Smætlur

Nú um helgina verður Þórbergssmiðja haldin í Háskóla Íslands til að minnast 120 ára ártíðar meistara Þórbergs.

Það er við hæfi að hefja bloggið á nýyrði, smætlur, en Þórbergur var mikill orðasmiður. Einnig safnaði hann orðum.  Nafnið smætlur er nýtt orð yfir vinsælan rétt á Spáni, tapas. Hef ég heyrt því fleygt að Kristinn R. Ólafsson eigi mikið í þessu orði.

Nafnið er dregið af spænsku sögninni "tapar" sem þýðir "að loka, breiða yfir". Tapas eru alls skyns smáréttir sem oftast eru borðaðir á milli mála en geta einnig myndað heila máltíð.

Það er mikil dagskrá í Háskólanum tileinkuð meistara Þórbergi og það er einnig þétt dagskrá hjá mér yfir helgina. Ég ætla þó að reyna að komast á einhverjar fyrirlestra.

Nýyrðið smætlur er svo nýtt að  þegar gúgglað er eftir því koma aðeins þrjár niðurstöður. Einnig á Morgunblaðspúkinn eftir að læra það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessaður og sæll, Sigurpáll. 

Mér þykir upphefð í að þú skulir nefna mig sem orðasmið í sömu andrá og Þórberg og vissulega hafa nokkrur þeirra orða sem ég klambrað saman náð málfestu.  En rétt er rétt: Orðið "smætla" er til í orðabók þótt ég hafi líklega verið sá fyrsti sem tók það upp til að þýða spænska orðið "tapa" í fl. "tapas"... Smætluna má t.a.m. finna í Íslenskri orabók Menningarsjóðs 1985, á bls 915: "smætla: kv. smælki, e-ð lítið af e-u". Ég vil þó bæta því við til gamans að ég hef dregið af þessu sögnina "að smætlast" sem er náttúrlega það sama og Spánverjar kalla "tapear" eða "ir de tapas", þ.e. að ganga á milli smætlustaða og snæða smætlur á hverjum og skola niður með góðum drykk uns fylli er fengin. 

Með bestu kveðju frá Madríd,

Kristinn R. Ólafsson 

Kristinn R. Ólafsson (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 12:18

2 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Takk fyrir upplýsingarnar Kristinn.

Farastjóri ÚÚ í Barcelona kenndi okkur Íslendingunum þetta orð.   Mér finnst þetta flott orð.

Sigurpáll Ingibergsson, 9.3.2008 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 269
  • Frá upphafi: 234852

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 231
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband