Sofandi Spurs

Þeir vörðust ágætlega hinir sterklegu leikmenn Spurs. Eltu leikmenn Arsenal út um allan völl og gáfu ekki nein tækifæri á að byggja upp gott spil.

Á 43. mínútu, markamínútunni, sofnuðu þeir hins vegar á verðinum. Eflaust orðnir þreyttir á sífelldum hlaupum. Innkast, fyrirgjöf frá Sagna og maður leiksins, Robin van Persie með númerið 11, á réttum stað og fór illa með Kónginn í vörn Spurs.   Eitt núll, ísinn brotinn.

Markamínútan er aðeins 60 sekúndur, rétt eins og aðrar mínútur en Fabregas náði eflaust að setja met. Sofandi leikmenn Spurs gáfu eftir boltann og frábært einstaklingsframtak fyrirliðans kom Arsenal í 2-0. Ellefu sekúndur á milli marka!

Þriðja markið var einnig merkilegt. Það er ekki oft sem menn sjá bakvörð stoppa í sókninni en Sagna hélt að leikurinn væri stopp eftir gróft leikbrot á Eduardo.  Þetta óvænta stopp svæfði varnarmenn Spurs í þriðja skipti í leiknum.

Fyrir leikinn voru leikmenn Spurs með miklar yfirlýsingar, þeir eru eflaust sterkir leikmenn en liðsheildin er ekki í sama klassa og hjá nágrönnunum í Arsenal. Þeir eiga margt ólært  í enska boltanum.


mbl.is Arsenal vann öruggan sigur á Tottenham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skrýtnar þessar yfirlýsingar hjá Spurs fyrir leikinn. Þeir hafa einu sinni unnið arsenal síðan úrvalsdeildin var sett á stofn. Arsenal tapa varla leik á heimavelli. Þeir hafa skorað amk þrjú mörk á heimavelli í hverjum einasta heimaleik í deildinni hingað til. Arsenal gat stillt upp svo að segja sínu sterkasta liði, auk þess höfðu þeir ráð á að hvíla lykilmenn gegn liverpool í vikunni.

Að þessu sögðu er það ekki mjög klókt hjá Robbie Keane og félögum að tala um að þeir séu með betra lið en Arsenal og séu sigurstranglegri, það hefði verið við hæfði hjá þeim að tóna þessar yfirlýsingar eitthvað niður.

joi (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 233598

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband