27.8.2024 | 15:35
Hjarnskaflinn í Esjunni
Vísindi og fræði | Breytt 8.9.2024 kl. 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.8.2024 | 21:47
Sandeyjargöng í Færeyjum - Með lengstu neðansjávargöngum í heimi
Ef það er eitthvað sem Færeyingar eiga mikið af, þá eru það jarðgöng.
Jarðgöng í Færeyjum eru eins og æðar sem tengja hjarta eyjanna saman, hvort sem þau skera sig í gegnum fjallasali eða teygja sig undir djúpan sjó. Þessi göng, bæði í fjöllum og neðansjávar, skapa ósýnilega tengingu milli staða sem áður voru aðeins aðgengilegir með ferjum. Þar mætast fortíð og nútíð, þar sem samgöngur breyta einangrun í tengsl og sameina samfélög með öruggum leiðum í gegnum grjót.
Þann 21. desember sl. voru ný 11 km neðansjávargöng milli Straumeyjar og Sandeyjar vígð og einangrun eyjunnar rofin.
Sandeyjargöngin eru fjármögnuð með blöndu af opinberu fjármagni og veggjöldum og kostuðu um 15 milljarða. Norska byggingarfyrirtækið NCC sá um byggingu gangnanna en fyrirtækið er eitt af stærstu byggingarfyrirtækjum Noregs og hefur mikla reynslu í jarðgangagerð, bæði í Noregi og á alþjóðavísu og hefur aðstoðað Færeyinga við að innleiða háþróaða tækni og þekkingu í þessum verkefnum.
Stefnan er að halda áfram með jarðgöng til Suðureyjar frá Sandey, 23 km að lengd með viðkomu í Skúfey.
Getum við Íslendingar lært eitthvað af Færeyingum í jarðgangnamálum?
Því var tilvalið að heimsækja Sandey, sem er ein af 18 eyjum Færeyja með 1.300 íbúa og sú fimmta stærsta í eyjaklasanum. Villiendur leigðu sér litla rútu og innfæddan leiðsögumann frá Heimdal Tours sem sagði okkur allt sem hann vissi um föðurland sitt.
Það var spennandi að fara niður í björt Sandeyjargöng með listaverk, óður til Víkinga á veggjum en það var mikill raki í rútunni þegar við komum upp úr 155 metra djúpu göngunum. Ein ferð fyrir fólksbíl kostar 175 DKK eða 3.500 krónur.
Eyjan er flöt og hentar því vel til landbúnaðar enda góð gras og kartöfluspretta í frjósömum jarðvegssandinum. Hugmyndir hafa verið um að gera nýjan alþjóðlegan flugvöll á eyjunni. Einnig er útgerð, vaxandi ferðaþjónusta og fjölskrúðugt fuglalíf.
Fornleifagröftur sýnir að byggð hófst 300 til 400 eftir Krist. Víkingar voru því ekki fyrstir og sagan segir að þegar þeir komu sem var á svipuðum tíma og Ísland var numið, þá hafi verið kindur frjálsar í fjöllum og nafnið, Fjáreyjar eða Færeyjar dregið af því.
Við keyrðum um flata eyjuna með sendnum ströndum og heimsóttum lítil þorp: Sandur, Húsavík, Skálavík, Dalur og Sköpun. Það voru fáir á ferli og lítið líf enda Ólafsvaka haldin daginn áður og allir í Þórshöfn.
Ný hús voru að spretta upp og byggðin að eflast og má eflaust skrifa það á nýju göngin en margir íbúar vinna í Þórshöfn. En í sumum eyjum vilja íbúar lifa í gamla tímanum og ekkert spenntir fyrir jarðgöngum.
Gönguhópurinn gekk í gengum þorpið Skálavík og heyrði um helstu hetjur bæjarins en eitt vakti sérstaka undrun hjá okkur en það var lamadýr á beit. Það mun hafa komið í frá Danmörku. Það komu fleiri dýr í sendingunni en þetta er eina sem er eftir. Þeir eru ekki eins harðir í sóttvörnum Færeyingar.
Nesti var boðað í litla þorpinu Dalur sem er sjarmerandi og telur 33 íbúa en þangað lá einbreiður vegur með útskotum í hamrahlíð. Þar var verið að byggja 2,2 km jarðgöng, Dalsgöng, sem eiga að klárast í ár. En ein skýring á þessum framkvæmdum er að frá Dal verði farið í neðansjávargöngum til Suðureyjar.
Í Sköpun, þorpinu með áhugaverða nafnið er blár póstkassi, sá stærsti í heimi en skapandi íbúar sáu tækifæri á að koma sér í Heimsmetabók Guiness.
Skóli og knattspyrnuvöllur er miðsvæðis og heitir knattspyrnufélag eyjarinnar B71 Sandoy og spilar í B-deild.
Að lokum endaði gönguhópurinn Villiendurnar á því að ganga frá Gróthúsvatni vestur í Saltvíkur en þetta var besti göngustígur sem ég hef gengið á.
Í Saltvík er minnisvaði um gufuskipið S/S Principia kom frá Skotlandi 1895 og beið örlaga sinna í stormi á grýttri Saltvíkurströndinni. Einn skipverji lifði af en 28 lentu í greipum Ægis.
Áhugavert að sjá hvar úrgangi var sturtað beint í sjóinn en það er bannað í dag. Færeyingum hefur farið fram og slagarinn, lengi tekur sjórinn við á ekki lengur við.
Víkin við Gróthúsvatn. Þarna sér í Skúvoy, Stóra- og Litla Dímon og Suðurey syðst.
Dagsetning: 31. júlí 2024
Göngutími: 1 klukkustund
Vegalengd: 4,3 km
Göngubyrjun: Við Grjóthúsvatn
Erfiðleikastig: 1 skór
Veður: Hálfskýjað, 13 stiga hiti og 10 m/s vindur frá SA.
Þátttakendur: Villiendur, 12 göngumenn og farastjóri
Gönguleiðalýsing: Létt ganga á jafnsléttu frá Grjóthúsvatni til Saltvíkur á bundnu slitlagi
10.8.2024 | 22:22
Klakkur (413 m.) í Færeyjum
Dagsetning: 4. ágúst 2024
Klakkur: 413 m
Göngubyrjun: Við bílastæði á Ástarbrautinni
Erfiðleikastig: 2 skór
Veður: Skýjað og úrkoma í grennd, 12 stiga hiti og 8 m/s vindur frá vestri. Raki 95%.
GSM samband: Já
Gönguleiðalýsing: Létt og þægileg ganga á stórbrotið útsýnisfjall en þoka byrgði sýn. Fyrst gengið eftir vegarslóða og síðan gróið land, fyrst með stíg en siðan slóð að toppi.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.8.2024 | 10:12
Bensínkvíði
Er staddur í Færeyjum í sumarfríi og markmiðið er að ganga á sem flest fjöll í ægifagri náttúru 18 eyja er mynda Færeyjar.
Til að komast á milli fjallstinda, en 340 fjöll eru hærri en 100 metrar að hæð, þá var leigður bíll. Leitin beindist að vistvænum bíl en það fannst enginn. Þeir geta gert betur Færeyingarnir í sjálfbærni.
Því varð jarðefnabíll fyrir valinu og þá helltist yfir mann jarðefnakvíði. Að þurfa að fylla á tankinn en því fylgir ekki góð tilfinning í hamfaraástandi.
Einnig spurning um hvort bíllinn gengi fyrir bensíni eða dísel en það var sem betur fer vel merkt þegar lokið var opnað. Bensín stóð þar á grænum miða.
Bensínkvíði og loftslagsógn eru tvær hliðar á sama peningi, þar sem báðar tilfinningar stafa af þörfinni fyrir að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis
Í gær rann svo upp dæludagurinn og var það mikil áskorun að dæla á leigubílinn, 95 oktana E10 bensíni, því ekki var boðið upp á þjónustu á bensínstöðinni. Það tókst að dæla á bílinn en leiðbeiningar voru góðar.
Þegar heimabankinn var skoðaður í morgun, þá helltist aftur yfir mig bensínkvíði. Upphæðin var tvöföld. Þetta er grimmur jarðefnaheimur sem við lifum í.
Hér er gengið niður í Hvannhaga á Suðurey. Litli Dímon blasir við í allri sinni dýrð.
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar