19.11.2009 | 17:21
Ný leikur á Wembley
Hann er heiðarlegur hann Henry að viðurkenna handlagni sína. Frakkinn snjalli fylgir gildum Þjófundarins.
En það væri falleg af Frökkum að bjóða Írum upp á annan leik, rétt eins og Arsene Wenger og David Dein gerðu er Arsenal glímdi við Sheffield United í FA-bikarnum árið 1999, fyrir rúmlega áratug. En þá misskildi Nígeríumaðurinn Kanu óskráða hefð knattspyrnumanna um að gefa boltann til andstæðings eftir að bolta er komið úr leik vegna meiðsla leikmanns.
Heppilegur og hlutlaus völlur gæti verið Wembley.
![]() |
Henry: Ég notaði höndina viljandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.5.): 2
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 89
- Frá upphafi: 235893
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 72
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og hvar á að draga mörkin? Hvenær á að spila nýjan leik og hvenær ekki? Hvenær er mark umdeilt?
Eina leiðin væri líklega ef báðir aðilar vilja nýjan leik. En miðað við annir knattspyrnumanna get ég ekki séð að félagsliðin muni sætta sig við slíkt fyrirkomulag.
Mín skoðun er að á meðan mennskir dómarar dæma, þá er ekki hægt að kvarta yfir svona atvikum. Þau gerast alltaf, því miður stundum á viðkvæmum augnablikum. Annaðhvort sættum við okkur við þetta eða finnum leiðir til að hjálpa dómurum að dæma "réttar", td með upptökum.
Kjartan Maack (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 21:54
Það sem gerir þennan leik sérstakan er draman í kringum atvikið. Framlenging og stór mistök hjá Henry. Þetta er spurning um að komast á úrslitakeppni HM. Þetta atvik mun elta Frakka allt mótið. Því er einfaldasta leið þeirra að vera heiðarlegir og djarfir. Bjóða upp á nýjan leik. Þeir verða meiri menn á eftir. Frakkland er sterkara er Írland og á að fara heiðarlega áfram.
Það er rétt hjá þér, það er skelfilega erfitt að finna tíma fyrir leikinn. Meistaradeildin tekur tvær vikur og þá eru bikarleikir. Allt fullbókað fram að HM!
Þrýstingur á upptökur fyrir dómara mun aukast eftir þessa uppákomu, sérstaklega í stórum keppnum eins og HM.
Sigurpáll Ingibergsson, 21.11.2009 kl. 00:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.