26.12.2008 | 13:19
Stórbrotin þjónusta hjá Canon og Beco
Fyrir fjórum árum keyptum við stafræna Canon A70 myndavél sem fjölskyldan nýtti til brúks. Fyrir nokkru hætti vélin að virka. Þegar kveikt var á henni kom svartur skjár og svartar myndir skrifuðust á diskinn. Vélin var komin úr ábyrgð og mikið myndefni framundan. Ég leitaði á Netinu og fann færslur um þetta vandamál í vélunum. Ég hafði samband við Nýherja en þeir hafa umboð fyrir Canon hér á landi. Þeir svöruðu fljótt og bentu mér á að hafa samband við Beco. En Beco sér um viðhald á Canon vélunum. Ég gerði það og fékk strax jákvæðar viðtökur. Vandamálinu var lýst og bent á hvenær myndavélin var keypt. Viðgerðarmaður Beco bað mig að koma með gripinn. Ef þetta væri skjáflagan, þá fengi ég tjónið bætt, annars borgaði það sig varla að gera við gripinn. Nokkuð dæmigert svar.
Farrið var með myndavélina til Beco og símanúmer tekin niður. Okkur var farið að lengja eftir svari en á Þorláksmessu hringdi síminn. Það var komin lausn. Hún var sú að þetta væri galli í skjáflögu sem þriðji aðili framleiddi. Við gætum fengið nýja myndavél, Canon A470 í staðin. Mér fannst þetta stórbrotin þjónusta hjá Canon og Beco. Maður er ekki svikin á því að eiga þessi merki að. Þetta kallast á gæðamáli að standa við að uppfylla væntingar viðskiptavina.
Hugurinn hvarflaði aftur í tímann. Ég tók langan tíma í ákvörðun um myndavélakaup þegar ég var 15 ára. Canon AE-1 varð fyrir valinu. Það varð að vanda valið. Öll sumarhýran sem safnaðist úr byggingarvinnu hjá Guðmundi Jónssyni, það sumar fór í myndavélina. Hún hefur fylgt mér síðan. Ég sé ekki eftir því að hafa tekið þessa ákvörðun með Canon. Allavegana ekki í dag. Ég hvet fólk til að verzla Canon vörur. Þær eru góðar, Canon er leiðandi á sínu sviði og þjónustan mögnuð.
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 60
- Frá upphafi: 233598
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilega hátíð Palli, og flott þjónusta hjá þessum aðilum.
En til að vera öðruvísi en flestir aðrir hefi ég hallast að Olympus myndavélum. Það eiga nánast allir Canon eða Nikon vélar.
http://www.flickr.com/photos/ronnihauks/Runólfur Jónatan Hauksson, 26.12.2008 kl. 14:02
Gleðilega hátíð öll þið þarna i Álfahæðum. Nú er sh rétt nýbyrjaður hjá AV og ARS og ég er enn að dást að hjólhestinum hans Sagna. En það sem ég vildi segja er með myndavélamálið. Hér á bæ er Canon Ixus IIs með nákv. sama vandamál. Svartur skjár og ef tekin er mynd kemur svört mynd !! Vélin er keypt seint um haustið 2004..........og Diaby var að setja'nn 0-2 Þvílíkt og annað eins og ég náði bara endursýningunni. BRrrrrrrr
Jóhannes Einarsson, 26.12.2008 kl. 18:26
Já Palli. Alveg rétt. Canon er málið. Ég man eftir AE1 vélinni þinni. Hún var upphafið af tuttugu og fimm ára Canon ferli hjá mér sem stendur enn. Farinn að daðra við EOS 5D series II.
Einar Örn (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 00:17
Jó! Var þetta ekki í fréttablaðinu???
Sturla (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 09:49
Sæll Sturla!
Gleðilegt nýtt ár. Jú, það stemmir. Þetta var í Fréttablaðinu. Neytendamál. Er Canon vélin þín ekki að virka? Hvaða týpu keyptir þú nú aftur um árið?
Sigurpáll Ingibergsson, 5.1.2009 kl. 12:00
Já gleðiðlegt ár sjálfur. Ég keypti svona SLR Canon 350 (í usa heitir hún Digital Rebel). Massa góð... þyrfti að kaupa mér betri linsu en það þarf víst að bíða!
Síðan á ég svona litla sony vél... langar rosalega í nýjustu Ixus frá Canon... það verður keypt í næstu bólu! :-)
Sturla (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 13:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.