Heimsmeistaratitill í Suðursveit

Á Humarhátíð á Hornafirði um síðustu helgi var tólfta Heimsmeistaramótið í Hornafjarðarmanna haldið.  Hundraðogtuttugu slyngir spilarar skráðu sig til leiks. Eftir snarpa baráttu stóð bloggvinurinn, Suðursveitungurinn og Halamaðurinn, Þórbergur Tofason, uppi sem sigurvegari. Heimsmeistaratitill á Halatorfuna. Titillinn hefur áður komið í Suðursveitina, svo þeir þekkja tilfinninguna.

Þórbergur er einnig snjall brids spilari og aðal sprautan í bridsmóti sem haldið er í Þórbergssetri á vormánuðum.

Ég tók þátt í heimsmeistaramótinu. Ég byrjaði ágætlega í undankeppninni.
Ég fékk fjóra í hagnað í fyrstu umferð, síðan fimm. Þetta leit vel út. Grunaði að það þyrfti amk 10 prik til að komast í topp 27 og í úrslitakeppnina skemmtilegu. Þá kom slæm seta. T.d. þurfti ég að spila spaða með spaðadrottningu blanka og einn tígulás. Fékk einn slag á ásinn.  Endaði ósköpin með -6. Síðan komu tvær setur á pari. Þá var ballið hjá mér búið.  Ég var því í topp 60.

Eitt eftirminnilegt spil kom upp, en spilað var nóló. Ég gaf spilin og forhönd bað um eitt spil úr Manna. Næsti spilari bað um tvö. Ekki var útlitið gott hjá mér.  Ég gat valið rest, eða tólf spil. Það hefur ekki hent mig áður í Hornafjarðarmanna. Ég ákvað að freista gæfunnar og skipti öllu út. Hafði engu að tapa. Kaupin voru svipuð, millispil enda mótspilarar með góðar hendur. Ég fékk þó aðeins færri slagi en ég átti von á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 10
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 233609

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband