Sveitabrúðkaup ****

Gamanmyndin eða farsinn Sveitabrúðkaup segir frá brúðkaupi sem borgarbörn ákveða að halda  í afskekktri sveitakirkju. Myndin er vegamynd og segir frá ferðalagi í tveim rútum á kirkjustað hjá "vondu fólki" á Snæfellsnesi. Ferðin tekur lengri tíma en áætlað var og á leiðinni koma fjölskylduleyndarmál upp á yfirborðið. Tími uppgjöranna.

Leikararnir eru flestir úr Vesturport leikhópum og er spunaaðferðin notuð. Mörg samtölin eru feikna góð og vel gerð. Herdís Þorvaldsdóttir, leikur ömmu eins brúðkaupsgestsins. Hún fer á kostum sem gömul kona með alzheimer en endar í lokin sem eðlilegasta persóna myndarinnar. Árni  Gautur Guðjónsson er meiriháttar í hlutverki homma og kærasti hans, leikinn af Víkingi Kristjánssyni er stórgóður, senuþjófur myndarinnar.

Fín skemmtun og greinilegt að leikhópurinn hefur haft gaman að verkefninu. En það virðist  endalaust vera hægt að fjalla um brúðkaup og ferðina að altarinu frá ýmsum spaugilegum hliðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 233597

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband