23.11.2008 | 00:02
Fyrirbænir prestsins
Meira er sagt frá Skaftfellingum í bókinni Vadd' úti. Klerkurinn í Bjarnanesi, Eiríkur Helgason kemur við sögu en hann þróaði Hornafjarðarmannan milli þess er hann messaði. Grípum niður í frásögnina af fyrstu rannsóknarferðinni á Vatnajökul 1951.
"Þá kom þar að Eiríkur Helgason, prestur í Bjarnanesi, skólabróðir Jóns Eyþórssonar. Hann flutti yfir okkur mikla tölu og bað fyrir ferðum okkar á jöklinum, að Guð almáttugur héldi verndarhendi yfir okkur og veður reyndust okkur hagstæð."
Á öðrum degi brast á stórviðri sem stóð lengi.
"Þetta voru hryllilegir sólarhringar og ekki gæfuleg byrjun á leiðangrinum. Þegar mestu kviðurnar gengu yfir varð Jóni oft á orði að prestinum, skólabróður sínum hefði nú verið betra að halda kjafti og að lítið hafi Guð almáttugur gert með orð prestsins."
Eftir 40 daga á víðáttum Vatnajökuls í rysjóttum veðrum hittust leiðangursmenn og klerkur:
"Farið var með allan leiðangursbúnaðinn til Hafnar í Hornafirði. Þegar þangað kom hittum við séra Eirík Helgason, sem hafði beðið fyrir ferð okkar á jökulinn og sérstaklega fyrir góðu veðri. Jón Eyþórsson sagði strax að fyrirbænir hans hafi komið að litlu liði.
Séra Eiríkur sagði okkur þá að fara varlega í að gera lítið úr þeirri blessun sem hann óskaði að fylgdi okkur. Ef hann hefði ekki beðið fyrir okkur hefðum við líklega drepist. Meðan við vorum á jöklinum hafði nefnilega gengið yfir landið eitt versta norðaustanbál sem menn höfðu kynnst á Íslandi."
Magnaður klerkur séra Eiríkur! - Niðurstöður leiðangursins sem Eiríkur blessaði, var: Meðalhæð Vatnajökuls er 1220 metrar, en meðalhæð undirlags jökulsins 800 metrar. Meðalþykkt jökulíss er því 420 metrar og flatarmál 8.390 ferkílómetrar. Ef allur ís Vatnajökuls bráðnaði myndi yfirborð sjávar um alla jörð hækka um 9 millimetra. Til samanburðar myndi sjávarborð hækka um 5,6 metra ef Grænlandsjökull færi sömu leið.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bækur, Samgöngur, Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.5.): 2
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 89
- Frá upphafi: 235893
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 72
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.