Stoke City bjargaði deginum!


Stoke City stóð sig vel í dag þrátt fyrir að vera án innkastarans ógurlega, Rory Delap.  Lið Potters var komið í vonlausa stöðu, 2-0 undir en náðu að jafna og taka tvö stig af Aston Villa.  Arsenal þarf að spýta í lófana og ná þessu fjórða sæti og þurfa ekki að treysta á önnur lið.

Í pottinum eru  33 stig og þegar Fabregas, Walcott, Eduardo, Rosicky, Diaby og Adebayor mæta frískir til leiks, þá fara mörkin og stigin að koma.

4. Aston Villa     27    15   7  5    42:27  52
5. Arsenal          27    12 10  5    38:25  46

Næsti leikur Arsenal er í Birmingham við WBA á þriðjudaginn og Aston Villa á erfiðan útileik við Manchester City kvöldið eftir.
Þá gæti munurinn verið kominn niður í þrjú stig ef allt gengur upp. Séð frá sjónarhóli Arsenal manna.

Takist þetta ekki. Þá er til Krýsuvíkurleið. Hún er að vinna Meistaradeildina og taka Liverpool til fyrirmyndar. Komist Arsenal ekki í meistaradeildina eftir þessari þröngu leið, þá tapast  tekjur upp á 40 milljónir punda.

Takist það heldur ekki, þá er bara að fara alla leið í UEFA keppninni á næsta ári og gera betur en á móti Galatasaray aldamótaárið 2000.
mbl.is Stoke náði jöfnu á Villa Park
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: sterlends

Hverjum er ekki drullusama um einhverja frakkadruslur í Arsenal? Arsenal verður um miðja deild á næsta seasoni og vonandi falla þeir eftir svona 2 ár. Arsenal er að spila ömurlega knattspyrnu og eiga ekki heima í meistaradeildinni né í úrvalsdeildinni. Ég segi bara pú að þig

sterlends, 1.3.2009 kl. 17:45

2 identicon

Arsenal er hvorki "fugl né fiskur" á þessu tímabili og vægast sagt lélegir í sókninni!  Í ágúst 2008 kom ég inn á það í netpósti á stjórn Arsenal að Wenger væri ekki að styrkja liðið með réttum kaupum og því væri augljóst í mínum huga að enginn árangur kæmi á þessu tímabili!  Því miður hafði ég rétt fyrir mér og nú þarf Wenger að setjast niður með stjórn Arsenal og opna fyrir breytingar.  Ég vona að Wenger fari síðar í stjórn Arsenal, eða verði ráðinn sem yfirnjósnari félagsins, en ég held að það besta fyrir "Wenger & Arsenal" sé að fá inn nýjan þjálfara.  Ég get ekki ímyndað mér annað enn flestir leikmenn Arsenal séu orðnir svoldið þreyttir á Wenger, eða hvað?

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 17:55

3 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Ég held að leikmenn séu ekki þreyttir á Wenger. Þeir eiga honum svo margt að þakka. Það er ákveðin uppbyggingarstefna í gangi hjá félaginu meðan liðið er að komast yfir erfiðasta þröskuldin við innleiðinu Emirates.  Haldi menn haus þá tekst þetta.

Lið Arsenal hefur verið fyrirsjáanlegt á þessu tímabili. En með komu Arshavin og með ungu leikmennina á miðjunni, þeim Fabregas, Denilson, Walcott, Nasri, Diaby verður þetta lið ósigrandi.

Þolinmæði er dyggð.

Sigurpáll Ingibergsson, 1.3.2009 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 233595

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband