10.12.2011 | 14:37
Örugg fram í maí 2012
Gott ađ fá ţetta vísindalega stađfest međ spennu í berginu. Afkomumćlingar sýna ađ 9 til 12 metrar bćtast ofan á Mýrdalsjökul yfir veturinn.
Vísindamennirnir sem skrifa í ScienceNews telja umdeildu gosin međ sem komu öll í júlí, óróann áriđ 1955, 1999 og núna í ár en gosiđ 1918 var alvöru.
Kíkjum á síđustu eldgos í Kötlugjánni.
Ár | Dagsetning | Goslengd | Hlaup | Athugasemd |
1918 | 12. október | 3 vikur + | 24 | Meiriháttar gos |
1860 | 8. maí | 3 vikur | 20 | Minniháttar |
1823 | 26. júní | 2 vikur + | 28 | Minniháttar |
1755 | 17. október | 4 mánuđir | 120 | Risagos |
1721 | 11. maí | Fram á haust | >100 | Mikiđ öskugos |
1660 | 3. nóvember | Fram á nćsta ár | >60 | Öskufall tiltölulega lítiđ |
1625 | 2. september | 2 vikur | 13 | Minniháttar, flóđ frá 2.-14. sept. |
1612 | 12. október | Minniháttar | ||
1580 | 11. ágúst | Öflugt, Urđu ţytir í lofti |
En taliđ er ađ um 15 önnur eldgos hafi orđiđ í Kötlugjánni frá landnámi.
Allt stemmir ţetta og ţví getum viđ sofiđ róleg yfir Kötlu framí maí 2012. Október er líklegastur.
Heimildir:
Katla, saga Kötluelda, Werner Schutzbach, 2005
Jöklar á Íslandi, Helgi Björnsson, 2009
![]() |
Katla virkari á sumrin |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Vísindi og frćđi | Breytt s.d. kl. 14:38 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
3.12.2011 | 19:56
Senn bryddir á Kötlu
BBC hefur áhyggjur af Kötlugosi. Fjölluđu ţeir um komandi eldgos í grein í gćr, "New Icelandic volcano eruption could have global impact". Eru ţeir minnugir Eyjafjallagosinu í maí 2010 og áhrif ţess á flugumferđ.
Fjölmiđar víđa um heim hafa vitnađ í fréttina og endurómađ áhyggjur sínar.
Jarđeđlisfrćđingar eru hógvćrir og gefa yfirlitt lođin svör ţegar ţeir eru beđnir um ađ spá fyrir um nćsta gos eđa hve lengi gosiđ muni standa yfir sé ţađ í gangi. En ég man eftir einni undantekningu.
Spáir Kötlugosi innan fimm ára
Áriđ 2004 kom góđur greinarflokkur í Morgunblađinu um Kötlu og spáđi Freysteinn Sigmundsson, jarđeđlisfrćđingur og forstöđumađur á Norrćnu eldfjallastöđinni, ţví ađ Katla myndi gjósa eftir 2-3 ár eđa í mesta lagi eftir 5 ár. Hann segir ţrjú merki benda til ţess ađ Kötlugos verđi á nćstu árum.
"Viđvarandi landris, aukin jarđskjálftavirkni og aukinn jarđhiti á undanförnum árum. Ţessi ţrjú merki hafa veriđ viđvarandi frá árinu 1999 og ţađ virđist ekki draga neitt úr atburđarásinni. Ţess vegna tel ég ađ fjalliđ sé komiđ ađ ţeim mörkum ađ ţađ bresti á allra nćstu árum,"
Nú er áriđ 2012 ađ og ekki bólar á gosi sem senn kemur en mikill órói hefur veriđ og í október mćldust 512 skjálftar í Mýrdalsjökli. Ţrjú ár fram yfir gosspá eru heldur ekki langur tími ţegar jarđsagan er undir.
Ţađ er ţví gott ađ gefa ekki upp tíma í jarđvísindaspám. Dćmin sanna ţađ.
Katla - Saga Kötluelda
Í bókinnk Katla - Saga Kötluelda eftir Svisslendinginn Werner Schutzbach er saga Kötluelda rakin frá landnámi. En eiga Kötlugos ađ koma okkur í opna skjöldu? Um Kötlugos 12. október 1918 segir:
"Kötlugosiđ haustiđ 1918 telst til hinna meiri háttar gosa og ţađ stóđ yfir í rúmar ţrjár vikur. Aska sem kom upp, dreifđist yfir stór svćđi, en einkum til norđausturs."
Ađdragandi Kötluelda"Ţegar nokkru fyrir gosiđ veittu menn ţví athygli, ađ austurhluti Mýrdalsjökuls lyftist lítt eitt, en vesturhlutinn, sem sýr ađ Mýrdal, seig svo ađ klettar komu í ljós, sem áđur voru huldir ís. Allt sumariđ var Múlakvísl nćr vatnslaus og af ám, sem falla til austurs, var óvenjuleg brennisteinslykt. Mönnum kom ţví ekki í hug, ađ Katla kynni ađ fara ađ gjósa.
Rúmri klukkustund eftir hádegi hinn 12. október 1918, ţađ var laugardagur, fannst í Mýrdal stuttur og snarpur jarđskjálftakippur, svo ađ hrikti í húsum. Lausir smámunir duttu úr hillum og af veggjum. Voru svo í hálftíma sífelldar smáhrćringar og titringur, og mönnum sýndist jörđin ganga í bylgjum. Skömmu síđar sást öskumökkur stíga upp yfir jöklinum. Hann var ađ sjá frá Vík rétt fyrir vestan fjalliđ Höttu. Hann var hvítur í fyrstu, en dökknađi fljótt. Um kvöldiđ var hann kolsvartur. Veđur var rólegt og hćgur vestanvindur, svo ađ öskumökkurinn hallađist dálítiđ til austurs."
Um Kötluhlaup segir:"Rétt eftir ađ öskustólpinn steig upp, ruddist jökulhlaup fram. Menn sem gengu á fjalliđ Höttu nálćgt Vík, ţegar gosiđ var nýbyrjađ, sáu geysimikinn ljósbrúnan massa vella fram. Hann ţyrlađi upp miklum sandi og ryki. Flóđiđ streymdi bćđi í farveg Múlakvíslar og yfir Sandinn í átt til Sandvatns og ruddi međ sér feiknum af grjóti, möl og ísblökkum. Ţegar ţessi flóđalda sjatnađi um fimmleytiđ, geystist enn meira flóđ međ ótrúlegum hrađa yfir Mýrdalssand og kaffćrđi hann allan vestanverđan."
Kötlugosiđ 1918 koma ţví mönnum á óvart og flóđiđ ćddi öflugt fram í byrjun hamfaranna. Ţví eru mćlingar í dag nauđsynlegar og stórfrlóđlegt lćrdómsferli fyrir jarđvísindamenn okkar. Vonandi verđa spárnar nákvćmari í kjölfariđ.
Látum Kötlu húsráđskonu enda fćrsluna međ sínum fleyga muldri er sýran fór ađ ţrotna í kerinu í Ţykkvabćjarklaustri: "Senn bryddir á Barđa"
Laufskálavörđur á Mýrdalssandi međ Kötlu í baksýn. Litlu vörđurar sem ferđamenn hafa hlađiđ eiga ađ bođa gćfu fyrir ferđalagiđ yfir sandinn. Í öflugu Kötluhlaupi gćtu ţessar vörđur hofiđ í sandinn.
![]() |
Víđa fjallađ um Kötlu |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Vísindi og frćđi | Breytt 4.12.2011 kl. 15:24 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2011 | 17:59
DO Lykilmađur í efnahagshruni ađ mati Time
Áriđ 2009 birti hiđ virta tímarit Time 25 manna lista yfir ţá ađila sem bera mesta ábrygđ á efnahagshruninu sem nú hefur gengur yfir okkur. Hinn mikli rćđumađur á Landsţingi Sjálfstćđismanna, DO komst á listann illu heilli.
Mađur er steini lostinn ţegar fréttir berast ađ ţví ađ ţegar ţessi mađur gengur í salinn, ţá standa allir Sjálfstćđismenn upp og klappa. Hverslags samkoma er ţetta eiginlega?
Ný smjörklípa var fundin upp:
Ţeir sem vilja velferđ geta flutt út međ Norrćnu
Mikil speki hjá Davíđ sem gerir allt rétt. EF Seđlabankinn međ Davíđ í öndvegi hefđi ekki keypt "ástarbréf" af bönkunum upp á hundruđ milljarđa sumariđ 2008, ţá hefđi bankinn ekki orđiđ gjaldţrota.
Gjaldţrot Seđlabankans kostađi okkur lágmark 175 milljarđa króna og ein af afleiđingum ţess er sumir kaupa miđa međ Norrćnu. Sé ţeirri upphćđ deilt jafnt yfir landsmenn er kostnađurinn rúmlega 550.000 krónur á hvern Íslending eđa 2,2 milljónir króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu.
Ekki er Time Baugsmiđill, nú ţarf ađ finna ađra smjörklípu í Evrópuklofinni Valhöll.
15.11.2011 | 22:37
Busavígsla í Pentlinum
Ţegar siglingar međ fisk voru stundađar af kappi til Hull og Grimsby heyrđi mađur margar sögur af "Pentlinum" og ţeim mikla straum sem liggur um hafsvćđiđ norđan Skotlands viđ Orkneyjar.
Nokkrar sögur gengu af ţví er skipiđ, yfirleitt í vondu veđri og alveg ađ verđa olíulaust, gekk á fullum hrađa áfram, 12 mílur en fćrđist aftur um tvćr mílur á siglingartćkjunum. En alltaf enduđu ţessar sögur vel.
Ein hefđ er ţó haldin ţegar sjómenn fara í gengum hinn frćga Pentil í fyrsta skiptiđ. En ţar eru ţeir busađir.
Ég var togarasjómađur á Ţórhalli Daníelssyni, SF-71 og seldum viđ í Hull í nóvember 1985. Ekki sluppum viđ viđ busun en hún var meinlaus en skemmtileg. Ég á enn til verđlaunin sem ég fékk eftir ađ hafa tekiđ viđ smá sjó úr Pentilnum. Ró og skinna í benslagarni. Geymi "Pentil-orđuna" hjá hinum verđlaunapeningum mínum.
Ţessi busavígsla er ekkert á viđ ţađ sem ungi sjóveiki drengurinn sem lenti í svona vćgri busun hjá skipsfélögum sínum í fyrstu veiđiferđ. Manni verđur óglatt viđ ađ lesa niđurstöđu dómsins og skuggi fellur á hetjur hafsins.
Gott hjá stráknum og móđur hans ađ kćra máliđ. Vonandi verđur ţađ til ađ vekja umrćđu og aga sjómenn.
![]() |
Níddust á 13 ára dreng í veiđiferđ |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Breytt 16.11.2011 kl. 11:25 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2011 | 16:20
Fimm snilldarmörk Arsenal á Brúnni
Frábćr hádegisleikur á Brúnni. Í leik mikilla varnarmistaka en fyrir vikiđ varđ leikurinn bráđfjörugur.
Robin van Persie gerđi frábćra ţrennu en besta mark leiksins gerđi Theo Walcott en hann var felldur en reis upp eins og fuglinn Fönix og kom Arsenal í 2-3 forystu međ frábćrri baráttu, hrađa og útsjónarsemi. Walcott hefur stađiđ sig vel gegn Chelsea og líkar honum vel viđ ađ spila gegn ţeim.
Gamli refurinn Nigel Winterburn skrifađi í einhvern blađadálk um líklegt byrjunarliđ. Hannn var međ 10 rétta, en setti Arshavin í stađ Walcott. Eins gott ađ gamli góđi Winterburn er ekki stjórinn. Viđ hefđum kannski unniđ 0-1 í stađinn!
Per Mertesacker átti ekki sinn besta leik í vörninni og hefđi átt ađ gera betur í tveim fyrstu mörkum The Blues. Svo er athyglisvert af hverju leikmađur er ekki hafđur viđ stöngina í hornspyrnum. Hann hefđi bjargađ síđara markinu. En ef til vill ţarf ţađ ekki ţegar liđ hefur Robin van Persie í sínum röđum.
Ţetta eru ekki einu sögulegu úrslitin á Brúnni. Ég man alltaf eftir ţrennu Kanu á Brúnni áriđ 1999, ţađ var magnađur 2-3 leikur og svo man ég eftir köldum haustdegi í lok nóvember 2008 er RVP skorađi tvö stórglćsileg mörk á Brúnni í 1-2 sigri á massívu Chelsea-liđi.
Van Persie sloopt Chelsea skrifa hollensku blöđin í fyrirsagnir og eru ánćgđ međ sinn mann. Í dag urđu hollensku spilararnir heimsmeistarar í brids og Landsbanki fer ađ greiđa út IceSave reikninga eftir helgi ţannig ađ ţađ er mikil gleđi í Holland.
Mynd tekin í búningaherbergi Arsenal á Emirates í febrúar 2007. Ţarna hangir treyja Robin van Persie númer 11 í skápnum. Íburđurinn er ekki mikill, einfaldur stíll í búningsklefanum.
![]() |
Van Persie annar til ađ skora ţrennu á Brúnni |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 16:59 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
26.10.2011 | 12:05
Súgfirđingaskálin
Spil og leikir | Breytt 28.10.2011 kl. 14:18 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2011 | 17:22
Ísland komiđ í 8-landa úrslit í Bermuda Bowl

Fyrsta markmiđinu náđ í dag hjá Íslenska landsliđinu á 40. heimsmeistaramótinu í bridge. Liđiđ hélt sjó gegn USA 2 og uppskar 12 stig og dugđi ţađ til ađ komast áfram.
Ţađ var gaman ađ fylgjast međ lokaumferđinni á vefsíđu mótsins, http://www.worldbridge1.org/tourn/Veldhoven.11/Veldhoven.htm
Einnig hefur Bridgesamband Íslands, brige.is haldiđ út öflugum fréttaflutningi og gefiđ upplýsingar um beinar útsendingar á BBO.
En bridge er skrítin íţrótt, keppendur vita ekki hvernig stađan er, allir ađrir.
Ítalir fá ađ velja sér andstćđing úr sćtum 5 til 8 í 8-landa úrslitum. Nú stendur ţađ hugarflug yfir. Velji ţeir ekki Ísland, ţá er taliđ líklegt ađ Hollendingar velji okkur en spilamennska hefst á morgun, alls 96 spil.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 17:33 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
16.10.2011 | 19:02
Topp 10
Komnir á topp 10 međ 10 stig og leikmađur númer 10, Hollendingurinn Robin van Persie mađur leiksins gegn Sunderland í 2-1 sigri.
Nú eru ađeins 6 stig í Meistaradeildarsćtiđ og er stefnt ţangađ um áramótin, eftir jólavertíđina, ţegar Vermalen verđur kominn í hjarta varnarinnar. Meistaradeildarsćti er gott sćti fyrir liđ í uppbyggingu.
Í dag var fánadagur á Emirates, Arsenal For Everyone. Fallegt ţema um vinsemd og virđingu fyrir fólki enda Arsenal međ leikmenn af mörgum ţjóđernum. Arsenal er eins og sameinuđu knattspyrnuţjóđirnar í boltanum. Ég taldi fulltrúa frá 23 ţjóđum auk föđurlandsins, Englands í leikmannahópi liđsins. En enginn Íslendingur ţar á međal.
Enginn Bentner var í liđi Sunderland í dag enda lánsmađur en annar fyrrum liđsmađur var nćstum búinn ađ stela senunni, Larsson frá Svíţjóđ en hann skorađi gott mark úr aukaspyrnu fyrir Svörtu kettina.
Byrjunarliđ Arsenal á móti Svörtu köttunum frá Sunderland.
PóllandFinnland Ţýskaland Frakkland England
Tékkland Kamerún Spánn
England Holland Filabeinsströndin
Bekkurinn: Pólland, Sviss, Brasilía, Ghana, Ísrael, Rússland og S-Kórea
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 19:28 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2011 | 12:39
Skaflinn í Gunnlaugsskarđi í Esjunni
Lifir hann sumariđ af eđa ekki?
Nú sér til Esjunnar. Nú er örlítill hvítur punktur efst í Gunnlaugsskarđi og minnkar sífellt. Hann er eins og lítill hvítur títuprjónshaus í fjallinu. Nćstu dagar skera úr um hvort hann hverfi alveg, síđasti skaflinn í suđurhlíđum Esjunnar.
Ég held ađ hann haldi velli. Spáđ er úrkomu nćstu daga og í nćstu viku verđur kalt í veđri. Kaldur júní hefur eflaust mikil áhrif á afkomu skaflsins. Sérlega kalt var norđausturlands.
Síđustu tíu ár hefur skaflinn horfiđ en fannir í Esjunni mćla lofthita. En Páll Bergţórsson hefur fylgst vel snjó í Esjunni.
Sigurjón Einarsson flugmađur hefur fylgst međ fönnum í Gunnlaugsskarđi og áriđ 2009 hvarf skaflinn 25. september en 15. júlí í fyrra.
Ég stefni ađ ţví ađ heimćkja skaflinn á nćstu dögum og ná af honum mynd.
24.9.2011 | 12:13
ML85 golfmótiđ
Hin gömlu kynni gleymast ei,
enn glóir vín á skál.
Hin gömlu kynni gleymast ei
né gömul tryggđamál
Svo segir í skosku ţjóđlagi. Útskriftarárgangur 1985 árgangs Menntaskólans ađ Laugarvatni heldur árlega golfmót til ađ rifja upp hin gömlu kynni en núna eru nákvćmlega 30 ár síđan nemendur hittust í fyrsta skipti. Ţátttaka er ekki mikil en mótiđ er stórskemmtilegt. Flest mótin hafa veriđ haldin á Ljósafossvelli í Grímsnesi en í ár varđ Korpuvöllur fyrir valinu.
Einn sjötti hluti árgangsins skráđi sig til leiks en menn búa víđa um land og sumir hafa mikiđ ađ gera viđ ađra merkilega hluti. Auk ţess eru ekki allir međ áhuga á golfíţróttinni.
Úrslitin skipta ekki máli en verkfrćđingurinn Guđlaugur Valgarđ Ţórarinsson náđi ađ hala inn flesta punkta ţegar mótiđ var gert upp og var ţví úrskurđađur sigurvegari. Stjórnmálafrćđingurinn og auglýsingagúrúinn, Einar Örn Sigurdórsson og undirritađur voru jafnir en Einar Örn spilađi mun betur í bráđabana og uppskar silfur.
Einar Örn átti mörg stórgóđ upphafshögg og náđi góđu sambandi viđ sína Stóru Bertu. Guđlaugur var öruggur á öllum brautum og náđi alltaf ađ krćkja í punkta.
Ţetta var mjög skemmtilega stund í fallegu haustveđri og verđur hittingurinn endurtekin ađ ári eđa oftar.
Mynd frá mótinu áriđ 2010 á Ljósafossvelli. Guđlaugur Valgarđ Ţórarinsson, Sigurpáll Ingibergsson og Einar Örn Sigurdórsson sem heldur á farandbikarnum.
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggiđ
Sigurpáll Ingibergsson
Fćrsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 4
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 295
- Frá upphafi: 236821
Annađ
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 242
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar