8.12.2008 | 22:32
Emmanuel Eboue
Hinn 25 ára Fílabeinsstrendingur, Emmanuel Ebue kom til Arsenal frá belgíska félaginu Beveren í janúarglugganum í janúar 2005. Hann fór strax í byrjunarliðið í bikarleik gegn Stoke City. Þar var hann í hægri bakvarðarstöðu og stóð sig vel. Kamerúninn Lauren hafði varið hægri vænginn en var farinn að lýjast og leysti Eboue varnarhlutverkið vel. Þegar hinn öflugi Bacary Sagna kom til Arsenal á síðasta tímabili var Eboue, leikmaðurinn sem ber númerið 27 á keppnistreyjunni, færður fram á völlinn. Hann átti að fylla skarð Freddie Ljungberg.
Ekki eru allir sáttir við Fílabeinstrendinginn um þessar mundir. Sumum finnst hann of slakur leikmaður til að spila í Arsenalbúningi. Þegar hann er á miðjunni skilar hann góðri varnarvinnu og á oft góða spretti. Það sem hins vegar skilur hann frá Ljugberg er að ógnunin er engin í markaskorun. Í 122 leikjum hafa aðeins þrjú mörk litið dagsins ljós. Einnig hefur Manu verið harðlega gagnrýndur fyrir að detta fyrir litlar sakir.
Manu spilaði úrslitaleik Meistardeildarinnar á móti Barcelona í maí 2006 og einnig sýndi hann það hversu mikið í hann er spunnið í heimaleik á móti þáverandi Evrópumeisturum AC Milan í byrjun árs. Manu var úti um allt á hægri kantinum, bæði í sókn og vörn. Ítalarnir féllu.
Í síðasta leik á móti Wigan á Emirates kom Eboue inn á eftir hálftíma leik og var settur út á vinstri kant. Þar fann hann fann sig ekki vel og var skipt útaf er fjórar mínútur lifðu leiks. Þá baulaði Emirates. Það var ódrengilegt. Þetta hefði ekki gerst á Highbury segja harðir Arsenalmenn. Þar voru 38.000 gallharðir stuðningsmenn sem stóðu með sínum mönnum í gegnum súrt og sætt. Nú eru 20.000 nýir óþroskaðir stuðningsmenn, aldir upp við verðbréfabrask og þekkja ekki gömlu góðu gildin.
Besta ráðið er að láta Eboue hefja mikilvægan Evrópuleik á móti Porto og hefja þar með endurfæðingu hans í hið unga lið Arsenal.Wenger treystir á Eboue gegn Porto | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 233595
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.