Leikjadagurinn mikli

Leikjadagurinn mikli hófst í Íþróttahúsi Snælandsskóla er 8. flokkur HK hélt fyrstu laugardagsæfingu vetrarins. Níu guttar mættu til leiks og höfðu mismikinn skilning á knattíþróttinni. Fyrst var hitað upp með bolta, síðan var hefðbundinn stórfiskaleikur. Eftir hann var skipt í tvö lið og var mikið skorað enda lítið um varnir. Ari stóð sig vel, raðaði inn mörkum, þau urðu vel yfir tíu og rétt dugði það til sigurs.  Er heim var komið fór Ari í bað enda var vel tekið á því. Síðan var haldið í fjölskylduveislu í Digranesi en í boði voru tveir handboltaleikir hjá HK við Fram og ýmislegt fyrir áhorfendur í boði. Flott umgjörð í byrjun handboltatímabilsins.

hk-kustur.jpg

Særún og handboltastúlkurnar í HK voru fánaberar er liðin komu inn á völlinn og sáu um kústinn. Stelpurnar í HK hófu leikinn af krafti á móti Fram og komust í góða forystu. Ekkert gekk hjá HK í seinni hluta hálfleiksins. Var staða Fram væn, 8-13 í hálfleik.  Mikið var um sendingarfeila og mistök. Í stöðunni 6-7 fyrir Fram gekk hvorki né rak hjá báðum liðum. Þó víti, dauðafæri og hraða leik gekk ekkert að skora.   Í síðari hálfleik hélst munurinn til að byrja með en svo kom góður leikkafli hjá HK stúlkum. Kom hann er strákarnir í HK birtust í dyragætinni. Hafa þeir eflaust æst stúlkurnar upp en einnig voru gerðar taktískar breytingar í sókn og vörn. Lokin voru stórspennandi og höfðu HK stúlkur frækilegan og óvæntan sigur, 21-19.

Klukkan fjögur hófst leikur sömu liða í karlaflokki.  Það var gaman að fylgjast með upphituninni og var mikil samstaða í liði HK.  Það dugði ekki til, því Fram vann sigur 23-27 á yfirspenntum HK-mönnum eftir að hafa náð góðri forystu í byrjun leiks.

Síðan var haldið á Players og horft á síðari hálfleik hjá Bolton og Arsenal. Við fegðar borðuðum kvöldmatinn þar, pizza varð fyrir valinu. Lítið markvert gerðist fyrr en Walcott kom inná. Átti hann góðan sprett sem tryggði 1-3 sigur og toppsætið í amk. sólarhring.

Þrír sigrar og einn ósigur, ágætur leikjadagur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Einarsson

Er þetta Særún 2. frá vinstri ? Gæti líka verið frænka mín og jafnaldra hennar og HK stelpa Margrét Lára Baldursdóttir ? kv eje  ps hvað á maður að gera við þessu klukki ?

Jóhannes Einarsson, 25.9.2008 kl. 11:05

2 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Særun mín er þriðja frá vinstri. Þórhildur kemur fyrst, síðan Hildur, þá Særún og Helga. 

Þú tekur við klukkinu  og rifjar upp góðar stundir.   

Sigurpáll Ingibergsson, 27.9.2008 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband