Skaflinn í Gunnlaugsskarđi í Esjunni

Lifir hann sumariđ af eđa ekki?

Nú sér til Esjunnar. Nú er örlítill hvítur punktur efst í Gunnlaugsskarđi og minnkar sífellt. Hann er eins og lítill hvítur títuprjónshaus í fjallinu. Nćstu dagar skera úr um hvort hann hverfi alveg, síđasti skaflinn í suđurhlíđum Esjunnar.

Ég held ađ hann haldi velli. Spáđ er úrkomu nćstu daga og í nćstu viku verđur kalt í veđri. Kaldur júní hefur eflaust mikil áhrif á afkomu skaflsins. Sérlega kalt var norđausturlands.

Síđustu tíu ár hefur skaflinn horfiđ en fannir í Esjunni mćla lofthita. En Páll Bergţórsson hefur fylgst vel snjó í Esjunni. 

Sigurjón Einarsson flugmađur hefur fylgst  međ fönnum í Gunnlaugsskarđi og áriđ 2009 hvarf skaflinn 25. september en 15. júlí í fyrra.

Ég stefni ađ ţví ađ heimćkja skaflinn á nćstu dögum og ná af honum mynd.


ML85 golfmótiđ

Hin gömlu kynni gleymast ei,
enn glóir vín á skál.
Hin gömlu kynni gleymast ei
né gömul tryggđamál

Svo segir í skosku ţjóđlagi.  Útskriftarárgangur 1985 árgangs Menntaskólans ađ Laugarvatni heldur árlega golfmót til ađ rifja upp hin gömlu kynni en núna eru nákvćmlega 30 ár síđan nemendur hittust í fyrsta skipti. Ţátttaka er ekki mikil en mótiđ er stórskemmtilegt. Flest mótin hafa veriđ haldin á Ljósafossvelli í Grímsnesi en í ár varđ Korpuvöllur fyrir valinu.

Einn sjötti hluti árgangsins skráđi sig til leiks en menn búa víđa um land og sumir hafa mikiđ ađ gera viđ ađra merkilega hluti. Auk ţess eru ekki allir međ áhuga á golfíţróttinni.

Úrslitin skipta ekki máli en verkfrćđingurinn Guđlaugur Valgarđ Ţórarinsson náđi ađ hala inn flesta punkta ţegar mótiđ var gert upp og var ţví úrskurđađur sigurvegari. Stjórnmálafrćđingurinn og auglýsingagúrúinn, Einar Örn Sigurdórsson og undirritađur voru jafnir en Einar Örn spilađi mun betur í bráđabana og uppskar silfur.

Einar Örn átti mörg stórgóđ upphafshögg og náđi góđu sambandi viđ sína Stóru Bertu. Guđlaugur var öruggur á öllum brautum og náđi alltaf ađ krćkja í punkta. 

Ţetta var mjög skemmtilega stund í fallegu haustveđri og verđur hittingurinn endurtekin ađ ári eđa oftar.

Verdlaunabikar

Mynd frá mótinu áriđ 2010 á Ljósafossvelli.  Guđlaugur Valgarđ Ţórarinsson, Sigurpáll Ingibergsson og Einar Örn Sigurdórsson sem heldur á farandbikarnum.

 


Hólárjökull 2011

Jöklarannsóknir mínar halda áfram. Ávallt ţegar ég keyri framhjá Hólárjökli sem var einn af tignarlegum skriđjöklum úr Örćfajökli, ţá smelli ég ljósmynd af honum. Hólárjökull er rétt austan viđ Hnappavelli. Hólá kemur frá honum.

Fyrri myndin var tekin ţann 16. júlí 2006 og sú nýjasta ţann 24. ágúst 2011.  Ţađ sést glöggt ađ jökultungan hefur styst og jökullin ţynnst.  Rýrnun jöklanna er ein afleiđingin af hlýnun jarđar. Ég spái ţví ađ jökultungan verđi horfin innan fimm ára. Hlutirnir gerast svo hratt.

   Hólárjökull06

   Hólárjökull, 16. júlí 2006. Jökulsporđurinn ţykkur og teygir sig niđur í giliđ.

Hólarjökull 2011

 Hólárjökull, 24. ágúst 2011. Augljós rýrnun á 5 árum. Jökulsporđurinn hefur bćđi styst og ţynnst.

Sjá:
Hólárjökull 2007 - http://fiskholl.blog.is/blog/fiskholl/entry/259538/
Hólárjökull 2008 - http://fiskholl.blog.is/blog/fiskholl/entry/611572/
Hólárjökull 2009 - http://fiskholl.blog.is/blog/fiskholl/entry/911196/


Síldarmannagötur

Lúxussíld frá ORA smakkast hvergi betur en í Síldarmannabrekkum. Ţađ get ég stađfest og ekki er verra ađ hafa síldina á nýbökuđu rúgbrauđi. Ţegar síldinni er rennt niđur ţá er gott ađ hugsa aftur í tímann og minnast ferđa forfeđranna og lífsbaráttu ţeirra viđ síldveiđar í Hvalfirđi.

Síldarmannagötur er ţjóđleiđ, vestri leiđin yfir Botnsheiđi sem Borgfirđingar notuđu til ađ komast  í Hvalfjörđ til ađ veiđa og nytja síld, ţegar síldarhlaup komu í Hvalfjörđ.

Lagt var í ferđina á rútu frá Sćmundi sem er frá Borgarfirđi. Gönguferđin um Síldarmannagötur hófst í Botnsvogi í Hvalfirđi en búiđ er ađ hlađa glćsilega vörđu viđ upphaf eđa enda leiđarinnar og voldugur vegvísir bendir á götuna.

Fyrst er fariđ upp Síldarmannabrekkur og hlykkjast gatan upp vel varđađa brekkuna. Eftir um klukkutíma göngu og 3,2 km ađ baki er komiđ í Reiđskarđ sem er á brún fjallsins. Ţá blasir viđ mikil útsýn. Hvalfell og Botnssúlur fanga augađ í austri. Múlafjall og Hvalfjörđur í suđri og miklar örnefnaríkar víđáttur í austri og norđri.

Viđ fylgjum Bláskeggsá hluta leiđarinnar en hún er vatnslítil og göngum framhjá Ţyrilstjörn á leiđinni um Botnsheiđi. 

Hćsti hluti leiđarinnar er viđ Tvívörđuhćđir en ţá sér í ađeins Hvalvatn hiđ djúpa. Göngumenn eru ţá komnir í 487 metra hćđ en fjallahringurinn er stórbrotinn. Tvívörđuhćđir eru vatnaskil og gönguskil. Ţá tekur ađ halla undan fćti og ný ţekkt fjöll fanga augun.

Okiđ, Fanntófell, Ţórisjökull, Litla og Stóra Björnsfell, Skjaldbreiđur og Kvígindisfell rađa sér upp í norđaustri og Ţverfell er áberandi.  Einnig sést yfir til Englands međ Englandsháls og Kúpu í framenda Skorradals.

Rafmagnslínur tvćr birtast eins og steinrunnin tröll á heiđinni, Sultartangalína kallast hún og sér brćđslunum Grundartanga fyrir orku.

Mikil berjaspretta var í  grónni hlíđ´fyrir ofan bćinn Vatnshorn. Í 266 metra hćđ var varla hćgt ađ setjast niđur án ţess ađ sprengja á sitjandanum krćkiber og bláber.

Hefđbundin endir er viđ grjótgarđ beint upp af eyđibýlinu Vatnshorni og sú leiđ 12,6 km en viđ förum yfir Fitjaá og enduđum viđ kirkjustađinn Fitjar en ţar er glćsileg gistiađstađa og ađstađa fyrir listamenn.

Jónas Guđmundsson tók myndir af göngugörpum.

Hér er tćplega 5 mínútna myndband um Síldarmannagöngur og er ţađ hýst á Youtube.

Dagsetning: 4. september 2011
Hćsta gönguhćđ: 487 m, nálćgt Tvívörđuhćđ (N:64.26.095 - W:21.20.982)
Hćđ Tvívörđuhćđar: 496 metrar
Hćđ í göngubyrjun:  35 metrar viđ vörđu og vegvísi í Botnsvog í Hvalfirđi, (N:64.23.252 - W:21.21.579)
Hćkkun: Um 452 metrar          
Uppgöngutími Tvívörđuhćđ: 170 mín (10:40 - 13:30) - 8,2 km
Heildargöngutími: 360 mínútur (10:40 - 16:40) endađ viđ Fitjar
Erfiđleikastig: 2 skór
Vegalengd:  16,2 km
Veđur kl. 12 Botnsheiđi: Léttskýjađ, NV 6 m/s, 7,2 °C. Raki 90%
Veđur kl. 15 Botnsheiđi: Léttskýjađ, N 5 m/s, 8,5 °C. Raki 82%
Ţátttakendur: Útivist, 40 ţátttakendur í dagsferđ, Fararstjóri Ingvi Stígsson 
GSM samband:  Já, en fékk á köflum ađeins neyđarnúmer

Gönguleiđalýsing: Vel vörđuđ leiđ frá Hvalfirđi yfir í Skorradal. Gatan er brött beggja vegna en létt undir fćti ţegar upp er komiđ.

Facebook stađa: Yndislegur dagur, get hakađ viđ Síldarmannagötur. Dásamlegur dagur međ Útivistarfólki, eintóm sól og sćla. Takk fyrir mig! Er afar ţakklát fyrir ţennan dýrđardag.

Facebook stađa
: Frábćr dagsferđ međ Útivist í dag um Síladarmannagötur. Góđ fararstjórn, skemmtilegir ferđafélagar og ekki skemmdi nú veđriđ fyrir alveg geggjađ og útsýni til óteljandi fallegra tinda. Get sko mćlt međ ţessari fallegu og ţćgilegu gönguleiđ.

Vatnshorn

Vatnshorn er merkilegur bćr, ţar er upphaf eđa endir Síldarmannagötu. Bugđótt Fitjaá rennur í Skorradalsvatn. Góđ berjaspretta sem tafđi göngumenn.

Ţótti mér betur fariđ en heima setiđ. Lýkur ţar ađ segja frá Síldarmannagötu.

Heimildir:
Environice - http://www.environice.is/default.asp?sid_id=33463&tId=1
Ferlir - http://www.ferlir.is/?id=4277
Skorradalshreppur - http://www.skorradalur.is/um-skorradal/sildarmannagotur/


Um bloggiđ

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Sept. 2011
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 6
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 249
  • Frá upphafi: 236834

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 208
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband