29.11.2009 | 14:43
Fullkomin helgi - tveir stórleikir
Þær gerast varla stærri fótboltahelgarnar. Tveir stórleikir í röð. Kl. 16.00 í dag verður blásið til leiks í norður Lundúnum á Emirates Stadium. Arsenal ög topplið Chelsea takast á. Þegar þeim stórleik lýkur verður sjónum beint til Katalóníu og þar glíma toppliðin tvö, Barcelona og Real Madrid.
Þetta verður erfiður leikur fyrir Arsenal gegn öflugu liði Chelsea. Mikil óvissa er með hvernig vörnin verður uppstillt. Vil frekar hafa Traore vinstra meginn frekar en Silvestre þó hann sé reyndari. En miðjan verður því að vera öflug í dag til að létta álaginu. Chelsea liggur aftarlega og beitir snörpum sóknum.
Ég sagði við bláan vinnufélaga minn um fyrir tíu dögum síðan að ég hefði meiri áhyggjur af leik Sunderland og Arsenal, heldur en Arsenal Chelsea. Arsenal gengur oft illa eftir landsleikjahlé. Ég hef ekkert breytt skoðun minni. Ég er bjartsýnn á góð úrslit, spái 2-1 sigri. Ósigur hjá Arsenal hefur skelfilegar fyrir baráttuna um meistaratitilinn. Þá verða 11 stig á milli liðanna.
Í desember á góðærisárinu 2007 fór ég til London með Einari Jóhannes Einarssyni, miklum Arsenal-manni og sáum við leik sömu liða. Arsenal vann góðan sigur, 1-0 og skoraði Gallas sigurmarkið með skalla eftir hornspyrnu a 45. mínútu. Við sátum í góðum sætum í "Club Level" stúkunni á annarri hæð. Þeir eru dýrir miðarnir, kostuðu 90 pund en innifalinn var ótakmarkaður bjór í leikhléi. Einnig var hægt að borða góðan mat eftir leik. Stemmingin á leiknum var mjög góð.
Þegar markamínútan var að renna upp streymdi fólk sem var í stúkunni í bjórinn. Ég ákvað að horfa á allan leikinn. Ég var hingað kominn til að horfa á knattspyrnuleik, ekki þamba bjór. Í sama mund og ég tók ákvörðunina var Rosicky með boltann á vinstri kanti, hann ætlaði að senda fyrir markið. Blár varnarmaður komst fyrir sendinguna og boltinn fór út fyrir endamörk. Hornspyrna var dæmd og hinn trausti markvörður Chelsea með höfuðuhlífina, Petr Cech misreiknaði fyrirgjöfina sem endaði á kolli Galls og í marki Chelsea. Ég var ánægður með ákvörðun mína sem sýnir hversu agaður maður er. Það hefði verið skelfilegt að vera í bjórnum og missa af þessu augnabliki!
Marki baráttumannsins Galls fagnað, vonandi verður hann heill og með í leiknum í dag.
Síðari leikurinn í dag er El Clássico leikurinn. Leikir Barcelona og Real Madrid er miklu meira en fótboltaleikur. Hann er spurning um þjóðernishyggju, sjálfstæðisbaráttu, völd og frelsi. Menningarmunur á milli Katalóníu og Kastilía. (Castile). Ég var svo lánsamur að komast á leik milli liðanna 21. október árið 2000 en þess leiks verður ávallt minnst sem leiksins þegar Luis Figo fór yfir til Madrídar. Það voru landráð. Sá leikur fór 2-0 fyrir Barca og urðu því engin ólæti í kjölfarið.
Stemmingin á Nou Camp kristallast í þessari setningu: "Catalonia is a nation and FC Barcelona its army". - Spái ég einnig 2-1 sigri fyrir Barca-herinn í þessum stórleik.
Vonandi standa stórleikirnir undir nafni en þeir hafa yfirleitt gert að í gengum tíðina. En reynslan af stórleikjum allmennt er vonbrigði.
Nú er spurningin hvort þetta verður fullkomin helgi, tveir sigrar í stórleikjunum. Ófullkomin verður hún vonandi ekki.
26.11.2009 | 11:12
Fótboltamyndir Match Attax Extra
Match Attax Extra fótboltapakkar með myndum af leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni voru gríðarlega vinsælar á síðasta ári. Í hverjum pakka eru 6 liðsmenn og þeim gefin einkun eftir hæfileikum og stöu á velli.
Markaðsmennirnir hafa nú fundið leið til að hagnast. Þeir hafa breytt lit á spjöldunum og sett inn stjóra liðanna. Ari minn er kominn með nokkuð þykkan myndabunka og duglegur að bítta. Hins vegar finnst mér hann frekar linur í samningum.
Í síðustu viku gerði hann þó feikna góð kaup. Einn félagi hans átti mynd af Arsene Wenger upp á fimm stjörnur. Hann skipti á honum og Paul Hart, stjóra Portsmouth. Nokkrum dögum síðar var hann rekinn. Það fannst mér snilldar kaup.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2009 | 10:56
Pakkhúsið besta tónleikahúsið
Hin fjölhæfa hljómsveit Hjaltalín er á hljómleikaferðalagi um landið. Í Rokklandi var Sigríður Thorlacius í viðtali hjá Óla Palla. Hún var spurð um það hvaða staður hefði verið bestur.
"Á Höfn", svarði hún. Pakkhúsið er besti staðurinn. Gott hljóð, góð nálægð og eflaust frábærir tónleikagestir.
Sama sagði Snorri Helgason fyrr í vikunni. Pakkhúsið er að rokka.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.11.2009 | 21:36
Athyglisverð skipting hjá Arsenal
Það eru ýmsar leiðir til að fylgjast með boltanum á Netinu. Stundum er hægt að finna strauma með mjög góðum myndgæðum. Veetle og TVU eru mjög traustir aðilar, þeir hafa reynst mér betur en SopCast. Á vefsetrinu myp2p.eu er gott yfirlit yfir íþróttakeppnir. Vefsetrið atdhe.net er einnig þess virði að skoða
Það gekk ekki vel að finna heppilegan straum fyrir leik Arsenal og Standard Liege í Meistaradeildinni í kvöld. Því var horft með öðru auganu á soccernet.com. Þeir eru ekki óskeikulir og hér er mjög athyglisverð skipting í leiknum. Þá kom allt í einu markvörður inn fyrir sóknarmann!
En Englendingurnn halti, Theo Walcott com inná í stað Nasri.
En sanngjarn 2-0 sigur og toppsætið gulltryggt í H-riðli. Það verður því hægt að senda Carling Cup liðið til Grikklands.
22.11.2009 | 17:59
2012 ***
Heimsendakokteill sem frumsýndur var föstudaginn 13. nóvember. Frumlegur frumsýningardagur.
Við vorum vöruð við. Maya-indíánar sáu endalokin fyrir, 21. desember 2012. Eða svo halda vesturlandabúar. En í raun endar almanak þeirra þennan dag.
Reikistjörnur í beinni línu milli jarðar og sólar. Einnig mikið sólgos. Það boðar ekki gott fyrir möndul jarðar. Um það fjallar epíska stórmyndin 2012.
Tvær sögur eru í myndinni. Vísindamenn og bandaríkjastórn í annarri og bandarísk skilnaðarfjölskylda í hinni. Fylgjumst við með hamförunum í gegnum flótta fjölskyldunnar en hinn misheppnaði rithöfundur Jackson Curtis (John Cusack) hefur fyrir tilviljun komist að því að enn sé von að komast af.
Þar sem heimsendir hefur áhrif um allan heim, þá eru fulltrúar frá flestum heimsálfum. Indverskur vísindamaður sem staðfesti tilgátu Maya indíánanna. Svartur Kani sem minnir mjög mikið á Obama forseta og kínverski drekinn. Fulltrúar kalda stríðsins, Kanar og Rússi. Tíbetar og Lama. Minni sótt úr biblíunni. Einnig koma fyrir náttúruógnir sem eru fyrir í Yellowstone þjóðgarði og flóðbylgjur (tsunami). Ekkert er þó minnst á Ísland, en jarðfræðilega er landið merkilegt haldið uppi af heitum reit. Öllu þessu er blandað saman í tveggja og hálftíma stórslysamynd eftir Roland Emmerich, stórslysaleikstjóra.
Tölvubrellur eru í aðalhlutverki og því er handrit og persónusköpun ómarkvist. En Woody Harrelson nær að stela senunni í litlu hlutverki, sérlunduðum útvarpsmanns. Þó eru tvær óvæntar fléttur í myndinni, önnur kemur inn í pólveltu í rússneskri Antonov flugvél og hin er áætlunin sem haldið er leyndri fyrir áhorfendum. En björgunaráætlunin er metnaðarfull.
Þegar menn frétta af endalokum jarðar, þá grasserar spillingin. Bjarga þarf mannkyninu og hver ræður því hverjir fá að lifa? Myndin tekur á því, veltir upp siðferðilegum spurningum.
Ég gerði flóttaáætlun í huganum. Hæsti punktur Vestfjarða er einna öryggastur en afskrifað hann þegar flóðhæðin var komin í 9.000 metra. Maður á ekki sjens, eða hvað.
Ekkert óvænt gerist með aðalsöguhetjurnar og er hamingjusamur endirinn dæmigerður fyrir Hollywoodmyndir. Ekki þora þeir að taka áhættur. Hræddir við endalokin.
Þessi stórslysamynd er bærilegasta afþreying, vel gerð og það þarf að horfa á hana í almennilegu kvikmyndahúsi með góðu hlóðkerfi til að hún njóti sín.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 18:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2009 | 00:00
Grímmannsfell (484 m)
Ég hef mikið útsýni til norðurs á vinnustað mínum, hátt upp á Laugavegi ofanverðum. Ég stillti skrifborðsútsýni mínu til austur meðan flestir aðrir sneri baki við Esjunni. Úlfarsfellið er því mjög áberandi og Hengillin nokkru aftar. Það mótar fyrir öxl norðan meginn við Úlfarsfell. Ég hafði ekki velt henni neitt fyrir mér.
Það var ekki fyrr en eftir gönguferð með Gunnlaugi Benedikt frá Stafafelli að ég áttaði mig á fjallöxlinni. Þetta er norðvesturendi Grímmanssfells í Mosfellssveit. Það blés heldur betur um okkur þegar við gengum upp hæðina. Nú fer hún ekki framhjá mér. Ég á vindbarðar minningar um hana.
Lagt var af stað frá bakaríinu í Mosfellsbæ kl. 10.15 og keyrt í átt að Þingvöllum. Rétt áður en komið er að hinum sögufræga Gljúfrasteini var beygt af leið, inn Helgadal. Þar er mikil hestamenning. Einnig skógrækt, refarækt og gróðurhús. Fjallarútan lagði við hestgerði og þaðan lá leiðin upp á hið umfangsmikla Grímmannsfell en það eru til nokkrar útgáfur af nafninu, Grímannsfell, Grímarsfell, eða Grimmannsfell. Nafnið er fornt, eflaust hægt að færa rök fyrir því að það sé frá Landnámsöld.
Þegar ofar dró í fellið, jókst vindur. Mikill vindstrengur blés inn Katlagil og fagnaði maður hverju aukakílói. Við náðum hæðinn fljótt og þegar innar í gilið eða dalinn var komið var hægt að finna logn. Stefnt var að því að ganga stóran hring í kringum Helgadal með viðkomu á hæsta punkti, Stórhól.
Gangan á Grímmannsfelli minnti mig mjög á göngu á Akrafjall. Veður var svipað og tvær fjallbungur sem klofna í tvennt fyrir miðju þar sem á rennur um gil sem endar í fögru gljúfri.
Eftir nokkuð rölt var ákveðið að ganga úr skjólinu og kíkja á barma fellsins til að sjá til Þingvalla og nágrennis. Því var tekinn aukakrókur. Útsýni er ágætt yfir Þingvallahringinn en mest ber á Mosfellsheiði og Borgarhólum sem fóðruðu heiðina af hrauni. Hengillinn er góður nágranni og Stóra Kóngsfell áberandi í Bláfjallaklasanum.
Eftir matarstopp með sýn yfir Mosfellsheiði var áhlaup gert á Stórhól í miklum mótvindi. Þegar á hólinn var komið blés vel á göngumenn og tók lítil varða á móti okkur. Fagnað var í stutta stund og lagt af stað stystu leið að rútu. Stóri hringurinn og hólarnir tveir, Kollhóll og Hjálmur verða heimsóttir siðar. Í minni vind.
Fagnað á Grímmannsfelli í 35 m/s. Úlfarsfell og höfuðborgin í bak.
Um tilvist Grimmansfells er um það að segja að það ásamt öðrum fellum í nágrenninu leifar af hinu forna Esjufalllendi sem ísaldarjöklar hafa ekki alveg náð að jafna út. Er það því nokkuð komið til ára sinna.
Dagsetning: 15. nóvember 2009Hæð: 482 metrar
Hæð í göngubyrjun: Við hestagerði Helgadal, tæð 400 metra raunhækkun
Uppgöngutími: 2 klst. og 30 mín (10:30 - 13:00)
Heildargöngutími: 3 klst. og 30 mín (10:30 - 14:00)
Erfiðleikastig: 1 skór
GPS-hnit tindur:
Vegalengd: 6 km
Veður: 3 gráður, hvassviðri 15 m/s af NA en bjart
Þátttakendur: Ferðaþjónustan Stafafelli, 8 manns
GSM samband: Já
Gönguleiðalýsing: Létt og þægileg hringleið, stutt frá borginni sem minnir á Akrafjall með nokkrum möguleikum á útfærslu.
Heimild:
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2009 | 00:01
Stuttur líftími fartölva - Þriðjungur ónothæfur eftir þrjú ár.
Þriðja hver fartölva ónýt innan þriggja ára. Svo hljóða niðurstöður sem ábyrgðarfyrirtækið SquareTrade kynnti í vikunni.
Þetta eru mikil afföll á verðmætri vöru. Fleiri niðurstöður í rannsókninni sýna að Netbooks fartölvur eru 20% líklegri að úreldast heldur en fartölvur og Asus og Toshiba eru traustustu merkin í fartölvum. Úrtakið í könnuninni er stórt, 30.000 tölvur voru í mælingu.
Fartölvunum í rannsókninni var skipt í þrjá hópa, netbook, entry-level laptops og premium laptops. Netbook fartölvurnar komu á markað fyrir tveim árum og var Asus brautryðjandi. Skjástærð þeirra er 7" og léttar eftir því. Entry-level laptops eru minni og ódýrari flokkur fartölva en preminum sá öflugri.
Hægt er að sjá niðurstöður frá SquareTrade í vel fram settu skjali á vefsíðu þeirra. En ég birti hér með niðurstöður fyrir traustustu fartölvurnar.
Það kemur á óvart að HP fartölvur skuli vera á þessum enda en þeir framleiddu 16 milljónir fartölva á síðasta ári.
Fyrir einu og hálfu ári fjárfesti ég í ASUS Notebook F3Se Series - fartölvu eftir lítilsháttar pælingar. Þrátt fyrir góða útkomu Asus hefur hún ekki sloppið við viðhald. Eftir níu mánaða notkun þurfti ég að fara með tölvuna í viðgerð. Diskurinn var skemmdur og mikið ryk var í tölvunni. Ég fékk nýjan disk og náði ábyrgðin yfir það tjón. Nú fyrir skömmu er farið að heyrast full hátt í viftu í tölvunni. Því þarf að fara aftur með gripinn í viðgerð. Asus-menn mættu hanna loftflæði tölvunnar betur. En tölvur hafa þann eiginleik að sog að sér ryk. Ég vona að tölvan eigi eftir nokkur ár í viðbót.
Í vinnu hef ég haft til brúks Dell og Lenovo "premium" fartölvur. Hafa þær ekkert bilað en stýrikerfið hefur verið að stríða.
Annar hlutur sem fer fljótt í fartölvum er batteríið. Algengt er að líftími þeirra sé aðeins eitt og hálft ár. En notkun og hiti hefur áhrif á rafhlöðuna.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 00:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2009 | 17:21
Ný leikur á Wembley
Hann er heiðarlegur hann Henry að viðurkenna handlagni sína. Frakkinn snjalli fylgir gildum Þjófundarins.
En það væri falleg af Frökkum að bjóða Írum upp á annan leik, rétt eins og Arsene Wenger og David Dein gerðu er Arsenal glímdi við Sheffield United í FA-bikarnum árið 1999, fyrir rúmlega áratug. En þá misskildi Nígeríumaðurinn Kanu óskráða hefð knattspyrnumanna um að gefa boltann til andstæðings eftir að bolta er komið úr leik vegna meiðsla leikmanns.
Heppilegur og hlutlaus völlur gæti verið Wembley.
![]() |
Henry: Ég notaði höndina viljandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.11.2009 | 15:44
Vínsmökkun í Ríki Vatnajökuls
Vínskólinn er merkilegur skóli. Þar er skemmtilegt að vera.
Námið þar dýpkar skilning nemanda á góðum veigum. Eitt af markmiðum Vínskólans er að fara í vínsmökkunarferðir. Ávallt er farið erlendis í slíkar ferðir enda lítið um vínrækt hér á landi. En nýlega sá ég mjög athyglisverða nýbreytni. Vínskólinn ætlar að fara í vínsmökkunarferð innanlands.
Hvernig má það vera hægt, ekki er mikið um víngerð hér landi. En það býr meira á bakvið vínsmökkun en bragð vínsins. Það er samsetning matar og víns. Einnig menning viðkomandi staðar. Ísland hefur upp á mikið að bjóða í mat. T.d. osta, villibráð og allt sjávarfangið. Því er spennandi að fylgjast með hvernig til tekst með vínsmökkunarferð í Ríki Vatnajökuls. Ég fékk neðangreind skilaboð frá Dominique, skólastjóra Vínskólans fyrir stuttu.
Vínsmökkunarferð innanlands?
Það er vel hægt og hópur er að fara í fyrsta skipti í eins konar óvissuferð norður á land, þar sem fléttað verður saman mat úr héraði (Matarkistu Skagafjarðar og Eyjafjarðar) með kvöldmáltíð á Hótel Varmahlíð og hjá Friðrík V, heimsókn í héruðunum og vínsmökkun með matnum. Auðvelt í framkvæmd, gefandi að skoða hvað landið hefur uppá að bjóða - og það er ótrúlega margt.
Ríki Vatnajökuls í Hornafirði hefur samskonar dagskrá í boði og ekki er sú sveit verr setin hvað matarkistu varðar.
Vínskólinn er stoltur að vera á báðum stöðum samstarfsaðili þeirra sem gera matnum úr sveitum landsins svona hátt undir höfði.
14.11.2009 | 10:48
Bátasigling á Langasjó
Mauraþúfan er nú að störfum í Laugardalnum og það verður gaman að sjá niðurstöðu fundarins í kvöld.
Lykilorðið í dag er nýsköpun. Ferðaþjónustan er mikilvægur þáttur í tekjuöflun þjóðarbúsins. Ég var að fara yfir myndir úr ferð í sumar, Fegurðin við Langasjó, með Augnablik. Þá skaut upp í kollinum hvort bátasiglingar á Langasjó verði orðnar vinsælar eftir áratug en svæðið hefur upp á mikið að bjóða. T.d. heimsókn til eyjunnar Ást, í Fagrafirði í Fögrufjöllum. Einnig væri hægt að tengja það fjallgöngum, á Fögru og Sveinstind. Útfallið er einnig skoðunarvert. Margar eyjar eru í stöðuvatninu og hægt að nýta þær.
Ekki fóru margir í siglingu á Jökulsárlóni árið 1985. Ekki sála. Í dag fara yfir 50.000 manns í siglingu á Lóninu.
Ekki algeng sjón á Langsjó. Bátsverjar og bátar frá Skaftártungu á silgingu heim í 670 m hæð eftir gott dagsverk.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.7.): 6
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 249
- Frá upphafi: 236834
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 208
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar