Slumdog Millionaire ****

Ég er einn af þeim mögru sem hafa gaman að spurningaþáttum. Ég fylgist með flestum spurningaþáttum sem boðið hefur verið uppá hérlendis og einn af þeim var, Villtu vinna milljón.

Nú er komin góð mynd í kvikmyndahúsin, Slumdog Millionaire eftir bókinni Viltu verða milljónamæringur? eftir indverska höfundinn Vikas Swarup. Kvikmyndin sem leikstýrð er af Bretanum Danny Boyle, fjallar um fátækan indverskan dreng, Jamal Malik, sem nær alla leið, en það virðast hafa verið örlög hans að vinna. Hann er uppruninn úr fátæktarhverfi Mumbai og því kemur það þáttargerðarmönnum á óvart að hann skuli taka allan pottinn. Hann lendir í ströngum yfirheyrslum og segir viðburðaríka sögu sína. En flest svörin hafði hann upplifað í fátækri æsku.

Myndataka er góð og mikil litadýrð. Mörg atriðin vel gerð, sérstaklega þegar löggur elta drengina inn í fátæktarhverfið. Þá er hvert skot þaulhugsað og áhorfandinn fær að kynnast lífinu í þorpinu.  Myndin minnir mig á brasilísku myndina City of Gods, en þar var sögð saga ungs drengs úr fátæktarhverfum Rio sem fann tilgang í lífinu með því að taka fréttaljósmyndir.

Myndin spyr spurninga um örlög, ráðvendni, græðgi og jafnvel þéttleika byggða. Inni í myndina fléttast ástarsaga. Leikurinn er ágætur og standa litlu krakkarnir sig frábærlega, gleðin skín úr andlitum þeirra. 

Slumdog Millionaire  er fersk og skemmtileg mynd sem sýnir okkur misskipt Indland. Hún er tilnefnd til Óskarsverðlauna og hefur þegar unnið Golden Globe verðlaunin. Hugmyndin að sögunni er frumleg. Ég prófaði mig áfram í síðasta þætti af ÚtSvari á föstudaginn.

Í stóru fimmtán stiga spurningunum í viðureign Álftanes og Ísafjarðar var spurt um hlaupara sem unnið hafði Ólympíugull í 5 km, 10 km og maraþonhlaupi á Ólympíuleikunum í Finnlandi 1952. Svarið var Emil Zátopek.  Ef ég hefði fengið þessa spurningu þá hefði ég getað svarað henni og sagan á bak við hana er:

Þegar Finninn Lasse Virén var að vinna langhlaupin á Ólympíuleikunum 1976, sagði dönskukennarinn okkar, Heimir Þór Gíslason okkur eftirminnilega sögu, á Íslensku í tímum. Hann sagði okkur frá tékkanum Emil Zátopek sem var ofurmannlegur. Hápunktur sögunnar var þegar hann ákvað á síðustu stundu að vera með í maraþonhlaupinu sem hann vann. Þetta nafn hefur síðan stimplast í hausinn á mér. Maður lærði meira en dönsku í dönskutímunum hjá Heimi. Sérstaklega eru minnisstæðar sögurnar af Molbúunum.

25092007.jpegÖnnur stór spurning var um sund eitt í Tyrklandi. Svarið var Bosporussund. Mér fannst það frekar létt fimmtán stig.  En sagan á bak við svarið er sú að ég hef nokkrum sinnum heyrt minnst á sund þetta. En síðasta upprifjun er minnisstæð. Á síðasta ári fór vinur minn sem er verkfræðingur í ferðalag, m.a. til Tyrklands og þar með komst hann til Asíu. Hann sendi mér mynd af Bosporussundi. Með henni fylgdi textinn, "Evropa og Asia Bosborus". Ég á enn þessa mynd í farsíma mínum, hinar þrjár sem eru til í Inboxinu, eru af fallegum konum!

Svona geta flestir fundið sögur á bakvið  svörin í spurningarkeppnum.  Ein spurning í lokin, milljón króna spurning. Hvað hétu skytturnar þrjár?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Athos, Portos Aramis.

Ég þurfti ekki að slá því upp.

Þórbergur Torfason, 26.1.2009 kl. 01:18

2 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Góður Þórbergur. Laukrétt.

Sigurpáll Ingibergsson, 26.1.2009 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 233598

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband