12.4.2009 | 14:28
Botnlaus djúp er bágt að kanna
Þennan málshátt var ég rétt búinn að borða úr páskaeggi mínu. En í dag eru akkúrat 30 ár síðan ég fermdist í Hafnarkirkju. Ég man vel eftir þeim degi. En margt hefur gerst í trúmálum á þeim tíma.
En þegar ég las yfir málsháttinn, þá rifjaðist upp baráttumál frá 2003 um hvatning til að kanna betur hafsbotninn við Ísland. Ég tel að það sé vel hægt með nýjustu tækni. Það er dýrmætt að þekkja hafsbotninn. Nákvæm botnkort og upplýsingar um botngerð geta varpað ljósi á hugsanlegar auðlindir á hafsbotni (Drekasvæðið), styrkt stöðu Íslands í alþjóðlegum samskiptum og nýst í ýmsum verkefnum, meðal annars við rannsóknir á friðuðum veiðisvæðum, mikilvægum veiðislóðum eða á búsvæðum kóralla.
Greinin eftir mig birtist í Morgunblaðinu 21. mars 2003 og fékk nafnið Hafsbotnsrannsóknir. Skömmu eftir að hún birtist hringdi síminn hjá mér. Þar var hinn mikli vinjettusmiður Ármann Reynisson Reynisson og hrósaði mér fyrir áhugaverða byrjun en um leið var hann að benda mér á góðar bókmenntir. Mér þótt vænt um þetta símtal.
Ég læt greinina í Morgunblaðinu fyrir rúmum sex árum fylgja hér með:
http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=720835
Hafsbotnsrannsóknir
"Til að byggja aftur upp fiskistofna þarf að taka rannsóknir á erfðum og atferli fiska, lífríki og fiskistofnum til rækilegrar endurskoðunar."
Við fiskveiðiþjóðin mikla höfum ekki fyrr fjárfest í svo merkilegu tæki, ekki frekar en neðansjávarmyndavélum sem geta fylgst með veiðarfærum og sýnt virkni þeirra.
Í leiðangri sem farinn var í sumar 2002 opnuðust nýjar víddir í hafsbotnsrannsóknum og var stórkostlegt að hlýða á Bryndísi Brandsdóttur jarðeðlisfræðing hjá Raunvísindastofnun háskólans og Guðrúnu Helgadóttur frá Hafrannsóknastofnuninni, kynna niðurstöður úr nýlegum rannsóknum á landgrunni Norðurlands, Hafsbotninn á Tjörnesbeltinu, á fræðsluerindi fyrir stuttu. Magnað að sjá fjöll sem minntu á Herðubreið og Keili en flestum óþekkt. Misgengi eins og á Þingvöllum, setlög og gasmyndanir, gígaraðir og landslag sem er sláandi líkt og á landi. Rákir eftir hafísinn frá Ísöld og rákir eftir botnvörpur togara.
Til að byggja aftur upp fiskistofna þarf að taka rannsóknir á erfðum og atferli fiska, lífríki og fiskistofnum til rækilegrar endurskoðunar. Stórefla þarf rannsóknir, byggja upp meiri þekkingu og setja landgrunnið í umhverfismat og skilgreina alveg upp á nýtt með hvaða veiðarfærum fiskurinn er veiddur og á hvaða svæðum. Fara eftir niðurstöðum þó kvalafullar kunni að verða. Stefna að því að bera af á þessu sviði og selja svo rannsóknarþekkingu út um allan heim. Vísindin efla alla dáð.
Frjálslyndir standa fyrir rannsóknir og réttlæti!
Eftir Sigurpál Ingibergsson
Höfundur er tölvunarfræðingur og skipar 14. sæti á lista Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi.
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.