Þingvellir af heimsminjaskrá?

24stundir varpa þessari dapurlegu spurningu fram í Skírdagsblaðinu. Óskemmtileg spurning á svo snemma um páskahátíðina. Þingvellir eru eini staðurinn á Íslandi sem er á heimsminjaskránni og getur fallið af henni ef fyrirhugaður Lyngdalsheiðarvegur verður lagður. Mun nýi vegurinn kom í stað Gjábakkavegar sem þykir ekki henta til hraðaksturs.

Þjóðir í kringum okkur keppast við að komast á Heimsminjanefnd UNESCO. Það styrkir sjálfsmynd þeirra og tryggir að komandi kynslóðir geti notið fyrirbærisins.

Í júní sl. fengu stjórnvöld á Tenerife þau skilaboð að El Teide þjóðgarðurinn hefði verið tekinn inn á heimsminjaskrá UNESCO. Tenerife búar, sem keppa við Íslendinga um ferðamenn, voru mjög ánægðir með niðurstöðuna. Höfðu eignast tákn "emblem" um náttúru eyjunnar.

Það yrði mikið áfall ef við Íslendingar klúðrum Þingvöllum af heimsminjaskránni út af hraðbraut sem gæti skaðað lífríki vatnsins. Við eru þá komin í hóp með Talibönum en þeir eyðilögðu ómetanlegar styttur sem höggnar voru í kletta.  Við töpum tákni okkar, Þjóðgarðinum. Við stöndum þá uppi með brotna sjálfsmynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr!!! Ferlega væri það sorglegt!

Sturla Þorvaldsson (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 233602

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband