6.4.2009 | 23:14
Sama frétt um Frjálslynda í apríl 2007
Mikið hljóta könnuðir Capacent Gallup að verða ánægðir þegar Frjálslyndi flokkurinn hættir að bjóða fram í kosningum. Sama niðurstaða var hjá þeim í lok apríl 2007.
Innlent | mbl.is | 28.4.2007 | 19:03
Frjálslyndir ná ekki manni inn í Norðvesturkjördæmi samkvæmt könnun
Frjálslyndi flokkurinn kemur ekki manni inn á þing í Norðvesturkjördæmi ef marka má skoðanakönnun, sem Capacent Gallup hefur gert fyrir Ríkisútvarpið en flokkurinn fékk tvo menn í kjördæminu í síðustu kosningum, þar af var annar jöfnunarþingmaður.
Þetta eru þá eflaust öfug Bradley-áhrif!
Engum spáð inn en Guðjón Arnar Kristjánsson og Kristinn H. Gunnarsson uppskáru tvö sæti.
Vinstri græn stærst í NV-kjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 233595
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, þú segir nokkuð. Heldurðu að Frjálslyndir komi manni inn?
Jón Halldór Guðmundsson, 7.4.2009 kl. 00:05
Munurinn þá og nú er mikill. 2007 segir skoðanakönnunin 8% fylgi, en þeir enduðu á að fá 13,6%. Núna segja skoðanakannanir tæp 4% þannig að miðað við að þeir bæti við sig sömu prósentutölu (13,6-8=5,6) þá fengu þeir 9,5% sem er tæpt á að duga fyrir kjördæmakjörinn þingmann en gæti gefið þeim jöfnunarmann í staðinn.
Axel Þór Kolbeinsson, 7.4.2009 kl. 09:33
það dugar ekki fyrir jöfnunarmanni axel þar sem að Frjálslyndir þurfa að fá 5% til að fá slíkan. Þeir eru því búnir að vera.
siga (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 10:07
Guðjón Arnar á hulduher á Vestfjörðum. Svipað og Albert Guðmundsson átti. Þessi her skilar hefur skilað honum tvisvar kjördæmakjörnu þingsæti. Allt er þegar þrennt er. Kanski verður Guðjón valdamesti maður landsins eftir kosningar?
Sigurpáll Ingibergsson, 7.4.2009 kl. 10:11
Það er rétt siga. Ég gleymdi að spyrða við: að því gefnu að flokkurinn nái yfir 5% á landsvísu.
Annars er ég sammála þér Sigurpáll um hulduher Guðjóns, en útlitið er samt sem áður tvísýnt. Mín spá er að frjálslyndir nái ekki manni inn, að Guðjón hefði náð níunda kjördæmasætinu ef það væri í boði, en þau eru víst bara átta.
Axel Þór Kolbeinsson, 7.4.2009 kl. 10:32
Gallup menn þurfa að bæta sig í gerð skoðanakanna í kjördæmum. Þeir ná ágætlega að finna út heildar þýðið en ráða ekki eins vel við litlu hópna innan kjördæmisins. Þetta er alvarlegur hlutur því niðurstöður kannana hafa áhrif á kjósendur. - Spurning kjósenda er: "Er ég að kasta atkvæði mínu á glæ?"
Sigurpáll Ingibergsson, 7.4.2009 kl. 14:16
Þetta verður fínt - Kalli Matt er getur nú lokst fylgt eftir sinni hugsjón. Fáum þar ágætan mann
Hlynur (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 01:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.