U2 - The Joshua Tree and Desire

Tónlistamennirnir í U2 hafa ekki gert mikið  að því að kroppa fé af aðdáendum sínum með endurútgáfum á snilldarverkum sínum.  Fyrir þessi jól brugðu markaðsmennirnir þó á það ráð að endurútgefa meistaraverkið The Joshua Tree, tilefnið var 20 ár frá útgáfu frumburðarins sem markaði tímamót á ferli sveitarinnar. Gerði þá að stórstjörnum.

Afmælisútgáfan var í fjórum mismunandi möguleikum. Einfaldur diskur sem búið er að endurhljómjafna. Síðan viðhafnar- eða deluxeútgáfa með 14  aukalögum, vinyllplata og svo útgáfa í  takmörkuðu upplagi með mynddisk. Ég ákvað að versla síðasta útgáfuformið og sjá tónleika frá  París og heimildarmyndina Outside It's America enda er ég einlægur U2-aðdáandi.  Eða síðan ég eignaðist  Eldinn ógleymanlega árið 1984.

Þegar ég var í London  fyrir viku fór ég í eina stærstu margmiðlunarverslun heimsborgarinnar, HMV við Oxford stræti og ætlaði að kaupa eintak. Ekki fann ég neitt viðhafnarsett, aðeins diskaútgáfuna. Ég spurði hjálplegan afgreiðslumann með töff hár niður að hnésbótum um viðhafnarútgáfuna. Hann sagði að hún væri uppseld en ætlaði að athuga stöðuna á öðrum stöðum. Ég beið í 3 langar mínútur eftir niðurstöðunni. Loks birtist sá hárprúði, það eru til 19 eintök í HMV-búðinni við Oxford Circus. Við hlupum upp strætið því 19 eintök eru ekki lengi að hverfa í átta milljón manna borg. Loks fundum við búðina. Ekki var neitt viðhafnareintak að sjá en ég spurði hjálplega konu um eintökin 19. Hún hvarf niður á lager. Nokkru síðar kom hún upp með eintak. Mér létti stórum. Ég varð að eignanst þetta eintak. Ég spurði hve mörg væru eftir. Hún sagði að þetta hefði verið það næst síðasta!  Ég var ánægður að eignast næstsíðasta eintakið í heimsborginni, en sá eftir að hafa ekki keypt upp lagerinn! 

Ég er búinn að fara í gegnum tónleikana frá París og þeir eru góður. Mig langar alltaf að fara á tónleika með U2 þegar ég horfi á þá. Bono er mikill Ameríkusinni og platan Rattle and Hum er uppgjör á ferðalagi sveitarinnar um auðnir Ameríku. Sú plata kom ári á eftir Joshua trénu.

Ég hef haft Rattle and Hum plötuna í iPod-eyranu síðustu daga. Þar er lag sem er í miklu uppáhaldi hjá mér núna, Desire. Lagið er "burðarlagið" á skröltormaplötunni. Texti eftir Bono og lag eftir U2. Mér finnst mikill kraftur í Desire-laginu og uppörvandi að hafa á göngunni úr og í vinnu á myrkum desembermorgni eða kveldi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ótrúlega flott lag :)

Laufey (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 233597

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband