14.10.2009 | 22:40
Windows 7
Þann 22. október næstkomandi verður Windows 7 kynnt formlega fyrir heiminum. Á sjöan að taka við af Windows Vista sem hefur verið halið út í tæp þrjú ár.
Hægt hefur verið að sækja eintak af nýja stýrikerfinu og líkar þeim sem prófað hafa vel við gripinn. Nýja stýrikerfið er snarpara og stöðugra.
Þeir sem keyra á Window XP ættu að horfa til sjöunnar og uppfæra stýrikerfið við fyrsta tækifæri.
Uppfærsla á að vera einföld úr Vista yfir í Windows 7.
Þrír uppfærslumöguleikar eru fyrir XP notendur.
Einfaldasta leiðin ef nægt er diskpláss að skipta disknum upp og hafa XP og Windows 7 saman.
Leið tvö er að skipta út XP og setja hreina útgáfu af Windows 7 með því að nota "Easy Transfer" möguleikann. Setja þarf inn forrit að nýju annað erfist.
Þriðji möguleikinn er að uppfæra XP yfir í Vista SP1 og svo uppfæra úr Vista yfir í Windows 7. Þá þarf ekkert að setja upp aftur.
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 4
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 234559
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einstaklingsútgáfan af Windows 7, nýjustu útgáfunni af Windows stýrikerfi Microsoft, mun kosta í kringum 19-20.000 krónur út úr búð hér á landi.
Talsmaður Microsoft á Íslandi segir að söluverðið hér jafnist á við það sem gerist og gengur í Evrópu, þrátt fyrir lágt gengi krónunnar. Ástæðan sé hið svokallaða Microsoft gengi á krónunni, en samkvæmt því fara viðskipti við Microsoft fram á genginu 130 krónur á evruna, en ekki rúmum 180 krónum, sem er gengi Seðlabanka Íslands. Væri farið eftir síðarnefnda genginu væri söluverð einstaklingsútgáfunnar líklega um 28.000 krónur.
Sigurpáll Ingibergsson, 21.10.2009 kl. 18:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.