22.3.2009 | 17:11
Aukaspyrna á hættulegum stað
Hann Ari litli vildi ólmur fara á landsleik Íslendinga og Færeyinga í Kórnum í dag. Kórinn er einmitt æfingahöll hans. Æfingar hjá 8. flokk HK eru á mánudögum frá kl. 17 til 18 í einu horni vallarins.
Við mættum aðeins of seint til leiks. Rétt eftir að við vorum búnir að finna laus sæti við íslenska markið fengu Færeyingar aukaspyrnu. "Aukaspyrna á hættulegum stað," mælti sá stutti. Átta sekúndum síðar var boltinn kominn inn í mark Íslands eftir mikil átök í teignum. Hann er glöggur sá stutti!
Að lokum höfðu Færeyingar sinn fyrsta sigur á Íslendingum, 1-2 og mega frændur vorir þakka markveði sínum, Gunnar Nielsen sigurinn. Hann varði vel hvað eftir annað og stjórnaði vörninni eins og góður herforingi. Gunnar þessi er nýlega búinn að komast á samning hjá milljarðafélagi Manchester City og verður fróðlegt að sjá hvort hann nái að komast í aðalliðið. Hann er mjög efnilegur. Á Boltavakt visir.is er sagt að Gunnar þessi sé hálfur Íslendingur, ættaður frá Siglufirði.
Skársti leikmaður Íslands að dómi okkar Ara var Jónas Guðni Sævarsson. Síðasti landsleikur sem ég sá á milli þjóðanna var árið 1997 og þá höfðum við nauman 1-0 sigur á Hornafirði en var leikurinn í tilefni af 100 ára afmæli bæjarins. Þá skoraði Eyjamaðurinn Tryggvi Guðmundsson markið. Þjálfari Færeyinga var hinn kunni Allan Simonsen.
Að lokum er gaman að lesa frétt á færeysku um sáttmála Gunnars og City.
Føroyski fótbóltsmálverjin, Gunnar Nielsen, hevur skrivað undir sáttmála við enska felagið, Manchester City. 22 ára gamli Gunnar Nielsen hevur áður verið knýttur at Blackburn Rovers, men nú hevur hann altso skrivað undir at leika fyri enska stórfelagið, Manchester City komandi hálvttriða árið.
http://vev.fo/20090225+gunnar+nielsen+sattmala+vid+manchester+city.html
![]() |
Fyrsta tap Íslendinga gegn Færeyingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.5.): 22
- Sl. sólarhring: 26
- Sl. viku: 109
- Frá upphafi: 235913
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 83
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.