18.4.2008 | 11:37
Eldrefurinn (Firefox) í sókn
Það eru sviptingar á vefvaframarkaðnum. Í lok febrúar var Netscape Navigator lagður niður eða viðhaldi hætt á honum en hann var yfirburða vafrari frá árdögum netsins. Þá notuðu um 90% notenda vafrarann. Nú er hlutfallið komið niður í 0.6%
Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá ári netsins 1995. Internet Explorer tók mikið stökk en aðrir vafrar hafa styrkt stöðu sína. Mozilla Firefox hefur náð góðum árangri og nota margir hann til ferðast um víðáttur netsins.
Nú í vikunni kom í ljós öryggisvandamál í Firefox og þarf því að sækja uppfærslu en nokkrir notendur lentu í því að JavaSkript ruslasöfnunin hrundi. Því ættur allir notendur Firefox að sækja nýjustu uppfærslu. Vafrarinn spyr notendur um hvort þeir vilji uppfæra. Sé svo ekki, þá er hægt að fara í Help --> Check for Updates. Útgáfa 2.0.0.14 er sú traustasta frá þeim.
Ég mæli með því að fólk sæki Firefox og hafi uppsettan á tölvum sínum. Nota hann sem varadekk ef Internet Explorer er með stæla.
Kíkjum að lokum á nýjustu tölur um markaðsstöðu vefvafrara um áramótin síðustu.
Heimildir:
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.