vilja búa í sveit en ekki í raforkuveri.

Framleiðslan á að geta fullnægt raforkuþörf um þúsund heimila. Samanlagt afl þeirra 1,2 megavött og áætluð framleiðsla allt að þrjár gígavattstundir á ári.

Mér fannst töff að sjá vindmyllurnar tvær. Við þurfum að nýta öll tækifæri til að framleiða endurnýjanlega orku.

Vindmyllur Þykkvabær

Vindmyllurnar tvær eru danskar, af tegundinni Vestas. Þeir eru festir á 53 metra háa turna. Það þýðir að í hæstu stöðu er hvor mylla liðlega 70 metra há, eða jafnhá Hallgrímskirkju.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurpáll. Vindmyllur raska ekki óstýrilátu gosólgunnar truflunum undir jarðskorpunni, og það er mikill kostur. Þess vegna eru vindmyllur réttlætanlegar að mínu mati. En, einungis mínu mati sem ekki er vísindalegt ná Háskólastimplað og marktæknalega viðurkennt. Ég er bara ómarktæk kerling út í bæ.

En ég (þessi ómartæka kerling útí bæ), vil fá að vita hvort Bretar ætli að flytja alla þessa vindmylluorku úr landi, og láta skrælingja þessa kaupmáttar-launasviknu landsins þræla borga okurpening fyrir orkuna á þrælaeyjunni launaréttindalausu: ÍSLANDI?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.10.2016 kl. 23:26

2 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Sæl Anna Sigríður!

Þykkvabæingar hafa einnig áhyggjur af því að raforkuverð hækki. Telja að þetta sé dýr framkvæmd og dýr orka þar sem líftími myllnanna er svo stuttur og rekstrarkostnaður hár.  Veit ekki hvað þeir hafa fyrir sér í því.

Eftir BREXIT er rafmagnskapall milli Íslands og Bretlands enn fjarlægri.

Sigurpáll Ingibergsson, 9.10.2016 kl. 00:03

3 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Hér er innlegg í umræðuna,  Beislum vindinn eftir Þorbjörn Þórðarson á Fréttablaðinu.

http://www.visir.is/beislum-vindinn/article/2016161019871

Sigurpáll Ingibergsson, 12.10.2016 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 15
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 81
  • Frá upphafi: 226220

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband