Sarah Palin hökkuð

Fréttamenn hökkuðu Sarah Palin, varaforsetaframbjóðanda ekki í sig heldur tölvuþrjótar. Þeir náðu að komast inn í persónulegan póst sem hún á á yahoo.com póstgáttinni. Netfang hennar er: gov.palin@yahoo.com.  Þetta er alvarlegur glæpur.

palin_675665.jpg

En hvernig komust tölvuþrjótarnir inn í tölvupóst Söru. Því hefur ekki enn verið svarað, málið er ekki upplýst. Sótti hún póstinn frá óvarðri tölvu?  Tengdist hún póstinum  án þess að nota ódulkóðaða Wi-Fi tengingu á almenningsstað? Var hún með einfalt lykilorð sem auðvelt var að geta sér til um (t.d. McCain) eða auðvelt að brjóta upp (lykilorð úr orðabók)? Hefur hún sama lykilorð fyrir allar vefsíður sem hún notar (41% notenda hafa þann háttinn á)?

Það verður að  upplýsa málið, hafa upp á þrjótunum og koma bakvið lás og slá. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Sæll Sigurpáll.
úps. ég er líka með tölvupóstinn minn á Yahoo, steinisv@yahoo.com og búinn að vera í mörg ár. Treysti því samt að ég sé það ómerklilegur að enginn nenni reyna að  að brjótast inn.  En ef ég fer að hugsa út í það, þá er nú líklega ekkert þarna sem mér væri ekki sama um þó aðrir læsu!

Þú gleymir einum möguleika á því hvernig þrjótunum tókst þetta.  Þ.e. ef til vill hafa einhverjir demókrata-sinnaðir kerfisstjórar hjá Yahoo lekið þessu!

Þorsteinn Sverrisson, 19.9.2008 kl. 12:41

2 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Sæll Þorsteinn!

Það er rétt hjá þér Þorsteinn, það er möguleiki á að demókrata-sinnaðir kerfisstjórar hjá Yahoo séu á bakvið  plottið. Þeir eiga hins vegar að virða trúnað, hafa eflaust skrifað undir trúnaðaryfirlýsingu og einnig ætti að vera rekjanleiki í kerfum Yahoo.

Það er góð regla og gott hjá þér að geyma skeyti með litla þýðingu á  póstþjónum.  Þú veist ekki ævina fyrr en öll er og hver veit nema þú verðir orðin heimsfrægur maður á morgun.  

Ég ætla að reyna að hakka mig inn á steinisv@yahoo.com

Sigurpáll Ingibergsson, 19.9.2008 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 233595

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband