Tapslagatalningin (TST)

Ég ákvað að taka með mér nýtt vopn í brids í kvöld. Inn á borð hjá mér rakst nýverið bridsbókin Tapslagatalningin (TST) í þýðingu Ísaks Arnar Sigurðssonar sem byggir á riti Ástralans Ron Klinger, The modern losing trick count. Fjallar hún um þá matsaðferð að áætla tökuslagi út frá tapslögum. Í hverjum lit geta mest verið þrír tapslagir og þar með alls tólf á einni hendi. Mesti fjöldi tapslaga á tveimur höndum er þar með 24 (12+12). Aðferðin snýst um það að telja tapslagi beggja handa og draga frá 24, en þá kemur út áætlaður fjöldi tökuslaga.

Með þessa nýju visku fór ég til spila en einn kostur TST aðferðarinnar er að hægt er að hafa nota af henni án þess að samherji hafi kynnt sér hana. Einnig er hún óháð sagnkerfi. Ég taldi því punkta og tapslagi í allt kvöld og beið eftir góðu tækifæri í Butlertvímenning.   Loks kom spil þar sem reglan gæti nýst. Í sextánda spili tók ég upp í norður:

S: J963  H:K92   T:K9543   L:7     alls 8 tapslagir og 7 punktar.

Makker í suður opnaði á einu hjarta eftir þrjú pöss.  Ég hækkaði í 2 hjörtu. Makker kom með boð, 3 hjörtu og ég lyfti í geim. Ég ályktaði að hann ætti etv. 7 tapslagi eftir opnun og nú væru þeir komnir niður í 6. Samkvæmt formúlunni, þá væru tapslagir 8+6=14  og 24-14=10   því lyfti ég yfirvegað í geim.   Makker átti:

S:KD10  H:108765  T:A76  L:AK   alls 6 tapslagir og 16 punktar.

Það töpuðust tveir slagir á tromp og spaðás.  Tíu slagir í húsi og 420 í okkar dálk.

Reglan svínvirkaði eins og svíningin í hjarta. Hluti af salnum náði ekki geiminu. Í nokkrum af næstu spilum sem á eftir komu var hægt að nýta regluna. Ég hef nú grun um að við hefðum náð geiminu með 23 punkta á milli handanna án TST en maður var öruggari og hafði betri forsendur fyrir hækkuninni. Þetta er því góð viðbót við sagnvenjur í brids. Bætist ofan á "Law of Total tricks", sem Larry Cohen hefur boðað.

Í lokaorðum bókarinnar stendur: Ef þú telur að TST sé gagnleg viðbót við venjulegar sagnir þínar, mun það sannarlega verða gott hjálpartæki. Ef þú lítur á það sem töfralausn á öllum sagnvandamálum, muntu verða fyrir bitrum vonbrigðum og gætir hafnað TST, en myndir þá tapa öllum kostum sem það bíður. TST er takmörkuð viðbót, en kemur að góðum notum ef trompsamlega finnst eða ef annar hvor er með sjálfspilandi lit. Í því samhengi er TST frábær matstækni. Það er ekki óbrigðult, en þú átt eftir að sjá að það er nákvæmara en nokkrar punktatalningaraðferðir.

Það má taka undir þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Þetta er áhugavert.  Átta mig samt ekki á hvernig þú telur út tapslagina, þ.e. færð út 8 tapslagi á S: J963  H:K92   T:K9543   L:7   ?

Þorsteinn Sverrisson, 13.2.2009 kl. 22:03

2 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Góð athugasemd Þorsteinn.

Þrír tapslagir á spaða + tveir á hjarta (K92) + tveir á tígul og einn á lauf.  3+2+2+1 = 8

Aldrei hægt að tapa nema mest þrem slögum á lit.   Dæmi:    1096532  eru þrír tapslagir.

                                                                                                ÁD73 = einn tapslagur

                                                                                                 DG =  tveir tapslagir

                                                                                                 KG6 = tveir tapslagir,   eyða eða Ás = núll tapslagir.   

                                                                                                 Blankur kóngur eða drottning eitt tapslagur.  Vona að þetta hafi skýrt eitthvað.

Sigurpáll Ingibergsson, 13.2.2009 kl. 22:55

3 Smámynd: Þórbergur Torfason

Ja hérna þá er nú togarabridds skárra maður lifandi. Maður á nú nóg með að læra reglugerðirnar þ´maður fari nú ekki að læra þessa bók utanað. Ekki má fletta henni upp í keppni er það?

Annars er hrossakjötsmótið 28. og 29. mars. Þú gleymir því ekki Palli.

Þórbergur Torfason, 13.2.2009 kl. 23:33

4 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Þórbergur, þessi fræði eru innbyggð í togarabrids!

Það er rétt hjá þér, ekki má lesa sig til í miðri keppni.

Ég er búinn að bóka hrossakjötsmót um þessa fínu helgi  í dagbók mína. Geri allt sem ég get til að mæta á söguslóðir.

Sigurpáll Ingibergsson, 14.2.2009 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 233593

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband