U2 - NO L INE ON THE HOR I ZON

Er að fara að fíla nýju plötu U2 - No Line on the Horizon. Rokksveitin frá Írlandi hefur verið efst á vinsældalista mínum síðustu 25 ár, eða síðan ég heyrði The Unforgettable Fire á heimavistinni í Menntaskólanum að Laugarvatni. Ég féll því kylliflatur fyrir markaðssetningu Íranna í U2 sem eru með fyrirtækið skráð í skattaskjóli í Hollandi. Þetta er stærsta geislaplötuumslag sem ég hef eignast. Fjárfesti í Limited útgáfu fyrir 6.799 krónur sem inniheldur CD-geisladisk með 11 lögum og meðlæti, DVD með mynd eftir Anton Corbijn, 64 blaðsíðna bók og plakat.  Þegar hvíta boxið er opnað sést að útgáfan er fagmannlega unnin. Er ekki að fíla framsetninguna á U2 merkinu. Of flókið.

Næsta vers er að skella disknum í tölvuna og setja allt í botn.

Fyrsta lagið, No Line On The Horizon er ekki að slá í gegn í hátölurum fartölvu minnar.  Þetta er plata sem þarfnast hlustunar og pælingar. Það er auðheyrt. Spennandi tímar framundan.

u2-horizon.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Hér er myndband við lagið BREATHE í sjóvarpsþætti David Letterman

http://www.youtube.com/watch?v=xGurpsGKPCg

Sigurpáll Ingibergsson, 3.3.2009 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 233594

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband