Pollamótið í Vestmannaeyjum hjá leikmönnum HK

Þrítugasta Shellmóti í Vestmannaeyjum var haldið síðustu helgina í júní. Frábært mót, vel skipulagt og flottasta mót frá upphafi að sögn móthaldara. Ekta íslenskt veður var mótsdagana. Ferðadaginn var bræla, fyrsta keppnisdaginn var úrkoma, síðan stytti upp með vind úr vestri en lokadagurinn var stórgóður.

HK sendi 4 lið til keppni, 34 leikmenn og allir af eldra ári eða pollar fæddir árið 2003.

Liðin fjögur stóðu sig mjög vel.  Öll spiluðu þau 10 leiki (2 x 15 mín) á þrem dögum og gekk öllum liðum vel og voru HK til mikils sóma.


Elliðaeyjarbikarinn og Heimaklettsbikarinn í Fagralund
Skipulag Eyjamanna er til mikillar fyrirmyndar. Þeir hafa þróað flott kerfi fyrir 104 lið sem tóku þátt og er keppt um 13 bikara. En 32 félög víðs vegar af landinu sendu lið til keppni. Helsti bikarinn er Shellmótsbikarinn en hann unnu HK í fyrra.  Ekki tókst að verja hann en uppskeran var engu að síður stórgóð.  Því tveir bikarar bættust í bikarskápinn í Fagralundi.

HK-1 vann Elliðaeyjarbikarinn eftir öruggan sigur á ÍR.

HK-3 vann Heimaklettsbikarinn eftir dramatískan leik við Skallagrím frá Borgarnesi. En sá leikur er sá lengsti í sögu mótsins og náðu engar reglur um hann.

Eftir venjulegan leiktíma var staðan jöfn 0-0 og hver taug þanin hjá leikmönnum og stuðningsmönnum. Eftir framlengingu var enn markalaust.  Þá var gripið til vítaspyrnukeppni og þegar umferðinni var lokið var enn jafnt, 3-3.  Þá var gripið til þess ráðs að kasta upp hlutkesti og féll gullið HK í skaut en silfrið bættist í safn  Egils Skallagrímsmanna.

HK-2 stóð sig einnig vel, þó enginn dolla hafi fylgt þeim heim. Þeir enduðu með 60% vinningshlutfall.

HK-4 stóð sig mjög vel, ósigrað eftir tvo fyrstu dagana, og endaði með 75% vinningshlutfall.

Eyjamenn bjóða upp á ýmsar uppákomur meðan mótið stendur yfir. Fastur liður undanfarin ár er leikur Landsliðs Shellmótsins við Pressulið. Ívar Orri Gissurarson fór fyrir hönd HK og stóð sig mjög vel í hjarta varnarinnar. Stoppuðu margar sóknir Pressuliðsins á jaxlinum með rauðu HK-húfuna á kollinum.

Þjálfarar, Ómar Ingi Guðmundsson og Ragnar Mar Sigrúnarson stóðu sig frábærlega og náðu öllu því besta út úr strákunum.  

Fjöldi sjálfboðaliða hjálpaði til við að gera mótið að stórkostlegri minningu fyrir drengina. Það er það sem upp úr stendur eftir ævintýraferð sem þessa.
 
HK-ÍR
 
Ari leiðir HK-inga út á völlin í úrslitaleik gegn ÍR um Elliðaeyjarbikarinn. Eliot, Felix, Ólafur Örn, Ívar Orri, Baldur Logi, Konráð Elí, Vilbert Árni og Reynir Örn fylgja á eftir og lögðu sadda ÍR-inga að velli 5-0.
 
Tenglar:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 226310

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband