26.3.2009 | 22:45
Conficker.C - ormurinn á ferð 1. apríl
Þann 1. apríl, á gabbdaginn mikla, fer skæður ormur af stað, Conficker.C. Hann er ekkert grín. Ormurinn er afbrigði af Conficker.A og Conficker.B. En ormur er óværa sem berst milli tölva og fjölfaldar sig.
Það sem gerir orminn sérstaklega skaðlegan er að hann ræðst á allar öryggisvarnir í tölvunni. Hann er því eins og HIV veiran í mannfólki, hann ræðst á ónæmiskerfi tölvunnar. Hann lokar á vefsíður sem tengjast öryggismálum, sérstaklega Microsoft. Ormurinn lokar á öryggisþjónustur og afritar Trojuhest inní Windows möppur. Auk þess sem hann veldur óskunda á skilgreiningum á endurinnsetningu stýrikerfa.
Óværan er talin eiga upptök í Rússlandi.
Öll veiruvarnarforrit þekkja orminn og því á fólk að uppfæra vírusvarnir sínar, auk þess að sækja alla Microsoft plástra. Notendur Windows ættu einnig að sækja Microsoft update for the AutoRun feature í Windows sem var gefin út í febrúar. En hann hindrar að forrit ræsist sjálfkrafa.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.3.2009 | 00:00
44
Fjörutíuogfjórir, 44, eru náttúruleg tala og tekur við af tölunni 43 og er undanfari tölunnar 45. Fyrir mig táknar talan að ég er orðinn 44 ára gamall í dag. Þetta er falleg tala, slétt og auðveld að muna. Hún segir að ég er búinn að ferðast 44 skemmtilega hringi í kringum sólina. Upplifa 528 mánaðarmót.
Í rómverskum tölum er aldurinn táknaður: XLIV, í tvíundartölum: 101100 og Hex: 2C 16
Fjörutíuogfjórir er tribonacci tala, hamingju tala og áttflata tala. Frumefnið Ruthenium, Ru, hefur sætistöluna flottu en rúþen notað í málmblendi er harður og stökkur málmur. Frumþáttun:
- Skráningarnúmer á veiði- og hvalaskoðunarskipinu Sigurði Ólafssyni, SF-44 frá Hornafirði.
- Landskóði í símanúmerum til UK
- Slóði, US Route 44, hraðbraut milli New York og Massachusetts
- Pókerafbrigði
- Barack Obama er 44. forseti Bandaríkjanna
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.3.2009 | 17:11
Aukaspyrna á hættulegum stað
Hann Ari litli vildi ólmur fara á landsleik Íslendinga og Færeyinga í Kórnum í dag. Kórinn er einmitt æfingahöll hans. Æfingar hjá 8. flokk HK eru á mánudögum frá kl. 17 til 18 í einu horni vallarins.
Við mættum aðeins of seint til leiks. Rétt eftir að við vorum búnir að finna laus sæti við íslenska markið fengu Færeyingar aukaspyrnu. "Aukaspyrna á hættulegum stað," mælti sá stutti. Átta sekúndum síðar var boltinn kominn inn í mark Íslands eftir mikil átök í teignum. Hann er glöggur sá stutti!
Að lokum höfðu Færeyingar sinn fyrsta sigur á Íslendingum, 1-2 og mega frændur vorir þakka markveði sínum, Gunnar Nielsen sigurinn. Hann varði vel hvað eftir annað og stjórnaði vörninni eins og góður herforingi. Gunnar þessi er nýlega búinn að komast á samning hjá milljarðafélagi Manchester City og verður fróðlegt að sjá hvort hann nái að komast í aðalliðið. Hann er mjög efnilegur. Á Boltavakt visir.is er sagt að Gunnar þessi sé hálfur Íslendingur, ættaður frá Siglufirði.
Skársti leikmaður Íslands að dómi okkar Ara var Jónas Guðni Sævarsson. Síðasti landsleikur sem ég sá á milli þjóðanna var árið 1997 og þá höfðum við nauman 1-0 sigur á Hornafirði en var leikurinn í tilefni af 100 ára afmæli bæjarins. Þá skoraði Eyjamaðurinn Tryggvi Guðmundsson markið. Þjálfari Færeyinga var hinn kunni Allan Simonsen.
Að lokum er gaman að lesa frétt á færeysku um sáttmála Gunnars og City.
Føroyski fótbóltsmálverjin, Gunnar Nielsen, hevur skrivað undir sáttmála við enska felagið, Manchester City. 22 ára gamli Gunnar Nielsen hevur áður verið knýttur at Blackburn Rovers, men nú hevur hann altso skrivað undir at leika fyri enska stórfelagið, Manchester City komandi hálvttriða árið.
http://vev.fo/20090225+gunnar+nielsen+sattmala+vid+manchester+city.html
![]() |
Fyrsta tap Íslendinga gegn Færeyingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2009 | 18:09
Lóan er komin
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.3.2009 | 14:50
En upplýsingaöryggi?
Ekkert er minnst á upplýsingaöryggi í frétt mbl.is
Hið virta veiruvarnarfyrirtæki McAfee birti nýlega skýrslu um hætturnar í upplýsingatækni sem fylgja efnahagskreppunni sem nú gengur yfir heiminn. Ljóst er að tölvuglæpum mun fjölga, upplýsingakerfi fyrirtækja og stofnana munu ekki fá nægilega vernd frá ógnum innan- og utanfrá. Niðurstöður skýrslu McAffe sýna að beiting alþjóðlega öryggisstaðalsins ISO/IEC 27001 er góð leið til að sýna fram á áreiðanleg vinnuferli og traustan rekstur.
Companies to cut spending on protecting intellectual property in economic downturn - More sophisticated and targeted attacks from cybercriminals
![]() |
Bankahrunið hefur áhrif á öryggismál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 14:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.3.2009 | 18:21
Eldur í skrifstofuhúsinu
Vinnudagurinn tók óvænta stefnu um kl. 16.00 í dag. Reyk lagði ofan af þaki Síðumúla 34, hvar ég vinn. Stiki ehf. er staðsettur á annari hæði. Við vissum af framkvæmdum á þaki hússins. Farmur af tjörupappa hafði farið upp fyrir helgi og gámafylli af tjöru fyrir neðan gluggann. Lítil rifa var á glugga í vinnurúmi okkar. Við lokuðum honum. Reykurinn jókst og fólkið úti á götu hegðaði sér skringilega. Það benti upp á þak og tók myndir á farsíma sína. Það var kviknað í efstu hæðinni, þeirri fimmtu.
Við brugðumst hárrétt við, allir yfirgáfu húsið. Það mátti greina brunalykt. Þetta var óraunverulegt. Slökkvuliðið var mætt á staðinn. Eldurinn magnaðist og svo kvað við sprening. Það var óhuggulegt. Gaskútar höfðu sprungið. Svæðið var rýmt niður að Grensásveg í kjölfarið. Slökkviliðið náði fljótt tökum á eldinum.
Tveir fulltrúar frá Stika fengu að fara inn og kanna húsnæði. Aðkoman var nokkuð góð miðað við aðstæður. Netþjónar voru teknir niður ef rafmagn yrði tekið af. Allt unnið samkvæmt áætlun um rekstrarsamfellu.
Það sem stendur uppúr er að fólk vill upplýsingar. Við notum nú farsíma og msn til að skiptast á upplýsingum. Til stóð að flytja um næstu helgi, kanski hefjast þeir á morgun.
En allt fór vel, enginn slasaðist og það er fyrir öllu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.3.2009 | 22:37
Handknattleikur 8. flokkur
Í Mýrinni var haldið TM-mót í 8. flokki í handbolta. Mótið var skipulagt af Stjörnunni og tókst vel til. Það er mikill handboltaáhugi á landinu. Framtíðin er björt.
Reglur eru örlítið frábrugðnar hefðbundnum leik. Í hverju liði eru fjórir leikmenn. Þrír útileikmenn og einn í marki. Markvörður má þó spila í sókn. Ekki eru hraðaupphlaup, missi sóknarlið boltann, þá þurfa varnarmenn að snerta línuna hjá marki sínu áður en sókn hefst. Allir eru sigurvegarar og fá verðlaunapening. Mörk eru ekki talin.
Eitt af fjórum liðum HK sem að fara yfir leikkerfin.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2009 | 23:52
Mengun
Gekk í vinnuna í kyrra og fallega veðrinu og snjónum í morgun með iPod í eyranu. Var að kryfja lagið "White As Snow", sem er hugljúft gítar og hljómborðslag frá U2. Það átti vel við á leiðinni upp úr Fossvoginum. Þegar ég kom að gatnamótun Bústaða- og Réttarholtsvegar áttaði ég mig á því hvað dagurinn bæri í vændum. Mengun.
Svifrik sveif yfir götunni og koltvísýringur frá bílunum fylgdi með. Alla leið niður í lungu.
Hvílík rústun á fallegum degi. Ég passaði mig að draga sem minnst andann þegar ég þrammaði yfir götuna. Mér var hugsað til lagsins sem hljómaði í eyrum mér en boðskapur dagsins var orðinn, "Black As Sand".
2.3.2009 | 18:47
U2 - NO L INE ON THE HOR I ZON
Er að fara að fíla nýju plötu U2 - No Line on the Horizon. Rokksveitin frá Írlandi hefur verið efst á vinsældalista mínum síðustu 25 ár, eða síðan ég heyrði The Unforgettable Fire á heimavistinni í Menntaskólanum að Laugarvatni. Ég féll því kylliflatur fyrir markaðssetningu Íranna í U2 sem eru með fyrirtækið skráð í skattaskjóli í Hollandi. Þetta er stærsta geislaplötuumslag sem ég hef eignast. Fjárfesti í Limited útgáfu fyrir 6.799 krónur sem inniheldur CD-geisladisk með 11 lögum og meðlæti, DVD með mynd eftir Anton Corbijn, 64 blaðsíðna bók og plakat. Þegar hvíta boxið er opnað sést að útgáfan er fagmannlega unnin. Er ekki að fíla framsetninguna á U2 merkinu. Of flókið.
Næsta vers er að skella disknum í tölvuna og setja allt í botn.
Fyrsta lagið, No Line On The Horizon er ekki að slá í gegn í hátölurum fartölvu minnar. Þetta er plata sem þarfnast hlustunar og pælingar. Það er auðheyrt. Spennandi tímar framundan.
Tónlist | Breytt 3.3.2009 kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.3.2009 | 17:21
Stoke City bjargaði deginum!
Stoke City stóð sig vel í dag þrátt fyrir að vera án innkastarans ógurlega, Rory Delap. Lið Potters var komið í vonlausa stöðu, 2-0 undir en náðu að jafna og taka tvö stig af Aston Villa. Arsenal þarf að spýta í lófana og ná þessu fjórða sæti og þurfa ekki að treysta á önnur lið.
Í pottinum eru 33 stig og þegar Fabregas, Walcott, Eduardo, Rosicky, Diaby og Adebayor mæta frískir til leiks, þá fara mörkin og stigin að koma.
4. Aston Villa 27 15 7 5 42:27 52
5. Arsenal 27 12 10 5 38:25 46
Næsti leikur Arsenal er í Birmingham við WBA á þriðjudaginn og Aston Villa á erfiðan útileik við Manchester City kvöldið eftir.
Þá gæti munurinn verið kominn niður í þrjú stig ef allt gengur upp. Séð frá sjónarhóli Arsenal manna.
Takist þetta ekki. Þá er til Krýsuvíkurleið. Hún er að vinna Meistaradeildina og taka Liverpool til fyrirmyndar. Komist Arsenal ekki í meistaradeildina eftir þessari þröngu leið, þá tapast tekjur upp á 40 milljónir punda.
Takist það heldur ekki, þá er bara að fara alla leið í UEFA keppninni á næsta ári og gera betur en á móti Galatasaray aldamótaárið 2000.
![]() |
Stoke náði jöfnu á Villa Park |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.7.): 0
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 85
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 74
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar