27.9.2008 | 12:47
FH eða ÍBK
Ég er mjög hlutlaus í þessu mál, hverjir verða Íslandsmeistarar? Ég gæti dæmt leikinn. Vona að allt fari vel fram og bezta liðið verði Íslandsmeistari. Keflvíkingar hafa örlítið forskot fyrir lokaumferðina.
Fyrir 19 árum var sama staða. Þá voru Hafnfirðingar i sporum Keflvíkinga í dag.
Ég man eftir leiknum fræga FH - Fylkir árið 1989. Ég var á honum. Ef FH hefði sigrað Fylki, sem var fallin þá hefði Íslandsmeistaratitilinn komið í Fjörðinn. Fylkir vann óvæntan sigur, 1-2 og KA sigraði í sínum leik 2-0 og tók Íslandsbikarinn í fyrsta og eina sinn. Það var undarleg tilfinning að ganga af Kaplakrikavelli, allir voru svo þögulir. Ég þekkti einn leikmann FH mjög vel, miðvallaleikmanninn Magnús Pálsson en við stunduðum saman tölvunám í HÍ. Því studdi ég FH í baráttunni en það dugði eigi. Keflavík féll þetta ár úr deildinni, ásamt Fylki.
Einn leikmaður sem á rætur að rekja til Hornafjarðar leikur í liði Fylkis í dag. Heitir sá Ásgeir Örn Arnþórsson og ræðst hann ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Það verður gaman að fylgjast með honum.
Þrátt fyrir tvo frábæra leki í Íslandsmótinu ætlum við Ari ætlum að fylgjast með Kópavogsslagnum í dag, Breiðablik - HK.
En skyldi sagan endurtaka sig frá 1989?
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.9.2008 | 01:32
Hull City
Það er rúm öld síðan Arsenal og Hull City áttust við í fyrsta skipti. Síðan hafa fáir leikir verið á milli liðanna, eða ellefu alls. Enginn af þeim hefur verið í efstu deild.
Ég hef góðar taugar til Hull. Orsakir þess má rekja til fyrstu og einu siglingar minnar en siglingar voru hápunktur sjómennskunnar og til hafsjór af siglingasögum hjá hetjum hafsins. Ég var togarasjómaður á Þórhalli Daníelssyni, SF-71 og seldum við í Hull í nóvember 1985 eftir að hafa farið í gegnum hinn fræga Pentil. En þar eru sjómenn busaðir.
Við gerðum ágæta sölu, þó Moggin segi annað og vorum með fullfermi. Eftirminnilegt var að sigla inn Humber ánna og þræða dokkirnar. Eftirstöðvar þorskastríðsins voru öllum ljósar, stórir togarar lágu bundnir við bryggju og lifðu á fornri frægð. Mér fannst borgin ekki spennandi en um 250 þúsund manns bjuggu þar. Skammt suður af Hull er Grimsby en þessir staðir voru mikið í sjávarfréttum. Næturlífið var hins vegar mjög eftirminnilegt og til ógrynni af sögum og ljóðum úr ferðinni. Einn staður Camio, pöbb var þungamiðja sögusviðsins.
Eftir nokkra daga í Hull var haldið yfir Norðursjó og yfir til Þýskalands en þar fór skipið í slipp í Busum. Þar hélt ævintýrið áfram. Ég fylgdist vel með enska boltanum á þeim árum. Ég man að Everton var bezta liðið. Arsenal átti útileik við Everton og ég keypti dagblaðið Der Spiegel til að fræðast um úrslit og þjálfa slaka þýskukunnáttu. Þar var greint frá úrslitum og þar stóð, Everton - Arsenal 6-1. Ég trúði þessum úrslitum ekki, og taldi að prentvillupúkinn væri á ferð. Ég ákvað því að kaup hið virta Die Welt. Mér til mikillar vonbrigða stóðu sömu úrslit.
Eftir heimsókn okkar Hornfirðinga til Hull hefur borgin reist úr kútnum og orðin kraftmikil borg. Ávöxtur af uppsveiflunni endurspeglast í árangri knattspyrnuliðsins Hull City. Nýliðinum hefur gengið vel í Úrvalsdeildinni, þvert ofan á allar spár. Hins vegar verður róðurinn erfiður gegn ungliðum Arsenal.
Ég spái góðum sigri Arsenal og ætla að horfa á leikinn og rifja upp frábæra tíma á Ölver á morgun.
20.9.2008 | 23:00
Leikjadagurinn mikli
Leikjadagurinn mikli hófst í Íþróttahúsi Snælandsskóla er 8. flokkur HK hélt fyrstu laugardagsæfingu vetrarins. Níu guttar mættu til leiks og höfðu mismikinn skilning á knattíþróttinni. Fyrst var hitað upp með bolta, síðan var hefðbundinn stórfiskaleikur. Eftir hann var skipt í tvö lið og var mikið skorað enda lítið um varnir. Ari stóð sig vel, raðaði inn mörkum, þau urðu vel yfir tíu og rétt dugði það til sigurs. Er heim var komið fór Ari í bað enda var vel tekið á því. Síðan var haldið í fjölskylduveislu í Digranesi en í boði voru tveir handboltaleikir hjá HK við Fram og ýmislegt fyrir áhorfendur í boði. Flott umgjörð í byrjun handboltatímabilsins.
Særún og handboltastúlkurnar í HK voru fánaberar er liðin komu inn á völlinn og sáu um kústinn. Stelpurnar í HK hófu leikinn af krafti á móti Fram og komust í góða forystu. Ekkert gekk hjá HK í seinni hluta hálfleiksins. Var staða Fram væn, 8-13 í hálfleik. Mikið var um sendingarfeila og mistök. Í stöðunni 6-7 fyrir Fram gekk hvorki né rak hjá báðum liðum. Þó víti, dauðafæri og hraða leik gekk ekkert að skora. Í síðari hálfleik hélst munurinn til að byrja með en svo kom góður leikkafli hjá HK stúlkum. Kom hann er strákarnir í HK birtust í dyragætinni. Hafa þeir eflaust æst stúlkurnar upp en einnig voru gerðar taktískar breytingar í sókn og vörn. Lokin voru stórspennandi og höfðu HK stúlkur frækilegan og óvæntan sigur, 21-19.
Klukkan fjögur hófst leikur sömu liða í karlaflokki. Það var gaman að fylgjast með upphituninni og var mikil samstaða í liði HK. Það dugði ekki til, því Fram vann sigur 23-27 á yfirspenntum HK-mönnum eftir að hafa náð góðri forystu í byrjun leiks.
Síðan var haldið á Players og horft á síðari hálfleik hjá Bolton og Arsenal. Við fegðar borðuðum kvöldmatinn þar, pizza varð fyrir valinu. Lítið markvert gerðist fyrr en Walcott kom inná. Átti hann góðan sprett sem tryggði 1-3 sigur og toppsætið í amk. sólarhring.
Þrír sigrar og einn ósigur, ágætur leikjadagur.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.9.2008 | 01:08
Klukkaður.....
Suðursveitungurinn og bloggarinn Sigfús Már klukkaði mig í vikunni. Ég er ekki mikið fyrir að eyða bandvíddinni og diskplássi í keðjuleiki en tek þessari klukkun til að líta til baka.
Lestartröll og pokamaður á Þórhalli Dan. Saltfiskur hjá Benta. Tölvufræðingur hjá KASK, Eldsmiðnum, Skímu, Símanum og Stika. Ferðaþjónusta hjá Jöklaferðum.
Fjórar bíómyndir sem ég held uppá:
Börn náttúrunnar e. Friðrik Þór.
Doctor Zhivago e. David Lean.
Saving Private Ryan e. Steven Spielberg
Battleship Potemkin e. Sergei M. Eisenstein
Höfn í Hornafirði, Laugarvatn, Reykjavík, Kópavogur
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
ÚtSvar, Gettu Betur, Enski boltinn, Silfur Egils.
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Víti í Öskju, Hvannadalshnjúkur, Emirates Stadium í London og Hornafjörður
mbl.is, visir.is, arsenal.com og horn.is (þangað til vefurinn fór í langt sumarfrí).
Þorramatur, humar, fjallalamb og fiskur
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft.
Sálmurinn um blómið, e. Þórberg Þórðarson
Við rætur Vatnajökuls, árbók FÍ 1993
Leiðin til frelsis, sjálfsævisaga Nelson Mandela
Fjórir bloggarar sem ég klukka:
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2008 | 23:24
Egils Permium
Ég smakkaði í fyrsta sinn ljósgullinn Egils Premium bjór í kvöld og vakti hann athygli mína fyrir kröftugt maltbragð. Sker hann sig úr öðrum mildari lagerbjórum. Vakti bragðið sem batnaði er leið á dósina athygli mína.
Á bjórdósinni stóð að Egils Premium hefði lengra framleiðsluferli, hann væri tvímeskjaður og hefði hægari gerjun. Notað er íslenskt bygg frá bændum í Leirársveit, og aldagamlar tékkneskar aðferðir notaðar við bruggun. Það gæfi sterkan karakter, aukna mýkt og meiri fyllingu.
Framleiðsla bjórsins hófst á bjórdaginn, 1. mars 2005 og skömmu síðar hlaut hann verðlaun á European Beer Star keppninni í Bæjaralandi í Þýskaland. Hófst þá útrás í kjölfarið.
Á vefnum vinbud.is sem selur bjórinn er honum líst svo: Ljósgullinn. Meðalfylling, mildur með sætuvotti og lítilli beiskju og mjúkum maltkeim.
Passar vel með alifuglum, lambakjöti, grillmat og á sólpallinum.
Ég mæli meðs að fólk prófi þessa rammíslensku fraðmleiðslu en hafi plan B í bjórdrykkju því hann er ekki allra.
18.9.2008 | 23:45
Sarah Palin hökkuð
Fréttamenn hökkuðu Sarah Palin, varaforsetaframbjóðanda ekki í sig heldur tölvuþrjótar. Þeir náðu að komast inn í persónulegan póst sem hún á á yahoo.com póstgáttinni. Netfang hennar er: gov.palin@yahoo.com. Þetta er alvarlegur glæpur.
En hvernig komust tölvuþrjótarnir inn í tölvupóst Söru. Því hefur ekki enn verið svarað, málið er ekki upplýst. Sótti hún póstinn frá óvarðri tölvu? Tengdist hún póstinum án þess að nota ódulkóðaða Wi-Fi tengingu á almenningsstað? Var hún með einfalt lykilorð sem auðvelt var að geta sér til um (t.d. McCain) eða auðvelt að brjóta upp (lykilorð úr orðabók)? Hefur hún sama lykilorð fyrir allar vefsíður sem hún notar (41% notenda hafa þann háttinn á)?
Það verður að upplýsa málið, hafa upp á þrjótunum og koma bakvið lás og slá.
16.9.2008 | 09:09
Hljóðlaus hurðarskellur
Þegar ég renndi í gegnum blöðin meðan ég borðaði musli morgunverðinn um kl. 7.25 í morgun kom skyndilega þrýstingshögg, búmp. Hver skellir svona á eftir sér hurðum hugsaði ég en ekkert hljóð fylgdi. Ég ætlaði að kíkja út og fylgjast með mannaferðum en frétt um gjaldþrot Lehman Brothers stöðvaði mig. Ekki velti ég þessu meir fyrir mér. En á leiðinni í vinnuna frétti ég af snörpum jarðskjálfta upp á tæp fjögur Richterstig. Ég bý uppi á heiði í Kópavogi, vil hafa útsýni og sleppa við flóð. Borðkrókurinn er í 128 metra hæð yfir sjávarmáli. Hér er GPS punktur: N: 64.06.634 - W 021.51.981. Ekki veit ég hvort það sé dempari undir grágrýtisheiðum Kópavogs en lítið fór fyrir skjálftanum.
Ísland er í stöðugri mótun og eru jarðskjálftar innifaldir ríkisborgararéttinum.
14.9.2008 | 00:01
Seldi kvikmyndina Heima til Mexíkó
Í júní fór ég á fræga Náttúrutónleika hjá Sigur Rós, Björk og fleirum í Laugardalnum. Ég gerð lítið myndband um lagið Glósóla. Ég hlóð því á YouTube og nú eru heimsóknir að nálgast sjö þúsund. Það hefur hlotið ágætis dóma þó að það sé hrátt.
Nokkrir notendur YouTube hafa gert jákvæðar athugasemdir og eru mjög hrifnir af þessum frábæru sendiherrum okkar. Einnig hefur mér borist póstur í gegnum póstkerfið á YouTube. Ég svara ávallt. Einn aðdáandi Sigur Rósar frá Mexíkó skrifaði og bað mig um að lýsa upplifun minni af Náttúrutónleikunum. Ég gaf tónleikunum toppeinkunn og hvatti hann til að kaupa DVD diskinn Heima til að kynnast stórbrotinni náttúr landsins. Mexíkóinn keypti diskinn þótt verðið væri hátt. Ég fékk nýlega skeyti frá Mexíkóanum.
"The last friday i bought the dvd of heima and it wasnt cheap but EVEN THOUGH I BOUGHT IT and i already see the disc one the documentary and its really beautiful all the towns with that weird names are really nice thank you for telling me that heima exists .. and in wich town u live ? "
Hvað gerir maður ekki fyrir náttúruna, aðdáendur Sigur Rósar og landið sitt - Heima er frábær landkynning!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2008 | 12:00
Haustráðstefna Skýrr
Gærdagurinn fór í fróðlega og skemmtilega Haustráðstefnu Skýrr. Metþátttaka var, liðlega 400 ráðstefnugestir skráðu sig. Fyrirlestralínurnar voru fimm og valdi ég öryggislausnalínuna. Maður þarf að halda sér vel við í þessum geira. Annars dagar maður uppi sem náttröll.
Ráðstefnan hófst á athyglisverðri inngangsræðu Dr. Trausta Kristjánssonar en hann er þróunarstjóri talgreiningar hjá Google. Hann greindi frá verkefnum sínum og síðan frjóu vinnuumhverfi, Wiki-veröldinni. Hún byggist á sjálfskipulagi og leitar fólk sjálft upp verkefni. Allt er opið nema laun og kótinn að PageRank leitinni. Allir starfsmenn hluthafar. Afrekalisti starfsmanna, Q-markmið og vikuleg verk eru sýnileg í Wiki og 20% tími í önnur verk er athyglisverð nýbreytni. Google er þekkt fyrir að bera fram góðan mat fyrir starfsfólk og hefur það verið markmið síðan fyrirtækið komst úr bílskúrnum. Vinna menn á þessum vinnustað var ein spurning úr sal. Vakti erindi Trausta mikla athygli ráðstefnugesta.
Síðan skiptist ráðstefnan upp eftir fyrirlestrarlínum. Í öryggislausnum var sagt frá rafrænum undirskriftum á bankakortum en innleiðing á því verkefni hefur staðið yfir síðastliðin þrjú ár. Síðan komu þrír fyrirlestrar þar sem fyrirtæki kynntu lausnir sínar. Rod crook frá Ascertia sagði frá rafrænum undirskrifum á vef. William Manon frá Safe Net kynnti lausnir að dulkóðaðri öryggisafritun fyrir gagnagrunna. Daniel Hjort frá HID kynnti örugg starfsmannakort. Síðan komu Ágúst Sturla Jónsson frá Securitas og Ebenezer Þ. Böðvarsson frá Skýrr með fyrirlestra um raunlægt öryggi og hvernig hægt sé að afhjúpa trúnaðargögn. Voru þessi fyrirlestar fín upprifjun á öryggsmálum.
Síðari inngangsræðan var einnig athyglisverð. Fyrirlestur Marcus Murray bar yfirskriftina Live Hacking. Marcus er eini Svíinn sem ber titilinn Microsoft Security MVP, sem stendur fyrir Microsoft Valued Professional. Hann er vinsæll fyrirlesari á heimsvísu, sem hefur sérhæft sig í öryggislausnum fyrir Microsoft-umhverfið með áherslu á öryggisúttektir og varnir gegn árásum.
Hann sýndi ráðstefnugestum hvernig hægt er að koma Trójuhest inn á veikasta hlekk fyrirtækis, útstöð starfsmanns, framhjá öllum eldveggjum. Síðan notaði hann forritið Core Impact til að stjórna tölvu notanda og ná völdum innra neti fyrirtækisins. Það fór óhugur um fundarmenn, þetta var svo einfalt þegar Trójuhesturinn var kominn inn fyrir varnirnar. Síðar um daginn hélt hann fyrirlestur um hvernig Microsoft hefur brugðist við hættunni og aukið öryggið. Niðurstaðan var sú að fyrirtæki eiga að skipta sem fyrst í Windows Vista Enterprise stýrikerfi og uppfæra í Windows 2008 þjóna.
Það má segja að ráðstefnan hafi tekist vel. Allir ráðstefnugestir eiga að hafa stækkað þekkingarbrunninn sinn. Það gengur vel hjá þekkingariðnaðinum í kreppunni, gengisþróun hagstæð fyrir útflutning og fyrirtæki ná að manna sig. Umgjörðin á Hótel Nordica er flott en fyrirlestrarsalirnir eru klénir. Óþægilegir stólar á flötum gólfum. Mér finnst alltaf best að vera í kvikmyndasölum á ráðstefnum.
11.9.2008 | 19:53
London er ekki í Kanada og Obama er ekki djarfur í Úkraínu
Heitustu Troju vírusarnir vestan Atlantshafsála eru faldir í skeytum sem fjalla um væntanlega kjarnorkusprengjuárás á London og djarfa ferð Obama til Úkraínu.
Í fyrra skeytinu er í efni skeytisins. "The subject line reads: Reply: A report on radiation contamination of Canada."
Þegar skeytið er opnað, þá er sagt að kjarnorkusprengjan hafi þegar átt sér stað í London. Það sé hægt að sjá afleiðingarnar með því að opna zip skrá sem fylgir með. Haldi notandi áfram og sprengi zip-skránna hleðst inn njósnahugbúnaður, Trojuhestur Trojan sem heitir á fagmálinu Troj/Agent-HQE.
Það er eins gott að þessir vírusmenn kunna lítið í landafræði.
Hitt skeytið sem inniheldur spillihugbúað og tengist forsetaframbjóðandanum Obama.
Sensation!!! United States Senator for Illinois Barack Obama in 2007 was travel to Ukraine and have sex action with many ukrainian girls! You may view this private porno in a flash video. Download and view now. Please send this news to your friends!
Obama it's not right choice!!!
Ef notandi smellir á tengilinn sem fylgir skilaboðunum kemur djarft myndbrot og með því Troju-forritsstubbur, sem heitir á fagmáli Mal/Hupig-D. Obama er þó hvergi sjáanlegur
Það er slæmt að opna viðhengi í tölvupósti nema þú þekkir viðkomandi sendanda og eigir von á skilaboðum. Ef þú ert í vafa og þekkir sendanda, sendu viðkomandi skeyti með beiðni um nánari útskýringu.
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.7.): 12
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 101
- Frá upphafi: 236918
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 89
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar