Heilsaði Ólafi Friðrik

Á fimmtudaginn var ég að rifja það upp við félaga mína að Ólafur Friðrik Magnússon er eini borgarstjórinn í Reykjavík sem ég hef náð að heilsa með handarbandi. Ég hitti hann niðri í Aðalstræti, höfuðstöðvum Frjálslynda flokksins í afmælisteiti snemma á öldinni.

Í DV í dag er greining á Ólafi borgarstjóra, eins og í öllum öðrum dagblöðum landsins. Í upptalningunni segir:

"Hegðun Ólafs hefur á stundum vakið furðu manna. Hann er sýklahræddur og til vitnis um það forðast hann að taka í höndina á fólki til þess að forðast sýkla."

Ég get ekki tekið undir þessi orð DV. Ólafur var hinn glaðasti er ég hitti hann og hann sóttist frekar eftir að heilsa mér heldur en hitt. Því kemur þetta mér á óvart. En þess ber að taka fram að ég er mikill snyrtipinni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Til hamingju með handtakið, Palli.  Væntanlega hefur þú ekki þvegið þér í viku?

Jón Halldór Guðmundsson, 28.1.2008 kl. 19:43

2 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Ég áttaði mig nú ekki á því að þarna væri verðandi borgarstjóri. Hefði ég vitað það, þá hefði ég gert eins og Bjarni Fel gerði eitt sinn er hann skoraði með skalla fyrir KR. Hann setti plastpoka á hausinn þegar hann fór í sturtuna til að þvo ekki burtu boltafarið á enninu.

Ég skolaði hendurnar stuttu síðar!  

Sigurpáll Ingibergsson, 28.1.2008 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 233598

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband