20.8.2008 | 23:02
Krossfjöll
Eftir að hafa tekið daginn snemma með handboltaleik Íslands og Póllands var farið í góða veðrinu í dag á Krossfjöll með Útivistarræktinni. Ekið var austur í Þrengsli, fram hjá Litla-Sandfelli sem er lítill fjallshnúkur á hægri hönd rétt hjá Geitafelli. Mosavaxin Krossfjöll eru lítt áberandi frá vegi séð enda rísa þau ekki hátt yfir umhverfið en það var vel þess virði að kynnast þeim. Nafnið er talið þannig til komið að þau mynda kross. Vegalengd 5 km. Hækkun 100 m.
Mosavaxin Krossfjöll eru flöt og var gengið á marga tinda. Gönguhópurinn var fjölmennur, 43 garpar. Gönguland ekki gott undir fót en mikið af berjum sem stoppaði fólk. Þegar toppnum var náð eftir 2,5 km göngu og 285 m sáust á einum hæðamæli, var haldið í hringferð. Útsýni var ágætt af fjallinu og var gaman að horfa yfir helluhraunið sem var á milli okkar og Geitarfells (509 m). Haldið var að Breiðabólstaðarseli eftir matarstopp og sáust tóftir af þrem húsum. En þar voru fráfærur, lömb skilin frá rollu og þær mjólkaðar og unnið smjör. Það var gaman að hverfa svo langt aftur í tímann. Mikið af bláberjum og aðalbláberjum var í hlíðinni fyrir ofan selið og var mikið innbyrt. Á leiðinn að bílum heyrðum við skothvelli í kyrrðinni, gæsaveiðitímabilið hafið.
Mynd í Goole Earth. Krossfjöll eru við Þrengslaveginn. Geitafell er lengst til vinstri, síðan kemur Litla-Sandfell, svarti bletturinn. Ölfusá er yst til hægri.
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 233597
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.