24.4.2009 | 18:38
Gömlu gildin í morgunverði
Á vinnustað mínum hefur sú hefð myndast hefð að einn starfsmaður heldur morgunmat fyrir aðra starfsmenn á föstudagsmorgnum. Það er búin að vera skemmtileg þróun í morgunverðnum. Sumir eru duglegir að baka tertur og leggja mikið á sig. Uppistaðan er samt rúnstykki. Í morgun var röðin komin að mér.
Ég ákvað að snúa klukkunni til baka, horfa 18 ár aftur í tímann. Rifja upp gömlu gildin áður en nýfrjálshyggjan náði tökum á okkur. Ég mætti með hafragraut, lýsi og síld. Með þessu hafði ég rúnstykki og ost. Einnig var boðið upp á rækju- og túnfisksalat. Allt er er þetta meinholt nema salötin. Vinnufélögum fannst ég frumlegur að koma með þennan gildishlaðna morgunmat.
Hluti af vinnufélögunum tekur inn lýsi en hafragrauturinn er ekki í miklu uppáhaldi hjá þeim. Ég er eini síldarspekúlantinn.
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 60
- Frá upphafi: 233598
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessaður,
Mér sýnist að við ættum að fá okkur morgunmat saman fljótlega :-). Fá okkur gildishlaðinn disk af frumlegum réttum.
Bestu kveðjur, Gullli
Guðlaugur Þ (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 10:45
Ferlega langar mig í síld núna!!! :-)
Sturla (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 13:58
Hvurslags fólk er þetta?
Jón Halldór Guðmundsson, 27.4.2009 kl. 10:29
Þetta er bráðskarpt fólk, en margir af X- og @-kynslóðinni.
Sigurpáll Ingibergsson, 29.4.2009 kl. 22:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.