Af skíðum

Veturinn hefur verið stórviðrasamur. Skíðamenn hafa þó náð að fagna. Særún dóttir mín fór í fyrsta skipti í skíðaferð með bekknum sínum í Bláfjöll en ljósin þar eru tilkomumikil á kvöldin séð úr Álfaheiði.

Særúnu fannst rosalega gaman og langar að fara aftur. Hún hefur mikið talað um skíðaferðina með Hjallaskóla.

Í íþróttaþætti um daginn kom innslag úr heimsbikarmótinu í bruni, þó ekki þegar Austurríkismaðurinn Matthias Lanzinger féll og missti vinstri fótinn.

Ari litli spurði systur sína þegar hann sá kappana koma niður á fleygiferð.  "Særún, ert þú svona góð á skíðum?"

Hann hefur tröllatrú á systur sinni!

En gott framtak hjá skólum að senda krakka á skíði. Einnig eiga skólar að taka Smáraskóla til fyrirmyndar og senda nemendur á fjöll.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 233597

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband