Hugleiðingar Um Verðtryggingu.

Ég fékk um daginn bréf í hendurnar skammt frá Ráðherrabústaðnum. Hann var ekki lokaður vegna aðgerðaleysis.  Þar voru slagorð gegn verðtryggingu en verðtrygging á lán er tímaskekkja.

Verðtrygging = Tryggir Gjaldþrot Heimila.
Verðtrygging = Krabbamein Íslensk Fjármálakerfis.
Verðtrygging = Allir Tapa á Endanum.
Verðtrygging = Virkar Bara á Skuldara.
Verðtrygging = Stóraukna Erlendar Lántökur.
Verðtrygging = Er Hötuð.
Verðtrygging = Aukið Álag á Krónu.
Verðtrygging = Böl Lántakenda.
Verðtrygging = Er Einstakt Íslenskt Fyrirbrigði
Verðtrygging = Hverjir Græða?
Verðtrygging = Er það Það sem Við Viljum
Verðtrygging = Eykur Á Verðbólgu
Verðtrygging = Hluti Þjóðar er Skítsama Um Verðbólgu.
Verðtrygging = Tryggir Hækkanir á Vörum.
Verðtrygging = Bull og Vitleysa.
Verðtrygging = Verndum Auðvaldið.
Verðtrygging = Þjóðarskömm.
Verðtrygging = Er bara Vilji Stjórnmálamanna og Auðmanna.
Verðtrygging = Þjóðarböl.

Burt Með Þessa Verðtryggingu Hún Þjónar Ekki Þjóð Sinni.

Útgefendur: Afkvæmi Forfeðra og Formæðra.

Það er margt til í þessum slagorðum. Verðtrygging var sett á lán í apríl 1979  með svokölluðum Ólafslögum. 

Ingólfur H. Ingólfsson  sem rekur ásamt konu sinni vefinn spara.is hefur tjáð sig vel um verðbætur. Hann sendir reglulega fréttabréf og hér er upphafið af síðasta bréfi.

Afnám verðtryggingar
- rétti tíminn er núna!

Þeim fjölgar stöðugt hagfræðingunum sem telja rétt að afnema beri verðtryggingu lána - þetta séríslenska fyrirbæri. Verðtrygging er óhagstæð lántakendum og ósanngjörn þar sem þeir bera einir áhættuna af verðlagsbreytingum og verðtrygging dregur úr áhrifum peningamálastefnu Seðlabankans.

Rétti tíminn til þess að afnema verðtryggingu á lánum til almennings er einmitt núna þegar stokka þarf upp í fjármálakerfi þjóðarinnar. Það sem vekur hins vegar undrun mína er hik og vandræðagangur margra sérfræðinga og stjórnmálamann sem telja málið flókið og erfitt viðureignar. Það beri einnig að verja sparnað landsmanna og það sé best gert með verðtryggingu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Já, þetta er nokkuð sem er athugandi.

Lífeyrissjóðir þeir gætu tapað á afnámi verðtryggingar.  Spurning með hagsmuni sjóðfélaganna, fara þeir saman við þessa yrðingu? 

Jón Halldór Guðmundsson, 18.11.2008 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 233596

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband