Gudjohnsen á bekknum gegn Levante UD

Hid virta spaenska timarit Marca telur ad Eidur verdi a bekknum og Henry verdur ekki med i leiknum gegn  Levante UD frá Valenciu sidar i dag.  Levante situr a botninum en Barcelona nalgast Relal Madrid á toppnum. Thad ma buast vid oruggum heimasigri.  Ég er búinn ad fa midann í hendur en hann kostar 61 Evru og thvi vaentanlega a gódum stad. Liklegt byrjunarlid Barcelona.

     Valdés (1)

Zambrotta (11) Puyol (5) Milto (3) Abidal (22)

Xavi (6) Touré (24) Iniesta (8)

Messi (19) Etoo (9) Ronaldinho (10)

Bekkurinn: Pinto (13), Sylvinho (16), Thuram (21), Edmilson (15), Gudjohnsesn (7), Giovani (17) og Bojan (27).

I solubasum ber mest á Messi og Ronaldinho, en ég hef ekki enn fundid neitt um Eid, finn vonandi eitthvad á eftir.

Leikurinn hefst kl. 19.00 og aetlum vid ad ganga ad Nou Camp en thad tekur um 20 mínútur. Urkoman sem spad var er ekki komin en thad er skyjad og 12 stiga hiti.

Mikid er fjallad um taeklingu Taylors a Eduardo Da Silva i leiknum, Birmingham gegn Arsenal, í gaer og a forsidu er tvaer litlar hraedilegar myndir sem syna illa slasadan fot Da Silva. SkySport synir atvikid ekki haegt og stoppar rett adur er foturinn dýri brotnar, annars vaeri thetta hryllingsmynd!

Fyrir leikinn bragdar madur ser á smaetlum (tabas) til ad fa katalónska stemmingu í aed.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Hugsa til þín Sigurpáll.  Sé að völlurinn er kjaftfullur.  Klaufalegt þetta víti sem þeir fengu en markið hjá Messi var flott.  Það verður spennandi að fylgjast með seinni hálfleik.

Þorsteinn Sverrisson, 24.2.2008 kl. 18:53

2 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Takk Steini!

71.978 manns auk mín voru á vellinum. 

Við sáum Eið Smára hita upp í 25 mínútur á hliðarlínunni en hann fékk ekki tækifæri. Það óvægið líf atvinnuknattspyrnumannsins.

Flott fagn eftir fimmta markið  og þennuna hjá Eto'o þegar hann fékk myndavél eins fréttaljósmyndarans lánaða og myndaði félagana. Myndin birtist í spænskum miðlum og var ekki nógu skörp. Það má nú sleppa því að gefa gul spjöld fyrir svona fínan afrískan húmor.

Við vorum við hornfánann þar sem fagnað var, innarlega í neðstu stúku. Fyrir vikið heyðist ekki mikið í áhorfendum annarsstaðar á vellinum og hófleg stemming. Við sáum t.d. ekki fólkið á þriðju hæð.

En það má hrósa Levante fyrir að mæta til leiks og reyna að spila knattspyrnu en þeir hefðu hæglega getað pakkað í vörn til að tapa hóflega, eitt eða tvö núll.

Athyglisverðir felubúningar hjá Levante, þessi neongræni. Stundum sá maður ekki leikmenn á vellinum og hélt að alvarlegur sendingarfeill hefði orðið, allt í einu tók boltinn á rás, þá var leikmaður úti á kanti.

Maður leiksins að mínu mati var Xavi, flott nafn.

Sigurpáll Ingibergsson, 26.2.2008 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 234908

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband