7.7.2008 | 21:53
Humar á Humarhátíð
Það var haldið austur á bóginn á fimmtudagskvöld og mætt á Humarhátíð á Hornafirði. Þetta var ágætis fjölskylduskemmtun, frekar fámennt enda kom engin slæm frétt frá firðinum. Það var mikil samkeppni um hátíðargesti um helgina á landinu og veðurspá ekki hagstæð.
Það er gaman að sjá hversu stórann sess humarinn er að skapa sér á hátíðinni og mikil breyting frá fyrri hátíðum. Vöruþróun á humri er í fullum gangi. Einnig hefur orðið aukning á listviðburðum og komst maður ekki yfir allar sýningarnar.
Á vefnum horn.is var frétt um að skyndibitastaðurinn Kokkur á Höfn væri farinn að selja sælkerahumarsúpu úr staðbundnu hráefni í gegnum bílalúgu. Við keyptum þennan nýja skyndibita og kom hann vel út. Humarinn var þræddur upp á spjót og hægt að nýta til ýmiss brúks. Rjómabragð var af súpunni í bland við humarseyði.
Hin rómaða humarloka Ósmanna í Hleininni var einnig smökkuð og lagðist vel í mig enda humarinn einstakt hráefni. Hafnarbúðin hefur einnig boðið upp á Humarsúpu í brauði og kemur hún vel út.
Sívar Árni og Bestafiskmenn buðu upp á breiða línu af humarréttum. Þar var m.a. boðið upp á nýtt afbrigði af notkun pylsubrauða. Þeir buðu upp á Humarbrauð. Þessi útfærsla kom einna mest á óvart. Bragðmikill biti á góðu verði.
Humarhöfnin, hefur svo vakið mikla athygli á humarréttum. Það er ekta staður fyrir sælkera. Þar er meira að segja hægt að fá Humarpizzu.
Nýsköpunin í matvælagerð heldur stöðugt áfram í ríki Vatnajökuls og á heimleiðinni var komið við í Árbæ og Jöklaís bragðaður en hann kemur beint úr spenanum á Árbæjarkúm. Kom hann vel út í bragðprófnunum enda úr úrvals hráefni.
Flott auglýsing á túninu í Árbæ á Mýrum. Kýrnar eru rólegar að framleiða uppistöðuefnið í ísinn.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:03 | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 7
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 60
- Frá upphafi: 233606
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 52
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.