28.7.2008 | 01:11
Meira af Oki
Ég frétti af öđru Oki í Borgarfirđi. Ţađ var í suđurátt frá sumarbústađ er ég dvaldi í alla síđustu viku. Okiđ er undir Skessuhorni í Skarđsheiđinágrenni og minna litir í fjallinu á Móskarđshnjúka. Ţađ er ávallt birta sem kemur frá stađnum. Ég ákvađ ađ safna Okinu viđ Skarđsheiđi í stćkkandi fjallasafn mitt.
Í árbók FÍ 1954 er fjallinu svona lýst. "Í krikanum fyrir innan Skessuhorn í Skarđsheiđi er Mófell. Uppi á Mófelli er Ok, líparíthnjúkur, 523 m hár, bleikur á lit, gróđurlaus ađ mestu, en grafinn giljum og nokkuđ hnúskóttur."
Ţađ var suđvestan átt á fimmtudaginn, 24. júlí og skýjađ í Borgarfirđi. Vindur var nokkrir metrar á sekúndu í birkiskóginum. Ég Hornfirđingurinn valdi ađ leggja í ferđina frá bćnum Horni. Gekk inn Hornsdal og ţađan er hćgt ađ komast upp á Mófell. Á leiđinni var lítil á, Hornsá og komst ég ađ ţví ađ gönguskórnir mínir halda ekki vatni. Yfir komst ég eftir ađ hafa fundiđ gott vađ. Gönguland var gott og er ég var ađ fara upp brattan á Mófelli hitti ég rjúpu. Hún fór hoppađi á undan mér upp felliđ, eina hundrađ metra. Ég taldi ađ hún vćri slösuđ á vćng. Skyndilega flaug hún upp og niđur í dalinn.
Ţegar komiđ var upp á brún á Mófelli jókst vindhrađinn. Skessuhorniđ tignarlega var skýjum huliđ en stundum sást móta fyrir bergstálinu. Eftir stutta göngu á brúninni sást í Okiđ, ljósan blett. Vindurinn jókst stöđugt. Ţađ er stundum talađ um ađ vindhrađi aukist međ hćđ. Vindhrađinn ţarna jókst í veldisfalli međ hćđ!
Ţađ á svosem ekki ađ koma á óvart, vindurinn kemur niđur 500 metra af brúnum Skarđsheiđar og litlu vestar er Hafnarfjall, ţekkt veđravíti. Ţar gilda sömu lögmál í suđaustan- og norđaustanáttum.
Gangan frá veginum ađ Okinu tók 70 minútur í miklum mótvindi. Vegalengdin var 3.2 km. Hćđarhćkkun er um 480 metrar. Dýjastallur er undir heiđarhömrunum og er hćgt ađ finna Bikstein. Ég lagđi ekki í ţá steinaleit í storminum.
Hvađ ţýđir nafniđ Ok?
Stćrra Okiđ er mun frćgara enda ber ţađ stutt heimsfrćgt orđ, OK eđa Okay. Í orđabók Menningarsjóđs eru ţrjár útgáfur af orđinu ok og á sú síđasta greinilega viđ.
Ok - ávöl hćđ, bunga.
Ţetta orđ, Ok hefur veriđ algengt í Mýra- og Borgarfjarđasýslu, ţví ţriđja Okiđ er til. Ţađ er fyrir norđan Hítarvatn, austan Geirhnjúks (898 m). Ţađ vantar í fjallasafn mitt en ţađ má búa til skemmtilega OK-ferđ í Borgarfjörđ međ ţví ađ ganga á ţrjú fjöll á einum dagi.
Ţessi vika var OK hjá mér!
Ferđalög | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2008 | 23:56
Ok
Fyrir viku var ég staddur í sumarbústađ í Borgarfirđinum og viđ mér blasti tignarlegt Okiđ sem reis yfir heiđarnar í austri. Ţađ er afarmikil ávöl dyngja eins og Skjaldbreiđur, međ nálega jöfnun, ađlíđandi halla upp í koll. Ţórisjökull lúrđi á bakviđ Okiđ en rennilegur suđurendi jökulsins sást vel. Skjaldbreiđur var tignarlegur sunnar. Fanntófell gćgđist upp á milli fjallana ávölu. Ég hafđi gengiđ á Skjaldbreiđ á fyrsta ári í Menntaskólanum ađ Laugarvatni áriđ 1981. Var sú fjallaferđ ógleymanleg.
Áriđ 1860 ferđuđust hér Ţjóđverjar tveir, Preyer og Zirkel. Segja ţeir, ađ samkvćmt íslenzkri ţjóđsögu sé Okiđ og Skjaldbreiđur brjóst ungrar risameyjar, sem varđ ađ steini, ţegar ćttir trölla urđu aldauđa í landinu. Ég ákvađ ţví ađ klára könnun á brjóstum risameyjarinnar međ ţví ađ ganga á Ok, laugardaginn 19. júlí í glćsilegu veđri.
Lagt var í göngu á Ok frá vörđu á Langahrygg ţar sem vegurinn liggur hćst á Kaldadal, í 730 m hćđ. Langihryggur er forn jökulalda sem jökullinn á Okinu hefur ýtt upp. Frá ţessum stađ eru 4,85 km upp á koll fjallsins. Gönguferđin tók einn og háflan klukkutíma og var allan tímann stefnt í NV háfjalliđ. Á miđri leiđ, í tćplega ţúsund metra hćđ var varđa og frá henni sást í toppinn. Ţađ voru skemmtileg skilabođ. Brćđravirki er risspöng og er ţađ tígurlegt kenni á vinstri hönd.
Nokkur móbergsfell standa í hlíđum Oksins umflotin grágrýtishraunum á alla vegu. Helstu eru Fanntófell (901 m) og Lyklafell (845 m) ađ sunnan. Ađ vestan er Oköxl, mikill höfđi er gengur vestur úr háfjallinu. Sumir ganga ţangađ. Ađ norđan er Vinnumannahnjúkur, lítill tindur.
Norđanvert í fjallinu á gígbarminum er hćsti punktur og ţar er varđa eđa mćlingarpunktur sem Landmćlingar Íslands hafa komiđ upp. Jökullinn á Okinu hefur fariđ minnkandi ár frá ári og er nú svo komiđ, ađ ađeins smájökulfláki er norđan í háfjallinu. Talsverđar jökulöldur og ruđningur neđar í hlíđinni vitna ţó um forna frćgđ. Rauđur litur er áberandi í skálunum.
Okiđ er kulnađ eldfjall, sem grágrýtishraun hafa runniđ frá, og er stóreflis gígur í hvirfli fjallsins og innan gígrandanna sést mótast fyrir öđrum gíghring. Gígurinn var áđur fyrr á kafi í jökli en er nú algerlega jökulvana. Sér móta fyrir vatni í gígnum og rann vinalegur lćkur úr öskjunni er grágrýtishraun runnu áđur. Munu ţetta etv. vera efstu upptök Grímsár í Lundarreykjadal og er hún nú um mundir lođin af laxi. Ég mćldi ţvermál gígsins, frá vörđu ađ lćk, 889 metra og hćđarmunur tćpir 50 metrar.
Útsýni er gott, einkum til vesturs. Borgarfjörđurinn liggur opinn fyrir augum fjallgöngumannsins. Skarđsheiđi og út eftir Snćfellsnesi allt til jökuls. Akrafjall tók sig vel út og Esjan endilöng međ Móskarđshnjúka í endann. Hvalfell og Ţingvallafjöll sáust glöggt og allt til Eyjafjallajökuls í suđur. Nćr voru glćsilegu fjöllin, Eiríkjsökull, Geitlandsjökull, Prestahnjúkur og nágranninn Ţórisjökull. Skjaldbreiđur og vestan hans Tindaskagi.
Í 1.064 metra hćđ fundust efstu mörk gróđurs. Mosinn var fulltrúi flórunnar. Hćđarmörkin ţar sem mosinn hittir fjalliđ eru ţar sem fjalliđ mćtir himninum.
Rjúpur tvćr hreiđruđu um sig hundrađ metrum neđar og öđrum hundrađ metrum neđar sást berjalyng. Litlu neđar fundust leifar af haglaskotum.
Ţađ var vinalegt ađ heyra ropiđ í rjúpunum en eftir ađ lćkurinn hljóđnađi var ađeins flugumferđ sem ćpti í ţögninni. Densilegur Ţórisjökull fylgdist álengdar međ.
GSM samband furđulegt á toppnum, gat ekki hringt né sent SMS skeyti. Hins vegar gat ég móttekiđ símtal og leiđbeint fólki um sveitir Borgarfjarđar enda međ stórbrotiđ útsýni og fjörđurnn lá opinn fyrir mér.
Varđa á Langahrygg á Kaldadal. Á bak viđ vörđuna sér í toppin á Strút, Eiríksjökul, Hádegisfell nyrđra og syđra, Geitlandsjökul og Presthnjúk. "It is cracy", sögđu erlendir ferđamenn sem komu ađ vörđnni. Ţađ er hćgt ađ taka undir ţađ. Jónas Hallgrímsson fór um svćđiđ og kallađi Presthnjúk Bláfell. Ekki finnst mér ţađ frumlegt nafn hjá skáldinu.
Ţađ sem eftir er af jöklinum á Ok. Ţađ sér í Vinnumannahnúk og Eiríksjökul í austri.
Gönguleiđ Frá vörđu á Langahrygg á Kaldadal í 730 m hćđ og stefnt á háfjalliđ. Halli er jafn uţb. 5-6 gráđur. Fariđ í kringum gíginn.Vegalengd 13,4 km en 4,85 km ađ vörđu
Göngutími Um 3 klst fram og til baka
Landslag Hlíđarnar eru ekki brattar, frekar aflíđandi, gróđursnautt
Hćkkun 450 m
Mesta hćđ 1182m
Gráđun B, létt gönguleiđ, hindrunarlítil
Tengingar Oköxl
GSM Samband á toppi. Gekk illa ađ hringja og senda SMS
GPS N: 64.35.938 W: 20.52.802
Ţótti mér betur fariđ en heima setiđ. Ok lýkur ţar ađ segja frá Okför.
Ferđalög | Breytt 27.7.2008 kl. 01:02 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
18.7.2008 | 11:16
Nelson nírćđur
Fyrir nokkrum árum fór ég á árlegan bókamarkađ í Perlunni. Ţar voru ţúsundir bókatitla til sölu. Ég vafrađi um svćđiđ og fann grćnleita bók sem bar af öllum. Hún kostađi ađeins fimmhundruđ krónur. Ţetta var eina bókin sem ég keypti ţađ áriđ. Hún hét Leiđin til frelsis, sjálfsćvisaga Nelson Mandela.
Fjölvi gaf út bókina áriđ 1996 og er ágćtlega ţýdd af Jóni Ţ. Ţór og Elínu Guđmundsóttur. Bókin hafđi góđ áhrif á mig. Hún sýndi stórbrotinn mann í nýju ljósi.
Thembumađurinn Rolihlahla sem fćddist fyrir 90 árum er síđar nefndur Nelson á fyrsta skóladegi var bráđvel gefinn drengur. Nafniđ Rolihlahla merkir á máli Xhosa "sá sem dregur trjástofn", en í daglegu máli er ţađ notađ yfir ţá, sem valda vandrćđum. Nelson Mandela átti eftir ađ valda hvíta meirihlutanum í S-Afríku miklum vandrćđum í baráttunni viđ ađskilnađarstefnuna, Apartheid.
Ţegar Nelson var 38 ára var bannfćringu létt af léttvigtarmanninum. Hann fór í frí til átthaganna. Ţar er áhrifamikil frásögn.
"Ţegar kom framhjá Humansdorp varđ skógurinn ţéttari og í fyrsta skipti á ćvinni sá ég fíla og bavíana. Stór bavíani fór yfir veginn fyrir framan mig og ég stöđvađi bílinn. Hann stóđ og starđi á mig, eins og hann vćri leynilögreglumađur úr sérdeildinni. Ţađ var grátbroslegt ađ ég, Afríkumađurinn, var ađ sjá ţá Afríku, sem lýst er í sögum, í fyrsta sinn. Ţetta fallega land, hugsađi ég, allt utan seilingar, í eigu hinna hvítu og forbođiđ svörtum. Ţađ var jafn óhugsandi ađ ég gćti búiđ í ţessu fallega hérađi og ađ ég gćti bođiđ mig fram til ţings."
Mćli međ ađ fólk lesi sem mest um Nelson Mandela í dag og nćstu daga. Ţađ er mannbćtandi.
Ţetta voru mjög vel heppnuđ bókarkaup. Til hamingju međ daginn, Rolihlahla Mandela.
Bćkur | Breytt s.d. kl. 11:19 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
17.7.2008 | 11:40
Guggan verđur alltaf gul og gerđ út frá Ísafirđi
"Guggan verđur alltaf gul og gerđ út frá Ísafirđi." - Í ţessari setningu kristallast heilieindin á bak viđ kvótakerfiđ okkar Íslendinga. Ofan á allt ţetta kefi bćtast mannréttindabrot og nauđungarflutningar.
Einn Íslendingur, Ásmundur Jóhannsson, einn af fáum sjáfstćđum Íslendingum hefur skoriđ upp herör gegn óréttlćtinu. Hann er ađ "sprengja" sig ađ samningaborđinu međ ţví ađ róa kvótalaus frá 18. júní.
Á netinu er hafin undirskriftasöfnun til stuđnings Ásmundar.
Sćlt veri fólkiđ,
Hér ber ađ líta undirskriftarsöfnun til stuđnings viđ verk Ásmunds Jóhannssonar. Um er ađ rćđa mótmćli viđ mannréttindabrotum sem kvótakerfiđ stendur fyrir. Ásmundur gengur hreint til verks og gengur gegn ţeim ólögum sem stjórnvöld standa fyrir. Sýnum ţessum góđa manni stuđning og mun ţessi undirskriftarlisti verđa afhent stjórnvöldum.
Undirskriftalistinn er hér: http://www.petitiononline.com/asmundur/petition.html
Hvet alla til ađ skrifa sig á listann og einnig ađ lesa góđa grein í Fréttablađinu í dag á bls. 27, eftir sjómannsekkjuna Urđi Ólafsdóttur, "Hvar eru ţiđ, sjómenn og sjómannskonur?" Ţar lýsir hún eftir sjálfstćđum og stoltum Íslendinum.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2008 | 00:45
Á Sandfell (341 m) međ Útivistarrćktinni
Í kvöld gekk ég í liđ međ Útivistarrćktinni og heimsótti Sandfell viđ Sandskeiđ. Ţetta er lítiđ fell en nokkuđ laglegt og lćtur lítiđ yfir sér. Ţađ hafđi ekki fyrr vakiđ athygli mína á leiđ til og frá Kópavogi.
Mćting var kl. 18.30 viđ Toppstöđina í Elliđaárdal, en framtíđ hennar er óljós. Hún hafđi ţađ hlutverk ađ framleiđa rafmagn ţegar álag var sem mest á raforkukerfiđ. Ţví hlaut hún ţetta lýsandi nafn.
Ekiđ var eftir Suđurlandsvegi og beygt inn á veginn til Bláfjalla. Viđ vegamótin er bílastćđi ţar sem lagt var af stađ í gönguna. Ţátttakendur á ţessu fallega sumarkvöldi voru um 50. Gönguleiđin er létt en nokkuđ löng en hćgt er ađ keyra nćr fellinu. Fyrst var gengiđ ađ svokölluđum menningarvita, eđa réttar sagt Íslandsvita eftir Claudio Parmiggiani, en hann var reistur er Reykjavík var menningarborg Evrópu áriđ 2000. Ekki hefur hann heldur vakiđ athygli mína en hann lýsir allan ársins hring. Síđan var haldiđ áfram ađ Sandfelli yfir mosavaxiđ hraun. Mér finnst alltaf erfitt ađ ganga á mosa. Ţađ ţarf ađ vanda sig, annars geta orđiđ skemmdir og tekur langan tíma fyrir náttúruna ađ laga ţćr. Stefnan var sett á Sandfellsgil og leyndi ţađ vel á sér. Móbergiđ er ráđandi og ţar mátti sjá gamla skessukatla.
Íslandsvitinn, fjarri byggđu bóli. Skáldskapur og andspyrna verksins felst í fjarverunni.
Eiginlega er SandfeÍll ekki fjall heldur frekar hár hlíđarendi. Frá Bláfjöllum gengur hryggur um fjóra kílómetra til vesturs. Ađ norđan er hann nokkuđ brattur og í honum eru hamrabelti.
Eftir rúmlega klukkutíma göngu var hópurinn kominn upp á Sandfelliđ og opnađist falleg sýn yfir höfuđborgarsvćđiđ. Í norđri sáust Ţingvallafjöll vel, Kálfstindar, Hrafnabjörg, Skjaldbreiđur, Ármannsfell og Botnssúlur međ Búrfell í forgrunn. Síđan sást Ţórisjökull, Kjölur, Skálafell, Grímarsfell, Mosfellsheiđi, gyllta Móskarđshnjúka og Esjan endilöng. Í austri var Hengill og voldugi nágranninn, Vífilsfell. Síđan Bláfjöll. Í suđri sáust Ţríhnjúkar, Grindarskörđ, Helgafell, Húsfell og Keilir. Í vestri sást spegilslétt Elliđavatn međ höfuđborgina. Einnig sást móta fyrir Snćfellsjökli. Uppi er stór varđa og fallegt útsýni yfir Húsfellsbruna, athyglisvert ađ sjá hvernig hrauniđ hefur runniđ eins og stórfljót frá Bláfjöllum.
Nokkrir međlimir Útivistarrćktarinnar á Sandfelli ađ horfa yfir Húsfellsbruna
Á Sandskeiđi var mikiđ líf. Svifflugvélar tóku sig á loft og settust. Einnig nýttu fallhlífastökkvarar sér veđurblíđuna og flugu hćgt niđur og lentu fimlega. Viđ gengum fram á líklegar stríđsminjar viđ hóla stutt í vestur frá Sandskeiđi. Etv. hefur flugvöllurinn veriđ hernađarlega mikilvćgur á stríđstímum. Mótorhjólamenn eiga gott ćfingasvćđi hjá Vífilsfelli og áttu nokkur hjól leiđ framhjá. Einhverjir hafa fariđ út af veginum sem liggur í gegnum hrauniđ en ţađ er nokkuđ snortiđ af umferđ. För eftir jeppa sjást víđa, etv. eftir bćndur í smalamennsku og jafnvel herjeppa.
Í framhaldi af Sandfelli í vestur er lágvaxiđ fjall, Selfjall. Kemur nafngiftin á óvart, ţví ţađ er mun minna en meginreglan er sú ađ fjall sé stćrra og hćrra en fell. Örnefnin minntu mig á fjöll viđ Mývatn. Ţar er til Sellandafjall, Bláfjall og Sandfell.
Nú mun ég heilsa Sandfelli og Íslandsvitanum á ferđ til og frá Kópavogi og segja samferđamönnum, "Ţarna fór ég".
Ţótti mér betur fariđ en heima setiđ.
Og lýkur ţar ađ segja frá Sandfellsför.
Ferđalög | Breytt s.d. kl. 09:02 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2008 | 23:09
50 stórbrotnustu leikmenn Arsenal
Í sparkfríinu í sumar hefur veriđ birtur listi yfir 50 stórbrotnustu leikmenn sem spilađ hafa fyrir Arsenal á vefnum arsenal.com. Niđurstöđur eru byggđar á kosningu sem framkvćmd var í vor. Síđan voru kvaddir til sparkspekingar sem túlkuđu niđurstöđur. Hćgt hefur verđ ađ sjá hvernig röđin hefur undiđ upp á sig í sumar. Í nćstu viku verđa fimm síđustu kempurnar kynntar til sögunnar. Ég hef trú á röđin verđi svohljóđandi:
1. Thierry Henry
2. Dennis Bergkamp
3. Tony Adams
4. Patric Vieira
5. Ian Wright
Ţađ er spurning um hvort Herra Arsenal, Tony Adams skipti á sćti viđ Hollendingin fljúgandi en ţjóđerniđ vegur ţungt og Adams var međ eindćmum vinsćll á Highbury.
Síđustu menn inni voru: 6. Robert Pires; 7. David Seaman; 8. Liam Brady; 9. Charlie George; 10. Pat Jennings; 11. Freddie Ljungberg; 12. Marc Overmars; 13. Kanu; 14. David O'Leary; 15. Sol Campbell; 16. David Rocastle; 17. Pat Rice; 18. Cliff Bastin; 19. Ray Parlour; 20. Martin Keown.
Ţađ kemur ekki á óvart ađ leikmenn sem eru nćr okkur í tíma skuli vera meira áberandi en inn á milli eru nokkrar kempur frá gullaldartímabilinu 1931-1939.
Ég gerđi eitt sinn lista yfir Arsenal XI og rifja hann hér upp. Ég hef skipt honum upp í tvö tímabil, Arsenal XI á 20. öld og Arsenal XI á 21. öld. Leikkerfiđ er 4-4-2.
Bob Wilson (1963-73)
Lee Dixon (1988-2002) Tony Adams (1984-2002) Franc McLintock (1964-73) Kenny Sansom (1980-1988)
Alex James (1929-37) Liam Brady (1973-1980) David Rocastle (1985-92) Marc Overmars (1997-00)
Ian Wright (1991-98) Dennis Bergkamp (1995-2006)
Varamenn: Pat Jennings, Charlie George, David O'Leary, Cliff Bastin, Pat Rice.
Stjóri: Herbert Chapman (1925-34)
----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Arsenal XI á 21. öld
David Seaman (1990-2003)
Bacary Sagna (2007-) Kolo Toure (2002-) Sol Campbell (2001-2006), Gael Clichy (2003-)
Freddie Ljungberg (1998-2007) Cesc Fabregas (2003-) Patric Vieira (1996-2005) Robert Pires (2000-2006)
Thierry Henry (1999-2007) Kanu (1999-2004)
Varamenn: Jens Lehmann, Lauren, Robert van Persie, William Gallas, Sylvian Wiltord.
Stjóri: Arsene Wenger (1996-)
12.7.2008 | 12:58
Vefveiđar á snarsambandi (MSN phishing)
Ný óvćra herjar á notendur snarsambands, (MSN ţjónustunnar). Hún lýsir sér ţannig ađ skyndilega birtast skilabođ frá spjallvini sem jafnharđan skráir sig út. Hér er dćmi um fćrslu MSN-vinar sem heitir fiskholl:
fiskholl says:
http://fiskholl.imagefrosty.info
Hér kemur í fyrri hluta slóđa kenni vinar en svo eru til fleiri afbrigđi af léninu. T.d. get-that-stuff.info og cooooolio.info
Ef notandi smellir á tengilinn, sem ég mćli ekki međ ađ sé gert, ţví ađ forđast ber ađ smella á tengla í snarsambandi nema rík ástćđa sé til. Ţá kemur ţessi vefsíđa.
Hér er óvćran ađ reyna vefveiđar. Hún er ađ fiska (phishing) netfang ţitt og lykilorđ. Sláir ţú inn ţćr upplýsingar ţá hefur vefveiđarinn náđ tilgangi sínum og ţú gengiđ í gildruna.
Vefveiđararnir eru meira svo krćfir ađ birta skilabođ, ţegar ýtt er á LOGIN um ađ skráning hafi mistekist. Ţannig ađ notandinn reynir aftur.
Ţađ eru mjög margir sem hafa falliđ fyrir ţessu einfalda bragđi hér á landi, ţví mikiđ er um ađ fólk sé ađ fá skilabođ í gegnum snarsamband sitt.
Spjallvinurinn er greinilega sýktur, hann ţarf ađ breyta lykilorđi á snarsambandi sínu svo hann og spjallvinir verđi í friđi. Notandinn sem fćr skilabođin er í lagi svo fremi sem hann gefi ekki neitt upp.
Tölvur og tćkni | Breytt s.d. kl. 13:00 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
11.7.2008 | 22:19
T-bein steik á Hereford
Fór í vikunni á veitingastađinn Hereford steikhús sem stađsett er á Laugarvegi. Ég var harđákveđinn í ađ bragđa nautakjöt enda hljóta ţeir Hereford menn ađ vera ţar á heimavelli.
Á móti okkur tók hressilegur ţjónn, líklega af ítölsku bergi brotinn. Hann afhenti matseđla sem voru vel hannađir. Ţar gat mađur séđ teikningar af bitunum og ţyngdarflokkar vel skilgreindir. Í nautaflokknum var bođiđ upp á lundir, fillet, Entercote, framhryggjarsneiđ og T-bone steik. Fyrir valinu í ađlarétt var ţyngsta sneiđin, 450 g T-bein steik.
Ég var hrifinn af pöntunarspjaldinu á Hereford. Á borđinu var lítiđ spjald sem fylla ţarf út. Fyrst er borđnúmer skrifađ, síđan nafn. Eftir ţađ er krossađ viđ réttin og hversu mikiđ á ađ steikja hann. Auk ţess er hćgt ađ velja kartöflur, sósur og salat međ mismunandi krossum. Ţetta er snjallt og í fyrsta skipti sem ég tek ţátt í svona krossaprófi.
Eldhúsiđ er frammi í sal og steikingarlyktin leggur um veitingasalinn. Ég var stađsettur bakviđ glervegg sem geymdi söguleg Armagnac vín og sá ekki snjalla kokkana. T-Steikin kom fljótlega og dálítiđ blóđug enda hafđi ég valiđ medium rare. Ţađ er fulllítiđ enda mćla Hereford-menn međ medium steikingu á vef sínum en ég komst ađ ţví eftir kvöldiđ. Steikin var lugamjúk og gekk fljótt á 450 grömmin. Ég fékk síđan sinar í einum bitanum. En á vef hereford.iser sagt um steikina. "Ţverskorinn hryggur ţá fylgir afturhryggur (fillet) og aftur parturinn á lundinni. Ysta lagiđ á hryggvöđvanum er látiđ fylgja (Sin og fita). Áríđandi er ađ skera sinina frá, hún er međ öllu óćt. Ţví miđur eru alltof margir sem hafa reynt ađ vinna á ţessari sin, gefist upp og sagt ađ steikin sé of seig."
Ég gafst upp fyrir sininni en ţađ hefđi mátt koma ţessu upplýsingum fram í tíma. Međ steikinni var drukkiđ vín mánađarins, Jindalee Shiraz frá Ástralíu. Höfugt og ferskt.
Eftirrétturinn var mjög vel heppnađur. Ég valdi djúpsteiktan Camembert. Mjög góđur ostur og vel skreyttur frumlegur diskur međ jarđarberjum.
Ţó ég hafi lent í smá stríđi viđ sinina í ađalréttinum, ţá var gott grill eftirbragđ í bragđlaukum fram eftir kveldi.
Ţađ er margt frumlegt á Hereford steikhúsi og vel ţess virđi ađ kíkja í heimsókn ćtli fók ađ gera sér dagamun. Ţjónustan er alţjóđleg, tel ađ allir ţjónarnir hafi veriđ erlendir. Stađurinn býđur einnig upp á fisk, kjúlking og lambarétti. Einnig var hćgt ađ fá humarsúpu og humar í skel. Ég var hins vegar vel mettađur eftir Humarhátíđ.
Ţegar stađurinn var yfirgefinn sást hádegistilbođ á spjaldi á Laugarvegi. Ţríréttuđ máltíđ međ hvalketi í ađalrétt á kr. 4.900. Ég hvalavinurinn ćtla ađ kíkja einhvern daginn viđ og smakka. Mađur ţarf ađ ţekkja vini sína.
Stjörnugjöfin: ****, fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Umgjörđin kemur manni á óvart, frumlegir diskar og góđar upplýsingar á vef.
9.7.2008 | 23:25
Heimsmeistaratitill í Suđursveit
Á Humarhátíđ á Hornafirđi um síđustu helgi var tólfta Heimsmeistaramótiđ í Hornafjarđarmanna haldiđ. Hundrađogtuttugu slyngir spilarar skráđu sig til leiks. Eftir snarpa baráttu stóđ bloggvinurinn, Suđursveitungurinn og Halamađurinn, Ţórbergur Tofason, uppi sem sigurvegari. Heimsmeistaratitill á Halatorfuna. Titillinn hefur áđur komiđ í Suđursveitina, svo ţeir ţekkja tilfinninguna.
Ţórbergur er einnig snjall brids spilari og ađal sprautan í bridsmóti sem haldiđ er í Ţórbergssetri á vormánuđum.
Ég tók ţátt í heimsmeistaramótinu. Ég byrjađi ágćtlega í undankeppninni.
Ég fékk fjóra í hagnađ í fyrstu umferđ, síđan fimm. Ţetta leit vel út. Grunađi ađ ţađ ţyrfti amk 10 prik til ađ komast í topp 27 og í úrslitakeppnina skemmtilegu. Ţá kom slćm seta. T.d. ţurfti ég ađ spila spađa međ spađadrottningu blanka og einn tígulás. Fékk einn slag á ásinn. Endađi ósköpin međ -6. Síđan komu tvćr setur á pari. Ţá var balliđ hjá mér búiđ. Ég var ţví í topp 60.
Eitt eftirminnilegt spil kom upp, en spilađ var nóló. Ég gaf spilin og forhönd bađ um eitt spil úr Manna. Nćsti spilari bađ um tvö. Ekki var útlitiđ gott hjá mér. Ég gat valiđ rest, eđa tólf spil. Ţađ hefur ekki hent mig áđur í Hornafjarđarmanna. Ég ákvađ ađ freista gćfunnar og skipti öllu út. Hafđi engu ađ tapa. Kaupin voru svipuđ, millispil enda mótspilarar međ góđar hendur. Ég fékk ţó ađeins fćrri slagi en ég átti von á.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2008 | 21:53
Humar á Humarhátíđ
Ţađ var haldiđ austur á bóginn á fimmtudagskvöld og mćtt á Humarhátíđ á Hornafirđi. Ţetta var ágćtis fjölskylduskemmtun, frekar fámennt enda kom engin slćm frétt frá firđinum. Ţađ var mikil samkeppni um hátíđargesti um helgina á landinu og veđurspá ekki hagstćđ.
Ţađ er gaman ađ sjá hversu stórann sess humarinn er ađ skapa sér á hátíđinni og mikil breyting frá fyrri hátíđum. Vöruţróun á humri er í fullum gangi. Einnig hefur orđiđ aukning á listviđburđum og komst mađur ekki yfir allar sýningarnar.
Á vefnum horn.is var frétt um ađ skyndibitastađurinn Kokkur á Höfn vćri farinn ađ selja sćlkerahumarsúpu úr stađbundnu hráefni í gegnum bílalúgu. Viđ keyptum ţennan nýja skyndibita og kom hann vel út. Humarinn var ţrćddur upp á spjót og hćgt ađ nýta til ýmiss brúks. Rjómabragđ var af súpunni í bland viđ humarseyđi.
Hin rómađa humarloka Ósmanna í Hleininni var einnig smökkuđ og lagđist vel í mig enda humarinn einstakt hráefni. Hafnarbúđin hefur einnig bođiđ upp á Humarsúpu í brauđi og kemur hún vel út.
Sívar Árni og Bestafiskmenn buđu upp á breiđa línu af humarréttum. Ţar var m.a. bođiđ upp á nýtt afbrigđi af notkun pylsubrauđa. Ţeir buđu upp á Humarbrauđ. Ţessi útfćrsla kom einna mest á óvart. Bragđmikill biti á góđu verđi.
Humarhöfnin, hefur svo vakiđ mikla athygli á humarréttum. Ţađ er ekta stađur fyrir sćlkera. Ţar er meira ađ segja hćgt ađ fá Humarpizzu.
Nýsköpunin í matvćlagerđ heldur stöđugt áfram í ríki Vatnajökuls og á heimleiđinni var komiđ viđ í Árbć og Jöklaís bragđađur en hann kemur beint úr spenanum á Árbćjarkúm. Kom hann vel út í bragđprófnunum enda úr úrvals hráefni.
Flott auglýsing á túninu í Árbć á Mýrum. Kýrnar eru rólegar ađ framleiđa uppistöđuefniđ í ísinn.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 23:03 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggiđ
Sigurpáll Ingibergsson
Fćrsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.7.): 13
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 102
- Frá upphafi: 236919
Annađ
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 90
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar