30.1.2011 | 11:33
Chapman-dagurinn
Arsenal - Huddersfield Town í dag í enska bikarnum. Það er því Chapman-dagur í dag hjá Arsenal-mönnum. En tengingin á milli þessara liða er hinn farsæli knattspyrnustjóri, Herbert Chapman (1878-1934).
Chapman byggði upp Hudderfield Town liðið og vann með þeim bikarinn árið 1922 og deildina 1924. En þá tók hann við Arsenal. Hudderfield vann ensku deildina næstu tvö ár.
Það tók Chapman fimm ár að byggja upp óvígan her á Highbury. Árið 1930 vann liðið enska bikarinn og ensku deildina, 1931, 1933, 1934 og 1935.
Chapman var ekki bara góður í að þróa góð leikkerfi. Hann hafði einnig mikil áhrif á umgjörð leiksins. T.d. nýtti hann þjónustu læknaliðs, bætti aðgengi áhorfenda og nýtti flugvélar fyrir leikmenn í löngum ferðalögum. Einnig sá hann kosti flóðlýsingar á leikvöllum og númer á treyjum leikmanna voru fyrst kynntar til sögunnar á Highbury.
Hann var farsæll stjóri og gerði Arsenal að ríkasta félagi Englands. Því gátu menn leyft sér ýmislegt en margar af hugmyndum hans fengu ekki brautargengi á Englandi út af kostnaði fyrir félögin en síðar sáu menn ávinninginn.
Um aldamótin var Herbert Chapman valinn besti stjóri allra tíma af hinu virta dagblaði The Times.
Mynd tekin í marmarahöllinni á Highbury, þann 1. apríl 2005 í hópferð Arsenal-klúbbsins á leik Arsenal við Norwich City sem endaði 4-1. Á myndinni er brjóstmynd af Herbert Chapman og bloggara.
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2011 | 12:42
Þorrabjór
Ég sakna Suttungasumbls þorrabjórs frá Ölvisholti á þorranum í ár. Þeir hafa bætt bjórmenninguna hér á landi.
Í boði eru fjórar tegundir af þorrabjór á þorra. Jökull þorrabjór, Kaldi þorrabjór og Egils þorrabjór og Þorrabjór frá Víking. en það er í fyrsta skipti frá árinu 1998/1999 sem þeir bjóða upp á vöruna. Voru allir bjórarnir í 330 ml flöskum og blind smökkun.
Smökkunarmenn þorrabjórsins voru mjög ánægðir með gæði og breidd íslenska þorrabjórsins og voru stoltir yfir því að geta á góða kvöldstund með íslenskri bjórframleiðslu og þjóðlegum íslenskum mat.
Jökull þorrabjór er með mikilli karamellu og því er mikil jólastemming í bjórnum en mjöðurinn er bruggaður eftir þýskri bjórhefð. Var hann dekkstur bjóranna og greindu menn ristað maltbragðið vel. Vatnið úr Ljósufjöllum á Snæfellsnesi er vottað og innihaldið án rotvarnarefna.
Kaldi þorrabjór fer vel með ristað tékkneskt-malt, með ríkt langt og sterkt humlabragð og undir karamellu áhrifum. Hann er laus við rotvarnarefni. Fundu menn fyrir tékkneskum Saaz-humlaáhrifum. Tilvalið að taka með Stinnings-Kalda í leiðinni úr Vínbúðinni.
Víking þorrabjór er með frísklegri beiskju og ríkt humlabragð sem hentar vel með þorramat. Þeir eru með fjórar gerðir af byggi og hveitimalts ásamt blöndu af bæverskum, enskum og amerískum humlum.
Egils þorrabjór er hlutlausastur þorrabjóranna. Ölgerðarmenn taka ekki mikla áhættu. Þeir eru stoltir af því að nota íslenskt bygg í framleiðslunni en ég hef grun um að það sé mikið blandað erlendu byggi. Ágætis ímyndaruppbygging hjá Agli og styrkir sjálfsmyndina á Þorra.
Stemming fyrir árstíðabundnum nýjungum er mikil. Jólabjórinn rokseldist enda mikil gæði í íslenskum brugghúsum. Því ætti þorrabjór að ganga vel í landann á þorra. Ég mæli helzt með þorrabjórunum frá Kalda og Jökli. Víking er með athyglisverða humlasprengju en Egill tekur alltaf minnsta áhættu.
Markaðsdeildir bruggsmiðjanna mega bæta upplýsingaflæðið á heimasíðum sínum.
Allt hefur hækkað frá síðasta ári, nema launin. En hækkunin á þorrabjór er innan þolmarka.
Tegund | Styrkur | Flokkur | Verð | Hækkun | Lýsing |
Egils þorrabjór | 5,6% | Lager | 339 | 6,2% | Ljósgullinn. Létt fylling, þurr, ferskur, miðlungsbeiskja. Blóm, ljóst korn, pipar. |
Jökull þorrabjór | 5,5% | Lager | 352 | 1,4% | Rafbrúnn. Létt fylling, lítil freyðing, þurr, mildur, lítil beiskja. Rúgbrauð, karamella, baunir. |
Kaldi þorrabjór | 5,0% | Lager | 349 | 8,4% | Rafgullinn. Létt fylling, þurr, ferskur, lítil beiskja. Maltbrauð, karamella, hnetur. |
Víking þorrabjór | 5,1% | Lager | 315 | Nýr | Ljósgullinn. Meðalfylling, þurr, ferskur, miðlungsbeiskja. Malt, korn, grösugir humlar |
21.1.2011 | 22:22
A.13.2.3 Öflun sönnunargagna
Nú er spurningin um hvernig verklagi hjá tölvudeild Alþingis er háttað. Sem betur fer eru svona mál ekki algeng en búast má við fleiri svona málum í framtíðinni.
En ljóst er að fyrirtæki og stofnanir á Íslandi þurfa að taka sig verulega á. Svo mikið hefur verið af upplýsingaleka í miðlum upp á síðkastið.
A.13 .2.3 Öflun sönnunargagna
Þegar aðgerð gegn einstaklingi eða fyrirtæki í kjölfar upplýsingaöryggisatviks felur í sér málshöfðun (hvort heldur samkvæmt einkamálarétti eða refsirétti), ætti að afla sönnunargagna, varðveita þau og leggja þannig fram að þau uppfylli þær reglur um sönnunargögn sem gilda í viðkomandi lögsagnarumdæmi (-um).
Ljóst er að ekki hefur verið farið eftir verklagsreglum í þessu máli ef þær eru á annað borð til.
Í ISO/IEC 27002 Starfsvenjur fyrir stjórnun upplýsingaöryggis segir meðal annars.
Þegar fyrst verður vart við upplýsingaöryggisatburð kann að vera óljóst hvort atburðurinn muni leiða til málshöfðunar.
Því er hætta á að nauðsynlegum sönnunargögnum sé eytt af ásetningi eða vangá áður en ljóst verður hversu alvarlegt atvikið er. Mælt er með því að hafa samráð við lögfræðing eða lögreglu þegar á fyrstu stigum fyrirhugaðrar málshöfðunar og afla ráðgjafar um þau sönnunargögn sem þörf er á.
Sönnunargögn geta farið yfir mörk milli fyrirtækja og lögsagnarumdæma. Í slíkum tilvikum ætti að tryggja að fyrirtækið hafi rétt til að afla nauðsynlegra upplýsinga
Fleiri ráðstafanir (stýringar) hafa verið brotnar í þessu skrautlega hlerunarmáli.
![]() |
Fagmaður að verki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.1.2011 | 23:07
Bleiki pardusinn
Vika Bleika Pardusins var að enda í Bíó Paradís. - Ég fór á kvikmyndina, Pink Panter Stirikes Again.Alveg meiriháttar mynd og Peter Sellers var stórkostlegur í hverju atriðinu á fætur öðru sem leynilöggan og hrakfallabálkurinn Inspector Clouseau.
Framleiðandi myndanna í bálknum um bleika pardusinn, Blake Edwards lést í síðasta mánuði og voru allar fimm myndirnar sýndar í vikunni í minningu hans. Fallegt og flott framtak hjá Bíó Paradís.
Það eru að verða 30 ár síðan ég sá þessa stórskemmtilegu mynd í Sindrabæ á Hornafirði og eldist hún mjög vel. Húmorinn lifir. Peter Sellers er stórmagnaður með sinn franska hreim. Kalda stríðið er í bakgrunni. Maður var ekki laus við smá nostalgíu.
Nú verður maður að kaupa alla Pink Panter diskana á Amazon. Þetta er klassík.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2011 | 22:03
Mosfell (276 m)
Nýju gönguári var heilsað með fjölskylduferð á Mosfell í Mosfellsdal. Það var strekkingur af norðan í Mosfellsdal og mun meiri vindur en í Kópavogi. Gengið var eftir stikaðri leið á topp fellsins en það er talið vera 300-500 þúsund ára gamalt og myndaðist eftir gos undir jökli.
Það blés vel á göngumenn á toppnum og var mikil vindkæling. Litlir fætur stóðu sig mjög vel og kvörtuðu ekki.
Á bakaleiðinni var farin lengri leið og komið niður Kýrdal. Þegar inn í dalinn var komið datt á dúnalogn og hitnaði göngumönnum vel. Mikill munur á veðri á 200 metrum.
Mosfell er helst þekkt fyrir að gefa sveitinni sinni nafn og einnig fyrir að Egill Skallagrímsson bjó undir því síðustu ár æfi sinnar um árið 1000. Silfur Egils er skemmtileg ráðgáta.
Kvöldið endað með glæsilegri veislu.
Dagsetning: 8. janúar 2011
Hæð: 276 metrar
Hæð í göngubyrjun: 74 metrar, við Mosfellskirkju
Hækkun: 202 metrar
Uppgöngutími: 65 mín (14:15 - 15:20)
Heildargöngutími: 125 mínútur (14:15 - 16:20)
Erfiðleikastig: 1 skór
GPS-hnit varða: N: 64.11.694 - W: 21.38.020
Vegalengd: 4,8 km
Veður kl. 15 Skálafell: -9.8 gráður. Raki 102%
Veður kl. 15 Reykjavík: -2.8 gráður, NA 5 m/s. Raki 64% skyggni 60 km.
Þátttakendur: Fjölskylduferð, 7 manns
GSM samband: Já
Gönguleiðalýsing: Lagt af stað frá Mosfellskirkju sem reist var 1965. Þaðan gengið eftir stikaðri leið að hæsta punkti. Eftir að honum var náð var gengið að vörðu næst brúninni og horft yfir borgina. Sama leið gengin til baka en haldið lengra og komið niður í Kýrdal. Það er rúmum kílómeter lengri ganga.
Heimir Óskarsson á hæsta punkti Mosfells. Kistufellið er densilegt í bakgrunni.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2010 | 12:01
Svínafellsjökull minnkar
Í uppgjöri Svínafellsjökuls á því herrans ári 2010 kemur eflaust fram að hann hefur minnkað.
Í nýjasta hefti Jökuls (No 59, 2009), fjallar Oddur Sigurðsson um jöklabreytingar. Um Svínafellsjökul árin 2006-2007 segir: Neskvísl sem rann frá jöklinum i Skaftafellsá er nú hætt að renna. Allt vatn frá jöklinum fer nú um Svínafellsá.
Einnig eru mælingar á stað 2 athyglisverðar en Guðlaugur Gunnarsson hefur séð um þær. Á árunum 1930-1960 hopaði hann um 403 metra. Skriðjökullinn bætti við sig 3 metrum á tímabilinu 1960-1990. Hann hörfaði um 96 metra 2003-2004 og 2 metra 2006-2007. Hopið síðustu kreppuár er augljóst.
Á stað 3 eru meiri breytinagar á Svínafellsjökli: Hop um 2.342 metra 1930-1960; Hop um 281 metra 1960 til 1990 og 72 metrar 2003-2004.
Ég átti leið að jöklinum í vikunni og fór í gönguferð á Svínafellsjökli með fjallaleiðsögumanninum Einari Sigurðssyni hjá Öræfaferðum. Þetta er stórbrotin ferð, áhrifamikil og mjög lærdómsrík.
Það er svo margt sem jöklarnir vita og við vitum ekki um. Okkur birtast svipir góðs og ills sem mótuðust í iðrum breðans á meðan aldirnar líða.
Atriði í kvikmyndin, Batman Begins voru tekin við Svínafellsjökul í Öræfasveit árið 2004 og sést vel í einu bardagaatriðinu í jökulinn. Ég tók mynd af sama stað sex árum síðar og munurinn er gríðarmikill.
Hér er bardagaatriði úr Batman-myndinni (4:22):
Liam Neeson og Christian Bale að berjast við jaðar Svínafellsjökuls á frostlögðu vatni.
Mynd tekin í lok árs 2010 á sama stað:
Bardagahetjurnar börðust á svellinu sem er í forgrunni og yfirborð jökulsins hefur lækkað mikið og jaðarinn hörfað. Hér eru ekki nein tæknibrögð í tafli heldur er jörðin að hlýna.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2010 | 08:14
Hálfmánar
Það er ekkert betra en að borða hálfmána og horfa á almyrkva á tungli um leið. Stórmerkilegt, fullt tungla, stysti dagur ársins, vetrarsólstöður og almyrkvi.
Ég man eftir einni Tinnabókinni, Fangar í sólarhofinu, en þá bjargað Tinni sér og félögum á ævintýralegan hátt frá aftöku með því að frétta af sólmyrkva en það er önnur birtingamynd myrkva.
Nú er máninn kolsvartur og hálfmáninn búinn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.12.2010 | 18:27
ABBAABBAAB-kerfið
Ekki kom þessi niðurstaða á óvart. Liðið sem hefur keppni vinnur oftar. Í leik Paraguay og Japan í HM í sumar höfðu leikmenn Paraguay í vítaspyrnukeppni eftir daufan leik. Þeir hófu vítaspyrkukeppnina. Ég skrifaði bloggfærslu þá:
"Mér finnst það lið sem hefur vítaspyrnukeppni vinna oftar, það væri gaman að fá spekinga til að fara í gegnum tölfræðina.
Af hverju, ein skýring er sú að þegar mark kemur úr fyrstu vítaspyrnu þá er meiri pressa á næsta leikmanni."
ABBAABBAAB-kerfið er ekki galin útfærsla. Það þarf að prófa það. Eini gallin er að þetta virðist flókið, bæði fyrir leikmenn og áhorfendur en eflaust sanngjarnara.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2010 | 10:36
Heimsfrægt Eyjafjallagos
Í frétt á visir.is í dag kemur fram að gosið í Eyjafjallajökli síðasta vor er einn af fimm stærstu atburðum ársins á heimsvísu. Þetta kemur fram í árlegri úttekt leitarvélarinnar Google, en auk gossins voru talin til jarðskjálftinn á Haítí, Vetrarólympíuleikarnir í Vancouver, olíuslysið í Mexíkóflóa og Heimsmeistaramótið í knattspyrnu.
Ég hef fylgst með vinsældum Eyjafjallajökuls á árinu og mælt hvað mörg svör koma á Google leitarvélinni en hún er orðin ákveðin mælikvarði á vinsældir hluta.
24.04.2010 5.650.000
23.05.2010 6.970.000
30.06.2010 21.200.000
27.09.2010 1.130.000
11.12.2010 1.070.000
Eyjafjallajökull nær því rétt að merja IceSave um þessar mundir en það leiðindamál kemur 1.030.000 sinnum upp hjá Google.
Eldgosið í Eyjafjallajökli hófst 14. apríl og þann 17. apríl lá flug niðri í Evrópu og var 17.000 ferðum aflýst. Gosinu lauk 23. maí. En jarðarbúar hafa átt eftir að vinna úr lífreynslu af gosi frá E15 og einnig hefur herferðin Inspired by Iceland vakið athygli á breðanum í júní en þá þrefaldast leitarniðurstöður. Síða leita niðurstöður um Eyjafjalla skallann jafnvægis.
Leitarorðið Ísland sýnir 52.900.000 niðurstöður og Iceland rúmlega tvöfalt meira, 110.000.000 niðurstöður.
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 10:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2010 | 12:05
Stuxnet
Stuxnet (W32.Stuxnet) er öflugur ormur sem hefur verið hannaður til að skaða orkuveitur. Hann fannst fyrst í Íran í sumar og er óværan mjög vel skrifuð. Útbreiðsla hans er mest í Íran, Indlandi og Indónesíu.
Ormurinn er frægur fyrir það að vera sá fyrsti sem stundar iðnaðarnjósnir.
Orkufyrirtæki eru væntanlega með allar stýritölvur aðskildar frá Internetinu en helsta hættan er USB vasaminni (flash drive).
Uppfæra þarf hugbúnað og sýktur kubbur getur valdið ómældum skaða.
Um miðjan september kom Microsoft með plástur fyrir óværunni
Hér er ágætis myndband sem sýnir hvernig ferlið er hjá iðntölvu (PLC).
http://www.symantec.com/tv/products/details.jsp?vid=673432595001
Áhættusamt er að notast við USB vasaminni innan netkerfis fyrirtækis ef viðkomandi kubbur er einnig notaður utan þess. Af þeim sökum er hættulegt þegar þjónustuaðilar iðntölva nota USB vasaminnis til að uppfæra kerfi hjá orkufyrirtækjum þar sem sama vasaminni fer á milli margra aðila.
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.7.): 2
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 129
- Frá upphafi: 236838
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 99
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar