17.12.2008 | 22:25
Jólavín
Dominique og Eymar hjá Vínskólanum halda úti góðum vef um vín og vínmenningu. Þau reka vínskólann - vinskolinn.is og býður hann upp á stutt fræðandi námskeið. Einnig senda þau reglulega út fréttabréf. Ég hef ákveðið að velja fara í gegnum listann og velja eitt gott vín fyrir jólamatinn. Hér kemur jólavínlistinn frá Vínskólanum:
Sum vín hafa ratað nýlega til okkar sem eru á hóflegu verði og viljum við benda á nokkur þeirra - athuga að verðin gilda... í dag og að þetta er vín sem eru ný í reynslu og þar af leiðandi fáanleg í Heiðrúnu eða Kringlunni:
- Vina Tuelda Barrica frá Ribeira del Duero er valið besta kaupið í jólablað Gestgjafans (1867 kr) - með rauðu kjöti, lamb, naut, hreindýr
- De Leuwen Jagt Cabernet Sauvignon S-Afríka - (1997 kr), vínbóndavín, eins og maður veit að S-Afríka getur framleitt, með öllu bragðmeiri rauðu kjöti
- Arnaldo Caprai Grecante (1989 kr) er afar skemmtilegt hvítvín frá Ítalíu (Umbria), með humri eða bragmiklum skelfiski
- Domaine de Malandes Petit Chablis (2190 kr) er vel peninganna virði
- Olivier Leflaive Les Sétilles (2390 kr) eitt af þeim bestu frá Bourgogne, miðað við verð - ljúffengt
- Bertani Villa Novare Ripasso frá Valpolicella (2790 kr), flott vilillbráðavín
Svo getum við ekki sleppt því að nefna eitt af dýrari vínunum:
- Château Musar 2001 frá Líbanon (4499 kr), dýrt já en frábært með öllu villibráðinu - umhella 1-2 klst fyrir mat.
- Ekki gleyma Riversaltes Grenat með villigæsaterrine frá Ostabúðinni, gráðaostinum eða súkkulaði (2799 kr) !
Þetta eru fínar hugmyndir. Ég ætla að kaup Arnaldo Caprai Grecante með humrinum og láta svo hugann reika til S-Afríku með De Leuwen Jagt Cabernet Sauvignon þegar kjötið fer undir tönn.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Menning og listir | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.7.): 64
- Sl. sólarhring: 117
- Sl. viku: 235
- Frá upphafi: 236649
Annað
- Innlit í dag: 60
- Innlit sl. viku: 179
- Gestir í dag: 60
- IP-tölur í dag: 60
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
vínbóndavín ... væri þá ekki ráð að fara að rækta !!!
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar sammþykkti á fundi sínum í gær að lækka laun bæjarfulltrúa og nefndarmanna um tíu prósent en fyrir fundinum lá einnig tillaga um tíu prósent launalækkun þeirra starfsmanna bæjarsins sem hafa yfir 400 þúsund krónur í mánaðarlaun. Tillögunum var vísað til nánari skoðunar í bæjarráði en búist er við því að þær verði samþykktar.„Ætla má að útsvarstekjur og aðrar tekjur bæjarins dragist saman. Til þess að mæta þessu er ljóst að grípa verður til aðgerða,“ segir meðal annars í greinargerð með tillögunni.
JGG (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 09:17
Ég sem ætlaði að hætta að drekka, en ég er hættur við það :)
Þorsteinn Sverrisson, 20.12.2008 kl. 08:21
Góður Þorsteinn:
Vín er hollt sé það rétt meðhöndlað.
Eitt öl- eða vínglas á dag er hollt, ef það er drukkið á réttan hátt. Þrír næringarfræðingar frá Ankerhus Seminarium og spítalanum í Hvidovre hafa þróað fjögur ný ráð um áfengi. Meðal annars ráðleggja næringarfræðingarnir fólki sem kann vel að meta bjór og vín að neyta þess reglulega, í smáum skömmtum með mat. Einn bjór á dag er líka í lagi, sérstaklega hef fólk borðar eins og suðrænir víndrykkjumenn mikið af ávöxtum, grænmeti, fiski og ólífuolíu.
Heimild: Ekstra Bladet
Sigurpáll Ingibergsson, 20.12.2008 kl. 10:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.