23.3.2009 | 00:00
44
Fjörutíuogfjórir, 44, eru náttúruleg tala og tekur við af tölunni 43 og er undanfari tölunnar 45. Fyrir mig táknar talan að ég er orðinn 44 ára gamall í dag. Þetta er falleg tala, slétt og auðveld að muna. Hún segir að ég er búinn að ferðast 44 skemmtilega hringi í kringum sólina. Upplifa 528 mánaðarmót.
Í rómverskum tölum er aldurinn táknaður: XLIV, í tvíundartölum: 101100 og Hex: 2C 16
Fjörutíuogfjórir er tribonacci tala, hamingju tala og áttflata tala. Frumefnið Ruthenium, Ru, hefur sætistöluna flottu en rúþen notað í málmblendi er harður og stökkur málmur. Frumþáttun:
Talan 44 er einnig:- Skráningarnúmer á veiði- og hvalaskoðunarskipinu Sigurði Ólafssyni, SF-44 frá Hornafirði.
- Landskóði í símanúmerum til UK
- Slóði, US Route 44, hraðbraut milli New York og Massachusetts
- Pókerafbrigði
- Barack Obama er 44. forseti Bandaríkjanna
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Sigurpáll. Til hamingju með daginn og takk fyrir fróðlegar upplýsingar.
Annað mál er að um næstu helgi verður tekið áðí. Þá ætlum við nefnilega að stokka og gefa. Þú manst að það er komin á þig skyldumæting.
Þægilegt að skrá sig. Það er annaðhvort í Þórbergssetri eða hjá Valda Einars framkvæmdastjóra Sindra.
Þetta máttu láta ganga og ég vona að þú hafir ekki orðið fyrir því árans óláni að lenda á Íslandsmóti.
Þórbergur Torfason, 23.3.2009 kl. 20:34
Sæll Þórbergur.
Takk fyrir góðar afmæliskveðjur.
Jú, ég mæti. Ég spila við Guðmund Guðjónsson. Náði ekki að manna sveit.
Sigurpáll Ingibergsson, 25.3.2009 kl. 20:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.