29.8.2009 | 17:10
Aldrei víti á OT
Það er alltaf gamla góða sagan, þau eru sjaldséð víti gestanna á Old Trafford.
Arshavin svarað vel fyrir sig, 24 sekúndum eftir samsærið skoraði hann gott mark! Svona gera ekkert annað en alvöru menn.
Tölfræðin er skemmtileg. Í síðustu 68 leikjum í Úrvalsdeildinni sem Arsenal hefur leitt í hálfleik hefur leikur ekki tapast. Vonandi fer teljarinn í 69 eftir leikinn í dag.
Gallas er út um allt. Mikið hefur Vermaelen haft góð áhrif á bardagmanninn.
Manchester United lagði Arsenal, 2:1 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 233595
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
væææææææl
Gísli (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 18:21
Staðreynd
Sigurpáll Ingibergsson, 29.8.2009 kl. 18:23
Ég get ekki skilið hvernig er hægt að dæma víti þegar sóknarmaðurinn þrumar boltanum upp í stúku og er að auki dottinn áður en sneringin á sér stað!
Fáránlegt!
Balsi (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 18:24
Vítið sem MU fékk var hárrétt og ekkert við því að segja. Hins vegar stakk Arshavin uppí alla með þessu marki sem kom í kjölfarið á "frábærri tæklingu Fletchers" eins og Höddi Magg orðaði það en var ekkert annað en víti, Fletcher var ekki nálægt boltanum fyrr en eftir tæklinguna.
Mér fannst hins vegar mínir menn í Arsenal betra liðið í þessum leik en hafði það nú á tilfinningunni allann leikinn að úrslitin yrðu ekki hagstæð. Svona er fótboltinn bara og þess vegna er gaman að þessari íþrótt.
Vilhjálmur Óli Valsson, 29.8.2009 kl. 18:29
Það er alveg sama hvernig það er reiknað. Man.Utd gátu ekki náð betri úrslitum í þessum leik. Arsenal er mun betra lið í ár og mun enda ofar. (sjáið til)
Ef ekki hefði verið fyrir sjálfsmarkið þá hefði Man.Utd aldrei náð að skora. Vítið var rétt en dómarinn gugnaði að dæma víti á Fletcer. Hann bókstaflega sópaði löppunum undan Arshavin.
Ég er nokkuð viss um að það er að byrja gullöld hjá Arsenal. Man.Utd er að klára sína og náðu að kreista út síðasta sigurinn í bili á Arsenal.
Már (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 19:00
Kom ekki markið stutt eftir þessa tæklingu?
CrazyGuy (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 19:03
Hverju breytir það hvort að markið kom rétt á eftir eða ekki ? Mergur málsins er að ekki var dæmt víti sem sýnir hlutdrægni dómara.
Már (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 19:17
Jú vinur,
Algjört væl
Held að þú ættir að uppfræða þig betur áður en þú ferð að gaspra um eitthvað
sem þú greinilega veist ekkert um.
....ekki vera svona tapsár
Jóhannes (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 19:23
Tvö heimskuleg einstaklingsmistök kostuðu Arsenal tap í þessum leik. United er ekki eins sannfærandi og á síðasta leiktímabili og saknar hraða og marka frá Ronaldo. Þetta verður erfiður vetur hjá MU.
Er hjartanlega sammála Má, ég er nokkuð viss um að það er að hefast gullöld hjá Arsenal. Hvort það dugi í toppsætið í maí næstkomandi er svo annað mál.
Vendipunkturinn í leiknum var frábær markvarsla Forsters í byrjun síðari hálfleiks. Sú markvarsla minnti á góðan handboltamarkvörð.
Sigurpáll Ingibergsson, 29.8.2009 kl. 19:27
Eftir að hafa séð leiki dagsins er augljóst hvaða lið er að spila besta boltann. Chelsea hafa til þessa verið afar sannfærandi og seinni hálfleikurinn hjá þeim í dag var hrein unun á að horfa. Sé ekki að nokkurt lið standist þeim snúning, einsog þeir eru að spila þessa dagana.
Þráinn (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 19:55
Balsi, þú hlýtur að vera að meina leik Arsenal og Celtic, þegar að Eduardo lét sig falla, þar var engin snerting, en ekki man ég hvort boltinn fór upp í stúku þá. En hvað leiknum í dag varðar þá var þetta ekkert annað en víti, og Almunia vissi upp á sig sökina, þar sem hann reyndi ekki einu sinni að mótmæla þeim dómi. En það er líka spurning hvort að Arsenal hefði ekki líka átt að fá víti, að minsta kosti hefði rússadómarinn sem dæmdi leik Ísland-Frakkland á EM ekki verið í vafa um það.
Hjörtur Herbertsson, 29.8.2009 kl. 20:04
Voðalegir kjánir eruð þið. Þið talið um að þessi og þessi lið eru best og enginn getur skákað þessum og hinum. Tímabilið er bara rétt að byrja. Liverpool byrjar illa og sagan segir að þeir muni rífa sig upp vinna fullt af leikjum en tapa dýrmætum stigum á móti lakari liðum. Arsenal er að spila frábæran fótbolta en einnig hefur það sýnt sig að þeir hafa ekki úthaldið né breiddina til að klára deildina. Man Utd hafa oft byrjað illa en vex alltaf eftir því sem líður á þannig að þeir verða í efstu 2 sætunum af gömlum vana. Svo er það Chelsea sem er og verður erfitt lið að sigra. Þeir eru komnir með frábæran þjálfara þannig að ég veðja helst á þá. City og Tottenham mun ekki ná að halda dampi út tímabilið en verða sterkir. Talandi um leikinn í dag þá þýðir ekkert að kenna dómaranum um. Arsenal var sinn versti óvinur í þessum leik. Ef þeir hefðu fengið þetta víti þá hefðu þeir ekki verið í þessari sókn sem gaf markið 2 mín síðar. Svona geturðu endalaust spáð ef ef ef. Vítið sem Rooney fékk var klaufaskapur af markmanni Arsenal. Það er alveg ljóst að sóknarmaður sækir víti í þessari stöðu sem hann var í. Almunia átti að vita það og hann tók hann klárlega niður burtséð hvert boltinn var að fara. Svo var þetta sjálfsmark sem var hreinlega út í hött. Jöfnuarmarkið var réttilega dæmt af þannig að betra liðið tapaði. En það var ekki fyrir dómarann eða eitthvað annað. Þeir voru klaufar að klára þetta ekki í dag.....og geta engum kennt um nema sjálfum sér....
Sigurður Gunnar Ragnarsson (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 20:50
Sammála þér Sigurður Gunnar, Skelfilegur klaufaskapur kostaði Nallana sigurinn og stigin fóru til MU. Annars var athyglisvert hve fá skot Arsenal áttu á rammann, bara 3. Tölfræðin var jöfn báðum liðum, utan það að MU átti mun fleiri markskot. Hvernig menn sjá það þá að Arsenal hafi "átt leikinn", ber ekki vott um raunsæi, heldur blinda hlutdrægni, en samt: Arsenal tapaði leiknum, og því verður ekki breytt!!!
Stefán Lárus Pálsson, 29.8.2009 kl. 22:34
Flöldi markskota segir ekki alla söguna. Frekar gæði markskotana. Arsenal átti skot í slá og markmaður bjargaði á línu með handboltamarkvörslu á heimsmælikvarða. Marki var svo glæsilegt hjá Rússanum snjalla (Arshavin)
Mörk UTD. vöru eins slöpp og þau geta orðið. Grís sem fæst bara gefins einu sinni á tímabili. (nú eða tvisvar kannski)
Einn daginn verður Utd. All out of luck.
P.S þetta sjálfsmark var það skrítnasta sem ég hef séð ! Svo ótrúlega skrítið að maður spáir hreinlega í það hvort að maðurinn sé fulle femm eða hafi verið mútað til að skora í egið mark ! :):)
Már (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 01:11
"The penalty decision was 'Old Traffordish'.
Það er komið nýtt orðatiltæki um víti og ekki víti á Old Trafford. Vonandi verður þessi umræða til þess að dómarar gæti hlutleysis á þessum velli. Manchester hefur fengið allt of mörg stig gefins af dómurum.
Að lokum, vítin tvö sem komu, þ.e. Eduardo og Rooney eru svipuð. Rooney er Englendingur og nýtur þess hjá ensku pressunni.
Sigurpáll Ingibergsson, 30.8.2009 kl. 09:32
Satt. Þjóðerni skiptir öllu í fótboltanum í dag. Bíð enn eftir kærunum frá UEFA fyrir þessar dýfur:
http://www.youtube.com/watch?v=1GKXAKQY-0Y eða þessar: http://www.youtube.com/watch?v=w2FilSIGfCo
En málið er nú bara það að leikurinn endaði 2-1, tölurnar tala sínu máli, það þýðir ekkert að væla yfir þessu og eina sem er hægt að gera er að horfa fram á veginn. Það eru 35 leikir eftir af tímabilinu og ég sem Arsenal-maður hlakka til að sjá stöðuna í deildinni að þeim loknum.
Áfram Arsenal!
Engilbert Aron (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 12:42
Ágæti tapsári Már! Það er nú einu sinni þannig í þessum blessuðum fólbolta, að það eru mörkin sem telja þegar úrslit ráðast, en ekki hvort einhverjum áhorfanda finnist þau "góð" eða "slæm". Allir geta gert mistök, og þannig fór í gær, þegar þetta auðvitað "glæsilega" sjálfsmark var skorað, því þar var leikmaður Arsenal að verki, og þeir skora víst "betri mörk" en leikmenn annarra liða. ég vorkenni þessum unga manni. Engilbert Aron: Dettur þér virkilega í hug karlinn minn, að Arsenal komi með fullt hús stiga úr þessum 35 leikjum sem eftir eru? Ekki einu sinni Venger sjálfum dettur slít í hug. Mér kæmi ekki á óvart þó Chelsea hampaði bikarnum í vor þó ég sé ekki þeirra maður. Þar er stöðugleikinn fyrir hendi, en svo koma fleiri lið til greina, gleymið því ekki að Sir Alex hefur oft náð á toppinn í lokin á seglunni og með því að toppa á réttum tíma, enda reyndasti stjórinn í deildinni. Þið Arsenalelskendur ættuð nú að kannast við það!! Hættið svo að reyta hár og skegg eftir tapleiki. reynið heldur að hafa gaman af þessu þá líður ykkur betur, því það er ekki sjálfgefið að eitt lið vinni alla sína leiki, jafnvel þó um Arsenal sé að ræða. Njótum þess að horfa á góða knattspyrnu, og berum höfuðið hátt þó blási á móti.
Stefán Lárus Pálsson, 30.8.2009 kl. 14:01
Ég hélt að púllarar væru heimsins mestu grenjuskjóður en það hef ég augljóslega rangt fyrir mér, hér hafa "a-nallar" básúnað út grenjusöng sem á engan sinn líkan.
Reyniði nú að sprengja hausinn út úr rassgatinu á ykkur. Ekki einu sinni Vanker sjálfur mótmælir í dag þessum rangstöðu dóm, segir heldur að hann hafi sparkað í flöskuna þar sem hann var svekktur fyrir því að markið stæði ekki. Það er eins augljóst og að sólinn sest í kvöld að þetta var rangstaða.
Eina atriðið sem mögulega getur talist til vafaatriðis er meint vítaspyrna á Fletcher, en það hefur enginn úrslitaáhrif á leikinn þar sem Asarvin skorar 5 sec seinna.
Arsenal menn gleyma því að Berba átti tvö ef ekki þrjú dauðafæri í lok leiksins og með ólíkindum að hann hafi ekki náð að setja eins og eitt kvikindi í lokinn. Leikurinn hefði auðveldlega getað endað 4-1 eða 4-3,,,,,,, en hann fór 2-1.
Það er ekki auðvelt að tapa og hvað þá þegar menn eru búnir að telja sér í trú um eigin yfirburði, sbr þegar við töpuðum á móti Arsenal í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik FA bikarsins, þar sem MUFC hafði fádæma yfirburði,,,, en nei....
Leikurinn í gær var jafn leikur sem gat dottið á hvorn veginn sem var og hefði hvorugt lið getað sagt neitt við því að tapa - stórmeistara viðureign.
Ólafur Tryggvason, 30.8.2009 kl. 15:45
Vel mælt Ólafur, menn eru komnir á hættustig andlega, þegar þeir eru farnir að trúa því að lið eins og Arsenal eigi skilyrðislausa heimtingu á að vinna alla sína leiki, og eru farnir að tala um slæm mörk og góð mörk. Staðreyndin er að mark, er bara mark hver sem skorar, það telur til úrslita, svo einfalt er það. En að gera tilkall til Englandsbikarsins þó 3 fyrstu leikir mótsins hafi unnist, er svo helber einfeldni og barnaskapur, að það hálfa væri nóg. Það eru nefnilega fleiri lið sem ætla að vera á toppnum í vor, og Nallarnir gefa vanalega eftir er líða tekur á mótið. Tölfræðin sýnir það. Sammála þér, þetta var heppnissigur MU, en sigur samt yfir ágætu mistæku liði Arsenal sem féll á eigin mistökum. Þannig er fótboltinn!!
Stefán Lárus Pálsson, 30.8.2009 kl. 16:14
Ólafur og Stefán!
Það er aðeins verið að tala um að hafa jafnræði í dómgæslu. Það er staðreynd að það hefur verið hallað á útilið á OT.
Gott lið á ekki að þurfa að vinna leiki með svindli.
Sigurpáll Ingibergsson, 30.8.2009 kl. 16:26
Þetta endalausa væl um dómgæslu á Old Trafford frekar en á öðrum völlum. Af hverju er árangur liða betri á heimavelli en á útivelli, er það af því að heimaliðið er vanara grasinu sínu - bwahahahahahaha. Það er þekkt staðreynd að heimalið fær oftar en ekki örlítið meiri fyrirgreiðslu hjá dómurunum án þess að það sé eitthvað fyrirfram ákveðið, það gerir einfaldlega ógnin frá 70þ áhorfhendum.
En talandi um að dómgæsla hafi skapað þennan ósigur arsenal í gær er álíka villutrú og þegar Gunnar í Krossinum heldur því fram að hann geti afhommað hommana....
Hvað í dómgæslunni hafði svona afgerandi áhrif á leikinn?
Ólafur Tryggvason, 30.8.2009 kl. 17:02
Wenger: I will take positives from our defeat
Dear Supporter,
I think what is the most difficult thing to take from Saturday's defeat against Manchester United is that we were the better team and we lost the game. We were in front and had a chance to score the second goal and got punished on two goals. It is beyond belief.
Overall I would like to keep the positives of the game because I believe that we can deal well with the disappointment of losing the game. We have a great future and we can be a real force. But of course, it's difficult to accept going home from Old Trafford without any points.
Football is unpredictable but I believe in this team. We lack some calmness, maturity and experience at times because we conceded goals at a time when there was no need to panic. We assessed two situations badly.
In the first one, Wayne Rooney was in no position to score, so there was no need to panic. And on the second one as well when Abou Diaby scored an own goal. There was not one player of Man United around our players. So it's a lack of communication and still a little bit I feel in these situations that we might be lacking a little bit of experience.
Even so we had opportunities to finish the game off. We had the chances to kill the game off at 1-0 and even had a chance to come back to 2-2.
As you would have seen, I was sent from the touchline at the end of the game because I kicked a bottle of water when Robin van Persie's goal was disallowed. The fourth official called the referee and sent me off.
I didn't kick the bottle because I thought William Gallas was not offside in the build-up to the goal, but because I was disappointed. I thought we had equalised.
Thanks for your continued support.
Sigurpáll Ingibergsson, 1.9.2009 kl. 17:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.