23.12.2007 | 14:43
Skötuveisla
Við fórum sömu leið og rannsóknarlögreglumaðurinn Erlendur hans Arnaldar í vali á veitingastöðum. Þeir eru þjóðlegir niðri á BSÍ og það var fjölmennt í skötuveislu í hádeginu. Skötulyktin var góð fyrir utan umferðamiðstöðina er við lögðum bílnum og við greinilega á réttum stað. Skatan klikkaði ekki en ég fékk nokkuð breitt úrval úr skötuborðinu. Meðal annars var boðið upp á tindabikkju. Hefði átt að taka meira af sterkustu skötunni. Í síðari ferðinni voru gellur, kinnar og saltfiskur smakkað. Ég fæ ekki flensu í janúar eftir þetta mikla skötuát!
Þessi þjóðlegi siður hófst fyrir Westan en ég man eftir skötuverkun á Hornafirði í saltskemmunum. Hér er mynd af Þorvarði Sigurðssyni frá Teigaseli (1942-2001) að verka skötu fyrir 25 árum á Hornafirði.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 233597
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.