8.2.2009 | 12:06
Keane vs. Adebayor
Það verður stríð í köldum Norðurhluta Lundúna í dag á White Hart Lane. Leikurinn á líklega eftir að snúast um nýja liðsmann Spurs, Robbie Keane og manninn sem elskar að skora gegn Spurs, Emmanuel Adebayor. En hann hefur skorað átta mörk í sjö nágrannaleikjum.
Í nýjustu Heimsmetabók Guinnes kemur Nicklas Bentner við sögu. Þar er stór mynd af kappanum, þó ekki í þrívídd. Hann setti ekki beinlínis heimsmet en hann á metið í Ensku úrvalsdeildinni með því að vera fljótastur að skora mark eftir að hafa komið inná á móti Tottenham um jólin 2007. Dananum sterka var skipt inná á 74. mínútu er Arsenal átti horn. Boltinn stefndi beint á koll Bentner og stangaði hann boltann af miklum krafti í markið. Met. Reyndist það sigurmarkið í 2-1 leik.
Leikurinn í dag getur orðið sögulegur fyrir Arsenal. Endi leikurinn með sigri eða jafntefli verður það 19. leikurinn í röð án taps gegn erkifendunum í Úrvalsdeildinni. Svo getur annað annað sögulegt atvik gerst. Uppáhaldsleikmaður Pútin, forseta Rússlands, Andrei Arshavin gæti leikið sínar fyrstu mínútur fyrir Arsenal.
Eftir að hafa rifjað þetta allt upp, þá hallast ég að 2-1 sigri Arsenal, Keane, Adebayor og Bentner með mörkin. Klúður eins og í síðasta leik, 4-4 verður ekki leyft á Lane.
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2009 | 23:37
Dagur stærðfræðinnar - Þríhyringur
Dagur stærðfræðinnar er í dag. Þema dagsins er þríhyrningur. Skemmtilegt fyrir Hornfirðinga. Stærðfræði er grundvöllur ýmissa annarra greina vísinda á borð við eðlis-, verk-, tölvunar- og hagfræði.
Hvet ég áhugamenn um stærðfræði til að taka þátt í stærðfræðigetraun Digranesskóla, Perunni. Það eru oft mjög skemmtilegar þrautir þar. Ég tel mig vera búinn að leysa þraut 117 rétt en vill ekki gefa upp svarið strax. Þekking á þrýhyrningum, hornafræðum og formúla Evklíðs, a2+b2=c2, kemur að notum.
Þríhyrningarnir tveir á myndinni eru einslaga (hafa sömu hlutföll), en eru misstórir.
Hve langt er frá A til O (mælt í cm)?
Vísindi og fræði | Breytt 8.2.2009 kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.2.2009 | 13:23
Þegar ég verð stór...
Föstudagur í dag, falleg helgi framundan. Bretar að snjóa í kaf. Því kemur þetta heimaverkefni mér í hug.
3.2.2009 | 21:31
Hóllinn og Paradísarhola
Þetta minnir mig á fróðlegt fræðsluerindi sem ég fór á árið 2003. Það var var stórkostlegt að hlýða á Bryndísi Brandsdóttur hjá Raunvísindastofnun háskólans og Guðrúnu Helgadóttur frá Hafrannsóknastofnun, kynna niðurstöður úr rannsóknum á landgrunni Norðurlands, "Hafsbotninn á Tjörnesbeltinu". Magnað að sjá fjöll sem minntu á Herðubreið og Keili en flestum óþekkt. Misgengi eins og á Þingvöllum, setlög og gasmyndanir, gígaraðir og landslag sem er sláandi líkt og á landi. Rákir eftir hafísinn frá Ísöld og rákir eftir botnvörpur togara. Á þessari mynd má sjá þekkt fiskimið Grímseyinga, Hólinn og Paradísarholu.
Hafið er okkur að mestu ókunnugt, fyrir utan skipstjórana sem vita hvar einstaka hólar og rennur eru en það eru þeirra fiskileyndarmál. Íslendingar eru eftirbátar annarra þjóða í hafbotnsrannsóknum þó að við byggjum allt okkar á fiskveiðum.
![]() |
Hafsbotninn bætist við Google Earth |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.2.2009 | 10:10
Valkyrie ****
"Meðan aðrir fylgdu skipunum fylgdi hann sannfæringu sinni". Þannig er boðskapur kvikmyndarinnar Valkyrie. Myndin segir frá 20 júlí launráðinu árið 1944 þegar hópur manna reyndi að ráða Hitler af dögum og koma nasistum frá völdum og snúa sér til bandamanna.
Alþingismenn Íslendinga eiga að fylgja sannfæringu sinni, þeir sverja þess eið en alltof oft hafa flokkshagsmunir verið teknir framfyrir þjóðarhagsmuni. Stundum getur verið erfitt að synda á móti straumnum og afleiðingarnar geta orðið skelfilega fyrir viðkomandi en orðstýr deyr eigi.
Tom Cruise leikur byltingarmanninn Claus Schenk Graf von Stauffenberg og fékk hlutverkið út af því að hann líktist aðalpersónunni. Tom er umdeildur leikari en kemst vel frá þessari mynd.
Ég hafði gaman að sjá hvernig áætlunin Valkyrja var hugsuð. En nafnið er sótt til óðsins Ride of the Valkyries eftir Wagner. Valkyrja er kvenkyns persóna úr norrænni goðafræði sem hafði það hlutverk að sækja fallna hermenn og koma þeim til Valhallar. Áætlun Valkyrja er ekkert annað en áætlun um rekstrarsamfellu en ég er mikill áhugamaður um það efni.
Lýsingin og áferðin er flott, einnig er mikið lagt í hljóðið. Því er þetta mynd sem vert er að horfa á í kvikmyndahúsi. Ekki hlaða svona verki niður af ólöglegu vefsvæði.
Helsti galli við myndina er að Þjóðverjarnir tala ensku til að uppfylla kröfur markaðarins en það er miklu tignalegra að heyra Hitler og Stauffenberg tala móðurmálið.
Þetta er mynd sem áhugamenn um seinni heimsstyrjöldina verða að sjá. Ekki er verra að hafa í huga að lesa bók sem kom út um jólin um sama efni.
26.1.2009 | 13:31
Minn tími mun koma
Er hann loks kominn hjá Jóhönnu?
25.1.2009 | 11:41
Slumdog Millionaire ****
Ég er einn af þeim mögru sem hafa gaman að spurningaþáttum. Ég fylgist með flestum spurningaþáttum sem boðið hefur verið uppá hérlendis og einn af þeim var, Villtu vinna milljón.
Nú er komin góð mynd í kvikmyndahúsin, Slumdog Millionaire eftir bókinni Viltu verða milljónamæringur? eftir indverska höfundinn Vikas Swarup. Kvikmyndin sem leikstýrð er af Bretanum Danny Boyle, fjallar um fátækan indverskan dreng, Jamal Malik, sem nær alla leið, en það virðast hafa verið örlög hans að vinna. Hann er uppruninn úr fátæktarhverfi Mumbai og því kemur það þáttargerðarmönnum á óvart að hann skuli taka allan pottinn. Hann lendir í ströngum yfirheyrslum og segir viðburðaríka sögu sína. En flest svörin hafði hann upplifað í fátækri æsku.
Myndataka er góð og mikil litadýrð. Mörg atriðin vel gerð, sérstaklega þegar löggur elta drengina inn í fátæktarhverfið. Þá er hvert skot þaulhugsað og áhorfandinn fær að kynnast lífinu í þorpinu. Myndin minnir mig á brasilísku myndina City of Gods, en þar var sögð saga ungs drengs úr fátæktarhverfum Rio sem fann tilgang í lífinu með því að taka fréttaljósmyndir.
Myndin spyr spurninga um örlög, ráðvendni, græðgi og jafnvel þéttleika byggða. Inni í myndina fléttast ástarsaga. Leikurinn er ágætur og standa litlu krakkarnir sig frábærlega, gleðin skín úr andlitum þeirra.
Slumdog Millionaire er fersk og skemmtileg mynd sem sýnir okkur misskipt Indland. Hún er tilnefnd til Óskarsverðlauna og hefur þegar unnið Golden Globe verðlaunin. Hugmyndin að sögunni er frumleg. Ég prófaði mig áfram í síðasta þætti af ÚtSvari á föstudaginn.
Í stóru fimmtán stiga spurningunum í viðureign Álftanes og Ísafjarðar var spurt um hlaupara sem unnið hafði Ólympíugull í 5 km, 10 km og maraþonhlaupi á Ólympíuleikunum í Finnlandi 1952. Svarið var Emil Zátopek. Ef ég hefði fengið þessa spurningu þá hefði ég getað svarað henni og sagan á bak við hana er:
Þegar Finninn Lasse Virén var að vinna langhlaupin á Ólympíuleikunum 1976, sagði dönskukennarinn okkar, Heimir Þór Gíslason okkur eftirminnilega sögu, á Íslensku í tímum. Hann sagði okkur frá tékkanum Emil Zátopek sem var ofurmannlegur. Hápunktur sögunnar var þegar hann ákvað á síðustu stundu að vera með í maraþonhlaupinu sem hann vann. Þetta nafn hefur síðan stimplast í hausinn á mér. Maður lærði meira en dönsku í dönskutímunum hjá Heimi. Sérstaklega eru minnisstæðar sögurnar af Molbúunum.
Önnur stór spurning var um sund eitt í Tyrklandi. Svarið var Bosporussund. Mér fannst það frekar létt fimmtán stig. En sagan á bak við svarið er sú að ég hef nokkrum sinnum heyrt minnst á sund þetta. En síðasta upprifjun er minnisstæð. Á síðasta ári fór vinur minn sem er verkfræðingur í ferðalag, m.a. til Tyrklands og þar með komst hann til Asíu. Hann sendi mér mynd af Bosporussundi. Með henni fylgdi textinn, "Evropa og Asia Bosborus". Ég á enn þessa mynd í farsíma mínum, hinar þrjár sem eru til í Inboxinu, eru af fallegum konum!
Svona geta flestir fundið sögur á bakvið svörin í spurningarkeppnum. Ein spurning í lokin, milljón króna spurning. Hvað hétu skytturnar þrjár?
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.1.2009 | 13:14
Samstöðumótmæli á Hornafirði?
Öflugustu mótmæli frá árinu 1949 hafa staðið yfir síðustu daga. Hápunkturinn náðist á þriðjudaginn. Í kjölfarið voru haldin samstöðumótmæli á Akureyri og Egilsstöðum. Þau hafa einnig verið haldin á Ísafirði og í Mývatnssveit. Hins vegar hefur ekkert heyrst um mótmæli frá Hornafirði. En Hornfirðingar eru nú seinir til uppistands.
En hvernig væri að blása til samstöðusóknar. Það væri gráupplagt að halda þau við gamla kaupfélagshúsið. Halldór Ásgrímsson, holdgerfingur hrunsins bjó þar fyrstu ár ævi sinnar.
Halldór er guðfaðir kvótakerfisins, ófreskjunnar sem við sitjum nú uppi með. "Kvótakerfið varðaði veginn inn í sjálftökusamfélagið".
Hann er guðfaðir Kárahnúkavirkjunar sem hratt af stað ofþenslu í hagkerfinu. Í skýrslu frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum má lesa eftirfarandi setningu: "Hin langvinna þensla hagkerfisins, sem fjárfestingar í áliðnaði hrutu af stað og var viðhaldið með snaraukinni einkaneyslu, og greiður aðgangur að fjármagni ýtti undir, ól af sér ójafnvægi í þjóðarbúskap og gerði fjármálakerfið berskjaldað fyrir utanaðkomandi áhrifum."
Auk þess eru hreinar orkulindir Íslands gífurlega verðmæt eign og hún er seld lægstbjóðanda.
Hann var annar af arkitektum stuðnings Íslands við Íraksstríðið. Einum svartasta blett Íslandssögunnar.
Íslendingar eru að uppskera núna óríkulega eftir þessa hörmulegu sáningu. Því eiga samstöðumótmæli á Hornafirði vel rétt á sér. Í hjarta bæjarins þar sem héraðslaukurinn ólst upp. Það væri gaman að heyra í mótmælendum frá Hornfirði.
Hvað segir bloggvinur minn Þórbergur Torfason um það?
20.1.2009 | 17:03
Yes We Can day
Hann er sögulegur dagurinn í dag. Í Bandaríkjunum verður hans minnst sem Yes We Can day dagsins er Obama tók við lyklavöldum í Hvíta húsinu. Á Íslandi verður hans minnst sem kröftugs mótmæladags er Alþingi var sett.
Ég held að það verði breytingar á Íslandi. Já, við getum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2009 | 17:01
Í stígvélin - Get On Your Boots
Heyrði í morgun hjá nafna í Popplandi nýjasta lag U2, Get On Your Boots. Það er forsmekkurinn af nýju plötunni, "No Line on the Horizon".
Þetta er kraftmikið lag sem vinnur á við hverja hlustun. Það er frábrugðið því sem sveitin hefur verið að skapa á öldinni. Bassinn hjá Clayton er þungamiðjan í laginu og aðrir meðlimir sveitarinnar koma með innslög.
Markaðsdeildin hjá U2 er öflug. Platan nýja sem kemur út 2. mars og verður í fimm útgáfum. Vinyl, hefðbundið CD með 24 blaðsíðna bæklingi, Digipak format, Magazine format og Box format. Ætli maður endi ekki á þeirri veglegustu.
Hér er lagalistinn á Línulausa sjóndeildarhringnum:
1. No Line On The Horizon
2. Magnificent
3. Moment of Surrender
4. Unknown Caller
5. I'll Go Crazy If I Don't Go Crazy Tonight
6. Get On Your Boots
7. Stand Up Comedy
8. Fez - Being Born
9. White As Snow
10. Breathe
11. Cedars Of Lebanon
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.7.): 1
- Sl. sólarhring: 22
- Sl. viku: 90
- Frá upphafi: 236907
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 79
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar