21.7.2013 | 13:56
Pollamótið í Vestmannaeyjum hjá leikmönnum HK

Íþróttir | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2013 | 15:49
Snæfellsjökull (1.446 m)
Hverfandi jöklar er frábært framtak hjá Útivist. Fyrsta jöklaferðin í þemanu var á konung íslenskra fjalla, Snæfellsjökul sunnudaginn 7. júlí 2013.
Snæfellsjökull (10 km2) hefur mikið látið á sjá á síðustu árum. Hann er 13. stærsti jökull landsins en þriðji vinsælasti íslenski jökullinn á Google með 394 þúsund leitarniðurstöður. En sögur um kraft jökulsins, Bárð Snæfellsás og glæsileg keilulögun og bloggfærslur á sólríkum dögum í höfuðborginni afla honum vinsælda.
Hverfandi jökull
Samkvæmt nýjum mælingum hefur Snæfellsjökull lækkað um einn og hálfan metra að meðaltali síðustu tíu ár. Mest þynnist hann á jöðrunum, sums staðar um 30-40 metra, minna á hákollinum en þar hefur hann þynnst um nokkra metra.
Á sama tíma hefur flatarmál hans minnkað um rúman ferkílómetra í um 10 ferkílómetra. Ef horft er aftur til byrjunar síðustu aldar þá er Snæfellsjökull helmingi minni nú en hann var að flatarmáli og ekki nema þriðjungur að rúmmáli. Ef ekki verður mikil breyting á tíðarfari þá hverfur Snæfellsjökull á næstu áratugum.
Göngumenn höfðu fylgst vel með veðurspám og von var á lægð en síðdegis. En spár gerðu ráð fyrir björtu veðri fram eftir degi.
Þegar lagt var af stað kl. 8 frá BSÍ sást til sólar en þegar kom á Snæfellsnesið var þungt yfir. Þó sá í sólarglennu á Arnarstapa. Gaf það göngumönnum von. Í hópnum voru 5 útlendingar, fjórðungur göngumanna og misvel búnir. Höfðu þeir mikinn áhuga á krafti Snæfellsjökuls og bráðnun jökla vegna hækkandi lofthita.
Þegar komið var á Jökulhálsinn, F570 keyrðum við inn í þoku og vonuðust bjartsýnustu menn eftir því að komast upp úr skýjunum, í sólina sem var í veðurkortunum. Undirbúningur hófst í rútunni og drukku menn fyrir ókomnum þorsta og komu orku í kroppinn. En þegar lagt var í gönguna kl. 11.40 sást að þokan var að þéttast. Fararstjórinn, Guðjón Benfield klæddist gulum buxum og vonuðust menn til að þetta væri ekki eina gula sjónin í ferðinni.
Gengið var eftir gljúpu hjarni alla leið og þegar komið var í 1.000 metra hæð þá mættu fyrstu rigningardroparnir okkur. Áfram var haldið og bætti í vindinn og úrkomuna. Svöruðu göngumenn því með betri klæðnaði. Ákveðið var að ganga aðeins lengur en sífellt bætti í. Því tók leiðangursstóri þá réttu ákvörðun að snúa við. Stundum þarf meira hugrekki til að snúa við en ana upp. Göngumenn voru þá í 1.071 metra hæð og 1,4 km eftir.
Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson
Þeir félagar Eggert og Bjarni gengu á Snæfellsjökul 1. júlí 1753 en til forna hét jökulinn einungis Snjófell og talinn vera hæsta fjall á Íslandi. Þeir höfðu með sér loftvogir, áttavita kvikasilfursmæli. Einnig sterka taug og slæður fyrir augun og njarðarvött.
"$422. Menn töldu fyrirætlun okkar, að ganga á jökulinn, fullkomna fífldirfsku. Það var meira að segja talið með öllu ókleyft af ýmsum sökum. Í fyrsta langi væri leiðin svo löng og fjallið bratt, svo að ókleyft væri, í öðru lagi væru sprungurnar í jöklinum ófærar yfirferðar öllum mönnum, og loks var fullyrt, að menn yrðu blindir af hinu sterka endurskini sólarljóssins á jöklinum"
Ekki urðum við blind eða hringluð en hundblaut og köld.
Göngumenn á niðurleið og hafði veður aðeins batnað. Það sér móta fyrir förum eftir snjóbil og vélsleða frá ferðaþjónustu Snjófells Arnarstapa.
Dagsetning: 7. júlí 2013
Hæð Miðþúfu: 1.446 m
GPS hnit á snúning: (N:64.48.643 - W:23.45.619) í 1.071 metra hæð.
Hæð í göngubyrjun: 561 metrar (N:64.48.253- W:23.41.954) hjá snjósleðaleigu.
Hækkun: 510 metrar (885 metrar)
Uppgöngutími: 120 mín (11:40 - 13:40) 3 km loftlína
Heildargöngutími: 180 mínútur (11:40 - 14:40) 3,6 km
Erfiðleikastig: 2 skór
Vegalengd: 7,2 km
Veður kl. 12 Gufuskálar: Alskýjað, S 9 m/s (10-13 m/s), 9,4 °C. Raki 73%
Veður kl. 12 Bláfeldur: Alskýjað, S 5 m/s (6-7 m/s), 9,2 °C. Raki 82%, skyggni 30 km.
Þátttakendur: Útivistarræktin, 20 manns með fararstjórum.
GSM samband: Nei, ekki hægt að senda SMS í byrjun.
Gönguleiðalýsing: Lagt frá snjósleðaleigu á Jökulháls. Gengið inn Hyrningsdal og stefnt á Þríhyrning. Þaðan tekin stefna á Jökulþúfur. Hjarn alla leið frá vegi og sökk fótur ofaní. Þungt færi. Ekki sást í jökulsprungur.
Heimildir
Ferðadagbók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar - http://handrit.is/is/manuscript/view/IB02-0008
RÚV - http://www.ruv.is/frett/snaefellsjokull-ad-hverfa
Snjófell - http://www.snjofell.is
Vatnajokull.com - http://www.vatnajokull.com/Snaefellsjokull/
Vísindavefur.is - http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=4704
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull - http://ust.is/snaefellsjokull/
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2013 | 21:47
Húsmúli (440 m)
Húsmúli er dyngja sem allir sjá á leið yfir Hellisheiði en fæstir vita um af því að múlinn fellur svo vel inn í umhverfið. Húsmúli er fell sem gengur suðvestur úr Henglinum og er í raun helmingur af fornri dyngju. Á kortum lítur Húsmúli út eins og skel á hvolfi.
Ekið eftir Suðurlandsvegi og beygt við Stóra-Reykjafell að virkjanasvæðinu. Farið frá innsta skála við Sleggjubeinsskarð að Þjófagili og því fylgt upp á Húsmúla. Í bakaleiðinni var komið við hjá Draugatjörn.
Eftir rúmlega háltíma göngu upp Þjófagil var komið upp á topp Húsmúla. Þaðan sást vel yfir dyngjuna. Gengin var hringur og eftir 5 km göngu komum við niður af múlanum að Draugatjörn. Við rústir sæluhússins var nestið tekið upp.
Draugatjörn og Húsmúlarétt er ein merkilegustu kennileiti á þessu svæði. Hin forna þjóðleið yfir Hellisheiði lá hér um og í árdaga var hér sæluhús sem var mjög reimt í. Sökum reimleika var sæluhúsið síðar flutt að Kolviðarhól árið 1844.
Ágætis sýn yfir Svínahraun og Hellisheiðarfjöll. Má nefna Skarðasmýrarfjall, Stóra-Sandfell, Geitafell, Lambafell, Blákoll og Vífilsfell. Einnig rafmagnslínur sem skera hraunið.
Útivistarrækin á toppi Húsmúla. Slegga til vinstri og hið orkumikla Stóra-Reykjafell til hægri.
Dagsetning: 3. júlí 2013
Hæð Húsmúla: 440 m
GPS hnit á kolli Húsmúla: (N:64.03.371 - W:21.22.647)
Lægsta gönguhæð: 265 metrar við Draugatjörn (N:64.03.020 - W:21.24.621)
Hæð í göngubyrjun: 315 metrar (N:64.02.898 - W:21.22.394) við Sleggjubeinsskarð
Hækkun: 125 metrar
Uppgöngutími: 35 mín (19:15 - 19:50) 900 loftlína
Heildargöngutími: 155 mínútur (19:15 - 21:50)
Erfiðleikastig: 1 skór
Vegalengd: 8 km
Veður kl. 21 Hellisheiði: Skýjað, SSA 4 m/s, 7,0 °C. Raki 78%
Þátttakendur: Útivistarræktin, 69 manns á 24 bílum.
GSM samband: Já, gott.
Gönguleiðalýsing: Lagt frá innsta skála við Sleggjubeinsskarð að Þjófagili og því fylgt upp á Húsmúla. Þægileg ganga á dyngjunni enda vel stikuð. Tilkomulítill múli með þjóðleiðir á aðra hönd og orkubú á hina. Hljóðmengun, sjónmengun og brennisteinsmengun á gönguleiðinni.
Heimildir:
Húsmúli - http://www.centrum.is/~ate/husmuli.htm
OR - http://www.or.is/sites/default/files/velkomin_a_hengilssvaedid_gonguleidir.pdf
Toppatrítl - http://www.toppatritl.org/ganga20100505.htm
Ferðalög | Breytt 5.7.2013 kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.7.): 1
- Sl. sólarhring: 22
- Sl. viku: 100
- Frá upphafi: 236928
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 85
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar