Fyrsti slátturinn

Vorið er snemma á ferðinni í Álfaheiðinni í ár. 

Fyrsti slátturinn í Álfaheiði var síðdegis, tæpum tveim vikum á undan fyrsta slætti á síðasta ári. Ég reikna með að slá tíu sinnum í sumar. Rifsberjarunninn er orðin vel blómgaður en limgeriðin eiga eftir að þétta sig betur. Aspirnar okkar eru frekar fáklæddar. Það má segja að þær séu í gegnsæjum kjól Ræturnar þeirra eru sífellt að stækka og farnar að hafa áhrif á nánasta umhverfi.

Flesjan er frekar missprottin og mikill vöxtur á vestari grasbalanum inni í húsasundinu og gaf hann af sér nokkra hestburði og kalblettir eru fáir. Sprettan er róleg á austurtúnunum en aspirnar taka eflaust mikla orku frá grassprettunni og skyggja á sólina. Aspirnar verða fjarlægðar brátt en þær eru orðnar það stórar að þær skyggja á húsið og húseigendur hræddir um að ræturnar fari að koma upp um klósettið eða baðkarið. 
Nokkrir túnfíflar sáust og var sláttuvélinni stefnt á þá. Hafa þeir ekki sést síðan.

Ég læt hér fylgja með hvenær fyrsti sláttur hefur verið á öldinni í Álfaheiði 1. En slátturinn í dag er á sama tíma og árin 2004 og 2005.

2007    26. maí 

2006    20. maí

2005    15. maí

2004    16. maí

2003    20. maí

2002    26. maí

2001    31. maí

Miðað við þessar dagsetningar, þá hefur vorið verið hlýrra  en síðustu tvö ár.  Góðu fréttirnar eru þær að minna er um fífla í maí heldur en fyrri ár. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Þessi pistuill er ágætur og mér sýnist þú vera búfræðikandidat.

Ég var bara að spekúlera í einu.  Getur verið að það hvenær slegið er, ráðist af því hvernæt húsbóndinn hefur tíma til þess fremur en hvenæt nóg er sprottið til að bletturinn þurfi slátt?

Jón Halldór Guðmundsson, 21.5.2008 kl. 08:37

2 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Takk Jón!

Það er örlítil óvissa í þessu með úrkomuna. Sé mikil úrkoma, þá er eigi slegið. Hins vegar er húsbóndinn alltaf í startholunum við sláttuvélina í maí. Eina undantekningin á frestun í maí í góðu veðri er góður fótboltaleikur.

Sigurpáll Ingibergsson, 21.5.2008 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 92
  • Frá upphafi: 235896

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 75
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband