12.7.2008 | 12:58
Vefveiðar á snarsambandi (MSN phishing)
Ný óværa herjar á notendur snarsambands, (MSN þjónustunnar). Hún lýsir sér þannig að skyndilega birtast skilaboð frá spjallvini sem jafnharðan skráir sig út. Hér er dæmi um færslu MSN-vinar sem heitir fiskholl:
fiskholl says:
http://fiskholl.imagefrosty.info
Hér kemur í fyrri hluta slóða kenni vinar en svo eru til fleiri afbrigði af léninu. T.d. get-that-stuff.info og cooooolio.info
Ef notandi smellir á tengilinn, sem ég mæli ekki með að sé gert, því að forðast ber að smella á tengla í snarsambandi nema rík ástæða sé til. Þá kemur þessi vefsíða.
Hér er óværan að reyna vefveiðar. Hún er að fiska (phishing) netfang þitt og lykilorð. Sláir þú inn þær upplýsingar þá hefur vefveiðarinn náð tilgangi sínum og þú gengið í gildruna.
Vefveiðararnir eru meira svo kræfir að birta skilaboð, þegar ýtt er á LOGIN um að skráning hafi mistekist. Þannig að notandinn reynir aftur.
Það eru mjög margir sem hafa fallið fyrir þessu einfalda bragði hér á landi, því mikið er um að fólk sé að fá skilaboð í gegnum snarsamband sitt.
Spjallvinurinn er greinilega sýktur, hann þarf að breyta lykilorði á snarsambandi sínu svo hann og spjallvinir verði í friði. Notandinn sem fær skilaboðin er í lagi svo fremi sem hann gefi ekki neitt upp.
Flokkur: Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 13:00 | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 272
- Frá upphafi: 234861
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 234
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég verð að segja að ég hef virkilega gaman af þessum öryggis pistlum þínum! :-)
sturla (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.