9.6.2008 | 23:42
Aspirnar felldar
Það fór jafn illa fyrir öspunum í garðinum okkar og hjá Ítölum í EM. Eftir 18 ára baráttu í garðinum, þá voru aspirnar orðnar svo frekar á pláss. Ræturnar orðnar sverar og frekar á jarðveginn. Íbúar orðnir hræddir um að skólplagnir færu að stíflast. Því var gripið til þess ráðs að fella aspirnar. Við dauðsjáum eftir trjánum. Það er svo gaman að fylgjast með þeim á vorin. Þær skýla svo vel í roki og binda kolefni. Aspirnar eru hins vegar illa þokkaðar í þéttbýli. Illgresi segja sumir.
Ég fylgdist með lífsferli aspanna síðustu tvær vikur. Ég tók daglega myndir af öspunum út um dyrnar. Fyrsta myndin var tekin 26. maí. Næsta er frá 30. maí og þriðja og síðasta var tekin í kvöld.
Það er mikill munur á þéttni laufblaða á aðeins einni viku.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2008 | 22:46
Sigra Spánverjar loks á stórmóti?
Á morgun hefst knattspyrnuhátíðin. EM 2008 er 22 daga veisla sem hefst í Sviss en endar í Vín.
Þegar EM í knattspyrnu er annars vegar er þetta ekki bara íþróttaviðburður heldur evrópskur menningarviðburður. Fótbolti er hluti af menningu flestra Evrópuþjóða, EM er einn alstærsti viðburðurinn (ásamt ÓL og HM) þar sem ólíkar þjóðir úr allri Evrópu koma saman í friði og reyna með sér í heilbrigðum leik.
Trúarbrögð, hörundslitur, menning og efnahagur skipta ekki máli. Þetta er eitt af því góða sem samfélag þjóðanna hefur alið af sér. Þetta er keppni sem nær til allra - líka þeirra ríku og fátæku.
Það er mikill áhugi fyrir Evrópumótinu og góð stemming þótt við Íslendingar séum ekki með. Í dag hefur verið mikið spáð í úrslitin og sitt sýnist hverjum. Mér finnst stórveldin Þýskaland og Frakkland fá bestu útkomuna. Ég hef trú á því að Spánverjar með Fabregas í broddi fylkingar fari loks að standa undir væntingum og vinni í ár. Það eru 44 ár síðan þeir lyftu meistarabikarnum síðast.
Flestra augu beinast að Dauðariðlinum en þar bítast fjögur firnasterk lið um tvö sæti. Þau eru heimsmeistarar Ítalíu, sterkir Frakkar, appelsínugulir Hollendingar og gulir Rúmenar. Það verður gaman að fylgjast með þessum riðli. Rúmenar fá erfiða andstæðinga og róðurinn verður erfiður fyrir þá. Þeir gætu orðið neðstir.
Ég sá grein um hættulegustu vefsíður heims fyrir stuttu. Þar eru vefsíður sem enda á .ro, frá Rúmeníu á toppnum í Evrópu. Þeir hafa verið að sækja í sig veðrið Rúmenar, en óprúttnir aðilar hafa verið að kaupa rúmensk lén grimmt undanfarið. Lagaumhverfið er spillikóðum hagstætt. Kannski verða Rúmenar á toppnum í Dauðariðlinum!
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.6.2008 | 20:23
Útreiðarfélagið Gófaxi
Það var hressandi að hlusta á Bylgjuna í fallega veðrinu í morgun, tólf mínútur fyrir níu. Ég var úr karakter, keyrandi á RAV4 niður að sjónum að Sæbraut. Þá heyrist skyndilega í Bjössa Jóns, einn meðlima Útreiðafélagsins Glófaxa frá Hornafirði í þættinum Í bítið á Bylgjunni. Þetta var hið skemmtilegasta viðtal og endaði með hörku rokklagi en þeir Glófaxamenn eru að gefa út geisladisk.
Hér er tengill í viðtalið hressilega. - http://www.bylgjan.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=35082
"Þetta er stór félagsskapur, við erum fjórir"!
Maður verður að eignast þennan disk.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 20:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.6.2008 | 11:31
Lifi ísbjörninn
Nú vantar alveg almennilegan dýragarð hér á Íslandi. Auðvitað á að reyna allt til að ná dýrinu lifandi. Ef við getum ekki hýst það, þá á bara einfaldlega að senda það heim til sín aftur. Þó það kosti eina ríkustu þjóð veraldar nokkrar krónur, þá er fordæmið gott. Bera virðingu fyrir náttúrinni.
Þessi atburður leiðir hugann að hugarflugi sem ég átti eitt sinn en ég var undir miklum áhrifum af gróillum í Loro Park á Tenerife. Þar voru fimm karlgórillur í góðu búri en þær eru í útrýmingarhættu. Aðeins til um 700 stykki í þessum hættulega heimi. Því kom hugmyndin upp um ísbjarnarbúgarð í ríki Vatnajökuls. Ein pælingin var að senda birnina á jökul á veturna. Þessi ísbjarnadýragarður gæti trekkt að ferðamenn og ekki yrði hann óvinsæll ef nýr húnn kæmi undir. Knútur litli dró að sér milljónir manna í Þýskalandi.
![]() |
Lögregla á slóðum ísbjarnarins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.6.2008 | 00:02
Sjómannadagurinn
Þegar ég var sjómaður fyrir rúmum tuttugu árum var Sjómannadagurinn helsti hátíðisdagur ársins. Það var mikil stemming um borð í skuttogaranum Þórhalli Daníelssyni þegar komið var í land fyrir helgina miklu. Áhöfnin tók yfirleitt þátt í kappróðri og komst ég einu sinni í róðraliðið. Það var mikill heiður og mjög gaman að taka þátt. Enginn tími gafst til róðraæfinga svo við hoppuðum beint í keppnisbáta. Einn okkar manna tapaði ár þannig að við stóðum okkur eins og íslenskt keppnislið í knattleikjum. Um kvöldið á Sjómannadag var hápunkturinn, þá bauð Borgey skipverjum í veislu á Hótel Höfn og var ávallt gaman þar innan um hetjur hafsins og spúsur þeirra. Oftast var haldið til hafs síðdegis á mánudegi og var það einn erfiðasti dagur ársins.
Ég sótti sjóinn stíft á togaraárum mínum. Fór í fyrstu veiðiferð í júlí 1985 og náði 22 uppgjörum í röð. Tók aðeins eitt frí, í júní 1986 á rúmu ári. Man að mikil veiði var um sumarið 1986 og peningar söfnuðust hratt inn á bankareikning minn, mun hraðar en áætlanir gerðu ráð fyrir og er það í eina skiptið sem það undur hefur gerst á ævinni.
Heldur hefur dregið úr sjarma sjómannadagsins. Kvótakerfið er einn sökudólgurinn í því. Ég ætla samt að taka þátt í hátíðarhöldum hér í höfuðborginni, taka þátt í samkomunni, Hátíð hafsins og jafnvel kíkja á sjóarann síkáta í Grindavík ef bræla verður ekki á Suðurnesjum.
Myndin er tekin um borð í Þórhalli Daníelssyni, SF-71 fyrir um 20 árum. Björn Ragnarsson, sem nú er búsettur á Selfossi er bæta trollið og í bakgrunni er dóttir kokksins, Þórarins Sigvaldasonar. Hún var með okkur úti í einni veiðiferð sem stóð í viku og skemmti sér vel.
Sjómenn til hamingju með daginn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.7.): 4
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 103
- Frá upphafi: 236931
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 87
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar