31.3.2010 | 21:20
Gengið niður Bröttufönn
Það er tignarlegt að ganga niður Bröttufönn. Stórbrotið útsýni yfir Þórsmörk, Heljarkamb, Morinsheiði, Heiðarhorn og Rjúpnafell.
Það hefur verið magnað fyrir ferðamenn í dag að hafa tvö glóandi hraun á báða vængi og nýja sjóðheita sprungu fyrir ofan sig.
Þessi mynd var tekin 23. júní 2007 um dagmál.
![]() |
Fólki vísað af Bröttufönn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.3.2010 | 20:26
Slysið á Fimmvörðuhálsi árið 1970
Í fréttum á Stöð 2 í kvöld var Kristján Már Unnarsson, fréttamaður með áhrifamikla frétt um fólk sem varð úti á Fimmvörðuhálsi árið 1970. Jarðeldarnir sem eru nú helsta fréttaefnið komu upp á sömu slóðum og fólkið varð úti. Fyrir fimm árum var settur upp minningarskjöldur um slysið og er áhrifamikið að koma að honum í gönguferð yfir hálsinn. Hann minnir á hættur íslenskrar náttúru. Einnig á boðskapurinn vel við núna en svæðið er hættulegt og kalt er í veðri.
Nú er spurning um hvort hraun hafi farið yfir minnisvarðann.
Á minningarskildinum er mynd af Dagmar Kristvinsdóttur (f. 18.1.1949), sjúkraliða á Kleppspítala einnig eru letruð nöfn Elisabeth Brimnes (f. 31.05.1942), handavinnukennara á Kleppsspítala og Ivar Finn Stampe (f. 18.12.1940) Sendiráðsritara Dana.
"Úr ársskýrslu Landsbjargar 1970"
Það hörmulega slys varð aðfaranótt Hvítasunnudags 17. maí, að tvær ungar stúlkur og þrítugur maður urðu úti á Fimmvörðuhálsi er 11 manna hópur frá Skandinavisk Boldklub ætlaði að ganga frá Skógum undir Eyjafjöllum yfir hálsinn og niður í Þórsmörk. Hópurinn lagði af stað í góðu og björtu veðri frá Skógum, en um miðnætti versnaði veður skyndilega með rigningu og síðan stórhríð, en þá var fólkið statt á Fimmvörðuhálsi, skammt frá Heljarkambi.
Vindurinn var sunnanstæður, þannig að ógerlegt var að snúa við. Sæluhús er efst í skarðinu, en fararsjórinn sem var reyndur ferðamaður lagði ekki í að reyna að ná þangað og hélt undan veðrinu norður yfir hálsinn.
Þau þrjú sem létust, gáfust upp vegna þreytu og kulda, með stuttu millibili. Þeir sem eftir lifðu, reyndu síðan að brjótast áfram niður í Þórsmörk, en veður fór batnandi. Maður úr hópnum hafði verið sendur á undan til að ná í hjálp. Kom hann niður hjá Básum, en þar beið sá hluti hópsins, er ekki fór í fjallgönguna ásamt bifreiðastjóranum sem skipulagði björgunaraðgerðir, en í öðrum skálum í nágrenninu voru hópar frá FÍ og Farfuglum.
Þeir sem af komust úr leiðangri þessum, voru flestir illa til reika er niður af fjallinu kom. Fram kom hjá björgunarmönnum að fólkið hafði dáið úr kulda, fyrst og fremst vegna þess hversu illa það var klætt. En aldrei er of brýnt fyrir fólki að búa sig í góð skjólföt í fjallaferðir og ef til vandræða horfir að leita skjóls og setjast niður áður en það örmagnast af þreytu og kulda.
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2010 | 09:29
Hrunagilsfoss
Það væri eflaust mikil upplifun að vera á þessum stað núna. Horfa bólstrana og hraunið renna niður dalinn úr hæsta hraunfossi heims, Hrunagilshraunfossi.
21.3.2010 | 09:00
Jónsmessuganga yfir Fimmvöruðháls
Ég hef velt því fyrir mér hvernig staðan væri í vinsældum Fimmvörðuhálsar ef bændurnir hefðu reist einni vörðu meira. Etv. væri gönguleiðin yfir hálsinn frægasta gönguleið í heimi!
En nú kemst ekkert annað að en Fimmvörðuháls út af gosi sem kom upp um miðnætti. Stórmerkilegt. Ekki datt mér það í hug er ég gekk með Útivist Jónsmessugönguna 2007. Þetta eru merkilegir tímar sem maður er að upplifa. Hrun, heimsfaraldur og eldgos.
Læt nokkrar myndir flakka af gosstað, kannski er sprungan undir fótum göngumanna. Hver veit en ekki er mikill snjór þarna. Gangan hófst 22. júní kl. 23 og lauk kl. 8.00 í Básum en þar var tekið á móti manni með lýsi og Gammeldansk.
Auðvitað leitaði kvikan að veikasta hlekknum í fjallinu, Fimmvöruðháls. Því verður ekki stórt flóð.
![]() |
Gosið færist í aukana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 25.3.2010 kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.3.2010 | 09:54
Myndakvöld Ferðafélags Íslands
Það var húsfyllir á myndakvöldi FÍ í gærkveldi. Atvinnuljósmyndararnir Christopher Lund og Haukur Snorrason fóru á kostum. En þeir hafa getið sér gott orð fyrir landslagsmyndir.
Christopher Lund hóf kvöldið eftirminnilega með spurningunni, Hvað er flott landslagsmynd? Hann sýndi nokkrar frábærar myndir og var birtan lykilatriðið í myndunum ásamt stórbrotnu landslagi. Fólk er einnig æskilegt í landslagsmyndum, þá sjást stærðarhlutföll. Eftir að hafa sýnt nokkrar myndir og velt upp spurningunni um góða landslagsmynd, fórum við í ferðalag með Chris til Langasjávar. Ég var svo heppinn að vera í ferðinni, Fegurðin við Langasjó í sumar. Það var gaman að endurupplifa ferðalagið. Christopher Lund er með vefinn www.chris.is og eru þar nokkrar af landslagsmyndum sem sýndar voru. Ég mæli einnig með myndasyrpu Chris. Hún er "awesome", eins og einn erlendur vinnufélagi minn lýsti henni.
Haukur Snorrason sýndi loftmyndir. Hann er íhaldssamari en Chris. Tekur loftmyndir úr sömu flugvél, með sömu myndavél og Fuji Velvia 50 filmu. Það voru mörg ný og skemmtileg sjónarhorn hjá Hauki af þekktum og óþekktum stöðum.
Mér finnst ég alltaf svo ríkur eftir myndakvöld FÍ.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 09:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2010 | 21:56
Pub Quiz
Skellti mér í vikulokin á spurnigakeppnina - Drekktu betur. Hann var vel skipaður bjórbekkurinn á Galleri-Bar 46. Spyrill dagsins var blaðamaðurinn Kolbeinn Óttarsson Proppé. Var hann með mikla breidd í spurningaflórunni. Allt frá nýliðnum atburðum sem gerðust í morgun og langt fram í aldir.
Meðal keppenda voru þekktir Gettu betur, Útsvarsmenn og ofvitar. Einnig krimma- og spurningahöfundar og áhugafólk um bjór og spurningar.
Okkur Stefáni gekk bærilega, vorum með gott meðalskor og gátum bjórspurninguna, þá átjándu. Hún var um sterkasta bjór í heimi. Spurt var hversu sterkur hann væri? Við félagarnir hittum á laukrétta tölu en skekkjumörk voru gefin og þau rúm.
Kolbeinn spurði 30 spurninga og skrifa keppendur svörin á blað. Tveir keppendur eru í liði. Þegar spurningum lýkur, þá skiptast lið á svarblöðum og gefa fyrir. Hæsta skor var 24 rétt svör og er það stórkostlegur árangur.
Þetta er stórskemmtilegt efni og mikil menning. Ég á örugglega eftir að kíkja þarna oftar í framtíðinni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.3.2010 | 15:19
Jarðskjálfi í Hornafirði
Það er eitthvað undarlegt í gangi neðanjarðar hér á landi. Á jarðskjálftavef Veðurstofunnar eru skráðir skjálftar í Hornafirði. Skjálftarnir riðu yfir fyrir rúmum sólarhring, í hádeginu á fimmtudag. Stærri jarðskjálftinn er upp á tvö stig og gæti verið í Ketillaugarfjallinu. Eða er gullketillinn hennar Ketillaugar fundinn?
Úti á Skarðsfirði er Skeggey. Hún dregur nafn af manni einum sem þar lét grafa sig ásamt gulli sínu og hvolfa bát yfir. Nokkrir menn úr Nesjum ætluðu einhverju sinni að ná þar í skjótfenginn gróða, en um leið og þeir byrjuðu að grafa eftir gullinu sýndist þeim bærinn í Þinganesi standa í björtu báli. Kona Skeggja hét Ketillaug. Sagt er að eftir dauða hans hafi hún horfið upp í fjallið sem síðan heitir Ketillaugarfjall, með ketil fullan af gulli og lét hún svo ummælt áður en hún hvarf að þegar búið yrði að vinna Skeggja yrði hún auðfundin. Aðrar sagnir herma að til að finna ketilinn þurfi að ganga aftur á bak og berfættur upp fjallið sem er að miklu leyti brattar skriður. Ekki má líta aftur á leiðinni því að þá hverfur ketillinn og allt er unnið fyrir gýg.
Heimild: www.rikivatnajokuls.is
6.3.2010 | 11:16
Fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan
Sögulegur dagur að renna upp. Fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan. Ég ætla að nýta mér kosningarétt minn. Það hafa svo margir dáið svo ég geti kosið. Málefnið hefði mátt vera skemmtilegra og markvissara. Ég verð alveg tómur í kjörklefanum í Smáranum rétt á eftir. Spái að kjörsókn verði samt undir 50% þó ég mæti.
Nú bíð ég spenntur eftir að fá að kjósa burtu kvótakerfið.
5.3.2010 | 18:37
Stóra upplestrarkeppnin
Hún Særún mín stóð sig vel í Stóru upplestrarkeppninni í Hjallaskóla. Lokahátíðin var haldin í sal skólans í dag. Gerði stúlkan sér lítið fyrir og vann keppnina. Fékk hún að launum fallega rós og bókina Sagan af brauðinu dýra eftir Nóbelskáldið Halldór. Einnig verður hún fulltrúi Hjallaskóla í aðalkeppninní í Salnum í Kópavogi, þann 17. marz.
Særún í jógaæfingu á Eyjabökkum með Snæfell í bak í júlí 2005.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 18:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2010 | 12:56
Hollenskur gálgahúmor
Þeir hafa húmor Hollendingar. Á vefsvæðinu thedutchiceland.com er búið að skipta Íslandi upp í tvö svæði rétt eins og Berlín forðum. Skuldugu landinu er skipt á milli nýlenduþjóðanna Hollands og Stóra-Bretlands. Hollendingar eru frekari á landrými.
Á vefnum er holl ráð fyrir skuldara og einnig er hægt að eignast part af landinu.
En þessi vefur er ekki alslæmur fyrir ferðaþjónustu hér á landi og fín landkynning.
Nú er spurning hvort orðatiltækið, Betra er illt umtal en ekkert umtal, eigi hér við.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 4
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 295
- Frá upphafi: 236821
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 242
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar