23.5.2008 | 22:11
Flúðir og Hvítá
Hún var góð síðasta helgi. Haldið var á Flúðir með samstarfsfélögum og björt framtíðin rædd. Aðkoman að Flúðum var glæsileg. Við keyrðum upp þjóðveg númer 30 í þokumóðu og hálfnakin tignarleg trén sem búið er að planta meðfram veginum voru stórglæsileg. Maður þarf að fara aftur í sumar þegar laufblöðin verða komin á greinarnar. Frábært framtak hjá Flúðamönnum og mættu fleiri taka þá sér til fyrirmyndar. Þegar komið var á Hótel Flúðir tók á móti okkur listaverkasýning eftir Tolla, meistara landslagmyndanna. Mér leið mjög vel á milli jöklamyndanna hans og grænmetisins sem vex á Flúðum. Það var góður andi á svæðinu er myndaði mikið og öflugt hugarflug.
Höfsjökull - Mynd eftir Tolla á Flúðum, hafði hana í öndvegi yfir hugarflugi. Steinarnir í forgrunni koma fyrir á mörgum myndum og mynd flottan stíl hjá listamanninum. Litiasamsetningin er styrkur Tolla, skærir og töfrandi litir.
Eftir árangursríkar stundir á Flúðum var halið í flúðirnar í Hvíta. Komið var við á Drumbodsstöðum í Biskupstungum. Það var súrrealískt að koma þangað. Gengið var inn í hlöðu sem búið var að umbreyta í skemmtilega aðstöðu fyrir bátafólk. Bátafólkið sem kunni vel sitt fag var skemmtilega hippalegt í útliti. Eftir að hafa skipt yfir í blautbúninga var haldið í jökullitaða Hvítá á stórkostlegri dæmigerði gamalli amerískri rútu. Þetta var eitthvað svo öðruvísi. Skemmtileg umgjörð hjá Arctic rafting. Þetta var mjög eftirminnileg ferð.
Áður en haldið var í svaðilförina var góð kynning á siglingarreglum. T-gripið kennt og farið yfir helstu galdra flúðasiglinga. Fjörið var mest í byrjun ferðar og hver flúðin á eftir annarri var afgreidd. Þær hétu skemmtilegum og ógnarlegum nöfnum sem áttu að hreyfa við okkur. Með í ferðinni voru efnilegir krakkar úr 10. bekk Breiðholtsskóla. Þau stóðu sig mjög vel og héldu uppi fjörinu.
Á miðri leið var stoppað og þeir sem vildu gátu hoppað niður úr rúmlega fjögurra metra hæð í kalda Hvítá. Það var mikil áskorun og hápunktur ferðarinnar fyrir marga. Ég, hokinn af reynslu áranna sleppti þessari áskorun. Ég var ekki nógu vel útbúinn. Mikilvæg vika framundan og öngvir sjensar teknir.
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 233597
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.